Handbækur og kallanir
32. Iðrun og kirkjuaðildarráð


„32. Iðrun og kirkjuaðildarráð,“ Almenn handbók: Þjónusta í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu (2020).

„32. Iðrun og kirkjuaðildarráð,“ Almenn handbók.

Ljósmynd
karlmenn á tali

32.

Iðrun og kirkjuaðildarráð

32.0

Inngangur

Oftast á iðrun sér stað á milli einstaklings, Guðs og þeirra sem orðið hafa fyrir áhrifum af synd einhvers. Stundum þarf þó biskup eða stikuforseti að liðsinna kirkjumeðlimum í viðleitni þeirra til að iðrast.

Biskupar og stikuforsetar eru kærleiksríkir og umhyggjusamir er þeir liðsinna meðlimum við iðrun. Þeir fylgja fordæmi frelsarans, sem upplyfti einstaklingum og hjálpaði þeim að láta af synd og snúa sér til Guðs (sjá Matteus 9:10–13; Jóhannes 8:3–11).

Eins og útskýrt er hér að neðan, er þessum kafla ætlað að leiðbeina leiðtogum við helstu ákvarðanir og aðgerðir sem nauðsynlegar eru til að hjálpa einhverjum að iðrast alvarlegrar syndar og til að vernda aðra.

  • Hlutverk kirkjunnar við að hjálpa einstaklingi að iðrast. Hlutar 32.1–32.4 útskýra kenningu Drottins um irðun og fyrirgefningu. Þessir kaflar útskýra líka hinn þríþætta tilgang takmarkana eða afturköllunar kirkjuaðildar. Þeir útskýra líka hlutverk biskupa og stikuforseta við að liðsinna við iðrun.

  • Ákveða vettvanginn þar sem hjálpa á einstaklingi við iðrun. Hlutar 32.5–32.7 hafa að geyma leiðbeiningar um að ákveða hvort aðildarráð eða persónuleg ráðgjöf sé réttur vettvangur til að hjálpa einstaklingi við iðrun.

  • Þjónusta persónulegrar ráðgjafar. Hluti 32.8 hefur að geyma leiðbeiningar fyrir persónulega ráðgjöf biskups eða stikuforseta. Hann útskýrir óformlegar kirkjuaðildartakmarkanir.

  • Þjónusta kirkjuaðildarráða. Hlutar 32.9–32.14 útskýra hver ber ábyrgð á aðildarráðum, hvernig standa á að þeim og mögulegum ákvörðunum. Niðurstöður þeirra ákvarðana eru líka útskýrðar.

  • Endurheimt forréttinda kirkjuaðildar. Hlutar 32.15–32.17 útskýra hvernig einstaklingur getur endurheimt forréttindi kirkjuaðildar með iðrun.

Tilvísanir í stikuforseta eiga líka við um trúboðsforseta, nema annað sé tekið fram. Tilvísanir í biskupa eiga líka við um greinarforseta.

Æðsta forsætisráðið skilgreinir reglur og framvindu fyrir iðrun alvarlegri syndar. Æðsta forsætisráðið nýtur stuðnings Skrifstofu trúnaðargagna kirkjunnar. Stikuforseti eða biskup getur haft samband við þá skrifstofu varðandi spurningar um þjónustu eða reglur. Skrifstofan getur líka veitt leiðbeiningar um hvernig senda á beiðnir til Skrifstofu Æðsta forsætisráðsins. Tengiliðaupplýsingar eru sýndar að neðan:

Sími: +1-801-240-2053 eða +1-800-453-3860, innanhúsnúmer 2-2053

Gjaldfrjálst (GSD sími): +855-537-4357

Netfang: ConfidentialRecords@ChurchofJesusChrist.org


HLUTVERK KIRKJUNNAR VIÐ AÐ HJÁLPA EINSTAKLINGI VIÐ IÐRUN


32.1

Iðrun og fyrirgefning

Drottinn sagði að „ekkert óhreint geti erft ríki himins“ (Alma 11:37; sjá einnig 3. Nefí 27:19). Syndir okkar gera okkur óhrein – óverðug þess að dvelja í návist himnesks föður okkar. Þær valda okkur líka sálarkvöl í þessu lífi.

Réttvísislögmál Guðs gerir kröfu um afleiðingar þegar við syndgum (sjá Alma 42:14, 17–18). Hans mikla miskunnaráætlun getur þó „fullnægt kröfum réttvísinnar og [umvafið okkur] örmum öryggisins“ (Alma 34:16; sjá einnig Mósía 15:9).

Til að gera miskunnaráætlun sína mögulega, sendi himneskur faðir sinn eingetna son, Jesú Krist, til að friðþægja fyrir syndir okkar (sjá Alma 42:15). Jesús þoldi refsinguna sem lögmál réttvísinnar gerir krðfu um fyrir syndir okkar (sjá Kenning og sáttmálar 19:15–19; sjá einnig Alma 42:24–25). Með þessari fórn, sýndu bæði faðirinn og sonurinn óendanlega elsku sína til okkar (sjá Jóhannes 3:16).

Þegar við iðkum „trú til iðrunar,“ fyrirgefur himneskur faðir okkur, veitir okkur miskunn fyrir friðþægingu Jesú Krists (Alma 34:15; sjá einnig Alma 42:13). Þegar við erum hreinsuð og okkur er fyrirgefið, getum við að lokum erft Guðs ríki (sjá Jesaja 1:18; Kenning og sáttmálar 58:42).

Iðrun er meira en hegðunarbreyting. Hún er að snúa frá synd og að himneskum föður og Jesú Kristi. Hún leiðir til breytingar í hjarta og huga (sjá Mósía 5:2; Alma 5:12–14; Helaman 15:7). Fyrir tilstilli iðrunar, verðum við ný manneskja, sátt við Guð (sjá 2. Korintubréf 5:17–18; Mósía 27:25–26).

Tækifærið til að iðrast er ein mesta blessun sem himneskur faðir hefur gefið okkur fyrir gjöf sonar síns.

32.2

Tilgangur takmarkana eða afturköllunar kirkjuaðildar

Þegar einstaklingur er skírður, mun hann eða hún heyra til „heimamanna Guðs“ (Efesusbréfið 2:19). Skírnarsáttmálinn felur í sér loforð um að keppa að því að lifa samkvæmt kenningum og boðorðum Krists. Þegar einstaklingi verður á, iðkar hann eða hún trú á Jesú Krist og iðrast, treystir á miskunn hans til að styrkja og fyrirgefa.

Ef meðlimur drýgir alvarlega synd, hjálpar biskup eða stikuforseti honum eða henni að iðrast. Í því ferli, gæti hann þurft að takmarka einhver forréttindi kirkjuaðildar um tíma. Í sumum tilvikum, gæti hann þurft að afturkalla aðild einstaklings um tíma.

Takmarkanir eða afturköllun aðildar einstaklings er ekki ætlað að vera refsing. Þessar aðgerðir eru fremur stundum nauðsynlegar til að hjálpa einstaklingi að iðrast og upplifa breytingu í hjarta. Þær gefa líka einstaklingi tíma til að búa is andlega undir að endurnýja og halda aftur sáttmála sína.

Biskup eða stikuforseti hafa yfirumsjá með takmörkunum eða afturköllun aðildar, eins og útskýrt er í 32.5–32.14. Þessum aðgerðum fylgja skilyrði iðrunar. Þegar einstaklingur iðrast einlæglega, getur hann eða hún endurheimt forréttindi kirkjuaðildar.

Þegar nauðsynlegt er að takmarka eða afturkalla aðild, fylgir biskup eða stikuforseti leiðsögn heilags anda og leiðbeiningunum í þessum kafla. Viðmót hans er í anda kærleika (sjá 32.3).

Takmarkanir á kirkjuaðild eru kirkjulegar, ekki borgaralegar eða formlegt sakamál. Þær hafa einungis áhrif á stöðu einstaklings í kirkjunni. (Sjá Kenning og sáttmálar 134:10.)

Hin þríþætti tilgangur takmarkana eða afturköllunar á kirkjuaðild er sem hér segir.

32.2.1

Stuðla að því að vernda aðra

Fyrsti tilgangurinn er að stuðla að því að vernda aðra. Stundum stafar líkamleg eða andleg ógn af einstaklingi. Árásarkennd hegðun, líkamlegur skaði, kynferðisleg misnotkun, fíkniefnaneysla, svik og fráhvarf eru nokkuð af því sem gæti fallið þar undir. Með innblæstri, bregst biskup eða stikuforseti við til að hjálpa öðrum þegar ógn stafar af einhverjum á þennan eða einhvern annan alvarlegan hátt (sjá Alma 5:59–60).

32.2.2

Hjálpa einstaklingi að tengjast hinum endurleysandi krafti Jesú Krists með iðrun

Annar tilgangurinn er að hjálpa einstaklingi að tengjast hinum endurleysandi krafti Jesú Krists með iðrun Með þessu ferli, getur einstaklingur aftur orðið hreinn og verðugur þess að meðtaka allra blessanir Guðs.

Frelsarinn kenndi að „sundurkramið hjarta og sáriðrandi andi“ væri sú fórn sem hann gerði kröfu um til fyrirgefningar syndar (3. Nefí 9:20). Í henni felst einlæg eftirsjá yfir syndum og afleiðingum þeirra (sjá 2. Korintubréf 7:9–10).

Þegar einstaklingur drýgir alvarlega synd, geta takmarkanir eða afturköllun á kirkjuaðild stuðlað að sundurkrömdu hjarta og sáriðrandi anda sem þörf er á til að iðrast, sannlega láta af syndinni og skilja afleiðingar syndar. Slíkur skilningur getur hjálpað fólki að meta betur sáttmála sína við Guð og vekja þrá til að halda þessa sáttmála um framtíð.

32.2.3

Vernda orðspor kirkjunnar

Þriðjið tilgangurinn er að vernda orðspor kirkjunnar. Nauðsynlegt kann að vera að takmarka eða afturkalla kirkjuaðild einstaklings, ef breytni hans eða hennar skaðar kirkjuna tiltölulega (sjá Alma 39:11). Orðspor kirkjunnar verður ekki verndað með því að dylja alvarlegar syndir eða gera lítið úr þeim – heldur með því að takast á við þær.

32.3

Hlutverk dómara í Ísrael

Ljósmynd
biskup ræðir við mann

Biskupar og stikuforsetar eru kallaðir og settir í embætti til að vera dómarar í Ísrael (sjá Kenning og sáttmálar 107:72–74). Þeir hafa prestdæmislykla til að vera fulltrúar Drottins við að hjálpa kirkjumeðlimum að iðrast (sjá Kenning og sáttmálar 13:1; 107:16–18).

Oft aðstoða biskupar og stikuforsetar við iðrun með persónulegri ráðgjöf. Sú aðstoð gæti falið í sér að takmarka óformlega einhver forréttindi kirkjuaðildar um tíma. (Sjá 32.8.)

Leiðtogar aðstoða við iðrun hvað sumar alvarlegar syndir varðar, með því að kalla saman kirkjuaðildarráð (sjá 32.6 og 32.9–32.14). Sú aðstoð gæti falið í sér að takmarka óformlega einhver forréttindi kirkjuaðildar eða afturkalla aðild einstaklings um tíma (sjá 32.11.3 og 32.11.4).

Biskupar og stikuforsetar hjálpa kirkjumeðlimum að skilja að Guð elskar börn sín. Honum er afar mikilvægt að þau hlýði og iðrist, því hann vill að þau séu hamingjusöm og öðlist blessanir.

Biskupar og stikuforsetar eru kærleiksríkir og umhyggjusamir er þeir hjálpa meðlimum að iðrast. Samskipti frelsarans við konuna sem staðin var að hórdómi er leiðarvísir (sjá Jóhannes 8:3–11). Þótt hann hafi ekki sagt að syndir hennar væru fyrirgefnar, þá fordæmdi hann hana ekki. Hann bauð henni þessi stað að „syndga ekki framar“ – að iðrast og breyta lífi sinu.

Þessir leiðtogar kenna að það sé „fögnuður á himni yfir einum syndara, sem tekur sinnaskiptum“ (Lúkas 15:7). Þeir eru þolinmóðir, hjálpsamir og jákvæðir. Þeir vekja von. Þeir kenna og vitna að allir geti iðrast og orðið hreinir, vegna friðþægingarfórnar frelsarans.

Biskupar og stikuforsetar leita leiðsagnar andans til að vita hvernig hjálpa má hverjum einstaklingi að iðrast. Aðeins við allra alvarlegustu syndum hefur kirkjan sett staðlaðar reglur um til hvaða aðgerða leiðtogar skuli grípa (sjá 32.6 og 32.11). Engar tvær aðstæður eru eins. Sú ráðgjöf sem leiðtogar gefa og það ferli iðrunar sem þeir leggja til, verður að vera innblásið og getur verið ólíkt fyrir hvern einstakling.

Drottinn þekkir aðstæður hvers einstaklings, getu og andlegan þroska. Heilagur andi mun hjálpa leiðtogum að greina hvernig hjálpa á meðlimum að gera nauðsynlegar breytingar, svo þeir geti læknast og staðist þá freistingu að endurtaka syndina.

Að hjálpa einhverjum að iðrast, koma aftur til Guðs og hljóta lækningu fyrir friðþægingu Jesú Krists, er ein gleðilegasta upplifun sem einstaklingur getur hlotið. Kenning og sáttmálar 18:10–13 útskýrir:

„Hafið hugfast að verðmæti sálna er mikið í augum Guðs:

Því að sjá, Drottinn lausnari yðar leið píslardauða í holdinu. Hann leið þess vegna kvalir allra manna, svo að allir menn gætu iðrast og komið til hans.

Og hann hefur risið aftur upp frá dauðum, til þess að geta leitt alla menn til sín, gegn því að þeir iðrist.

Og hversu mikil er gleði hans yfir þeirri sál sem iðrast!“

32.4

Játning, trúnaður og tilkynning til stjórnvalda

32.4.1

Játning

Iðrun krefst þess að játa þarf syndir fyrir himneskum föður. Jesús Kristur sagði: „Þannig getið þér vitað hvort maðurinn iðrast synda sinna – sjá, hann játar þær og lætur af þeim“ (Kenning og sáttmálar 58:43; sjá einnig Mósía 26:29).

Þegar kirkjumeðlimir drýgja alvarlegar syndir, felur iðrun þeirra líka í sér játningu fyrir biskupi þeirra eða stikuforseta. Hann getur þá notað lykla fagnaðarerindis iðurnar í þeirra þágu (sjá Kenning og sáttmálar 13:1; 84:26–27; 107:18, 20). Þetta hjálpar þeim að iðrast og snúa aftur á veg fagnaðarerindisins, fyrir kraft friðþægingar frelsarans.

Tilgangur játningar er að hvetja meðlimi til að létta eigin byrði, svo þeir geti fyllilega leitað liðsinnis Drottins við að breytast og læknast. Játning hjálpar við að tileinka sér „sundurkramið hjarta og sáriðrandi anda“ (2. Nefí 2:7). Sjálfviljug játning sýnir að einstaklingur þráir að iðrast.

Þegar meðlimur játar, fylgir biskup eða stikuforseti leiðbeiningunum um ráðgjöf í 32.8. Hann leitar leiðsagnar í bænaranda um réttan vettvang til að hjálpa meðlimnum að iðrast (sjá 32.5). Hann íhugar hvort aðildarráð gæti verið gagnlegt. Ef kirkjureglur gera kröfu um aðildarráð, útskýrir hann það (sjá 32.6 og 32.10).

Stundum hefur meðlimur brotið gegn maka eða öðrum fullorðnum. Sem hluti af iðrunarferlinu, ættu hann eða hún venjulega að játa fyrir þeim einstaklingi og leita fyrirgefningar. Ungmenni sem drýgir alvarlega synd, er venjulega hvatt til að leita ráða hjá foreldrum sínum.

32.4.2

Alvarlegar syndir sem ekki eru játaðar eða þeim er neitað

Biskup eða stikuforseti kemst venjulega að alvarlegri synd í játningu eða frá öðrum einstaklingi. Hann getur líka hlotið hugboð um mögulega alvarleg synd með heilögum anda. Ef hann finnur hugboð frá andanum um að einhver eigi erfitt með synd, gæti hann komið á viðtali. Í viðtalinu deilir hann áhyggjum sínum með vingjarnleika og virðingu. Hann forðst allan ásökunartón.

Ef meðlimur neitar að hafa drýgt þá alvarlegu synd sem upplýsingar biskups eða stikuforseta byggjast á, gæti aðildarráð engu að síður komið saman. Andleg hughrif ein og sér nægja þó ekki til að aðildarráð komi saman (sjá Kenning og sáttmálar 10:37). Leiðtogi gæti aflað sér frekari upplýsingar, ef nauðsyn krefur. Hann fylgir leiðbeiningunum í 32.4.3 og 32.10.2.

32.4.3

Öflun upplýsinga

Áður en aðildarráð kemur saman, aflar biskup eða stikuforseti eins miklum upplýsingum og hann þarf á að halda. Upplýsingar frá játningu meðlims eru oftast nægjanlegar. Upplýsingar gætu líka komið frá fjölskyldumeðlim, öðrum kirkjuleiðtoga, þolanda eða þátttakanda í syndinni.

Þegar biskup eða stikuforseti aflar sé upplýsinga, ætti hann einungis að nota þær aðferðir sem réttar eru fyrir prestdæmisleiðtoga. Hann ætti ekki að fylgjast með heimili einstaklings eða taka myndband af honum eða henni án samþykkis. Hann ætti heldur ekki að beita einhverjum aðferðum sem brjóta gegn lögum.

Rangar sakagiftir eru sjaldgæfar en geta gerst. Prestdæmisleiðtogar ættu að sýna varúð þegar upplýsingar takmarkast við orð eins einstaklings. Meðlimur sem til að mynda borinn er sökum um hórdóm, gæti neitað ásökunum. Ritningarnar útskýra að „hvert orð gegn honum eða henni skal sannað með tveim vitnum kirkjunnar“ (Kenning og sáttmálar 42:80). „Tvö vitni“ felur í sér tvær aðskildar upplýsingaheimildir. Það gæti falið í sér vitneskju þátttakanda og einhverja aðra áreiðanlega heimild. Stundum kann prestdæmisleiðtogi að bíða með að bregðast við, þar til upplýsingar verða áreiðanlegar.

Þegar kirkjuleiðtogi aflar sér upplýsinga fyrir aðildarráð, ætti hann þegar í stað að láta af því, ef hann kemst að því að lögregla er með rannsókn í gangi á meðlimnum. Það er gert til að forðast mögulegar ásakanir um að leiðtogi hafi hindrað réttvísina. Fyrir lögráðgjöf varðandi slíkar aðstæður í Bandaríkjunum og Kanada, skal stikuforseti hafa samband við Kirkjuskrifstofu almennrar ráðgjafar:

+1-800-453-3860, innanhúsnúmer 2-6301

+1-801-240-6301

Utan Bandaríkjanna og Kanada, hefur stikuforseti samband við svæðislögráðgjafa í svæðisskrifstofunni.

Aðildarráð eru yfirleitt ekki höfð til að taka til íhugunar breytni sem er til skoðunar hjá borgar- eða sakadómi fyrr en endanlegur dómur hefur verið kveðinn upp. Í sumum tilvikum getur einnig verið rétt að fresta aðildarráði, þar til kærufrestur er liðinn eða kæru hefur verið hafnað.

32.4.4

Trúnaður

Biskupar, stikuforsetar og ráðgjafar þeirra, hafa þá helgu ábyrgð að varðveita allar trúnaðarupplýsingar sem þeim eru miðlaðar. Þær upplýsingar gætu verið frá viðtölum, ráðgjöf og játningum. Sama trúnaðarábyrgð á við um alla þá sem þátt taka í aðildarráðum. Trúnaður er nauðsynlegur, því meðlimir gætu ekki viljað játa syndir eða leita sér leiðsagnar, ef ekki er farið með það sem þeir segja sem trúnaðarmál. Trúnaðarbrot dregur úr trausti meðlima og veldur því að þeir missa tiltrú á leiðtogum sínum.

Í samræmi vði trúnaðarskyldu þeirra, getur biskup, stikurforseti eða ráðgjafar þeirra einungis miðlað slíkum upplýsingum eins og erfirfarandi:

  • Þeir þurfa að ráðfæra sig við stikuforseta, trúboðsforseta eða biskup viðkomandi meðlims um samkomu aðildarráðs eða skyld málefni. Stikuforseti getur líka ráðfært sig við sinn úthlutaða svæðishafa Sjötíu. Svæðishafi Sjötíu vísar stikuforseta til svæðisforsætisráðs, ef nauðsyn krefur. Aðeins stikuforseti ákveður hvort aðildarráð komi saman eða niðurstöðu þess.

  • Einstaklingur flytur í nýja deild (eða prestdæmisleiðtogi er leystur af) meðan aðildaraðgerð eða önnur alvarleg mál eru fyrirhuguð. Í slíkum tilvikum lætur leiðtoginn hinn nýja biskup eða stikuforseta vita um áhuggjuefnin eða fyrirhugaða aðgerð (sjá 32.14.7). Hann upplýsir líka leiðtogann um það hvort öðrum gæti stafað ógn af meðlimnum.

  • Biskup eða stikuforseti kemst að því að kirkjumeðlimur sem býr utan deildarinnar eða stikunnar gæti hafa átt þátt í alvarlegri synd. Í slíku tilviki, hefur hann samband við biskup þess meðlims og gætir trúnaðar.

  • Nauðsynlegt er að afhjúpa upplýsingar á þeim tíma sem aðildarráð kemur saman. Allar upplýsingar sem eru aflaðar og miðlaðar innan aðildarráðs eru trúnaðarmál.

  • Meðlimur velur að veita leiðtoga leyfi til að miðla ákveðnum einstaklingum upplýsingum. Það gætu verið foreldrar, kirkjuleiðtogar eða aðrir sem gætu veitt stuðning. Leiðtoginn miðlar ekki upplýsingum til annarra en þeirra sem leyfi meðlimsins kveður á um.

  • Nauðsynlegt gæti verið að miðla takmörkuðum upplýsingum um ákvörðun aðildarráðs (sjá 32.12.2).

Í öllum öðrum aðstæðum, ætti leiðtoginn að kynna sér 32.4.5. Slík tilvik fela í sér lagalega tilkynningaskyldu glæps, t.d. misnotkun á barni, til sjórnvalda.

Til að aðstoða leiðtoga við að vernda aðra og fara að lögum, veitir kirkjan hjálp frá þjálfuðu fagfólki. Til að verða sér úti um þessa leiðsögn, hringja leiðtogar tímanlega í hjálparnúmer barnaofbeldis, þar sem það er mögulegt (sjá 32.4.5 og 38.6.2.1). Þar sem það er ekki mögulegt, hefur stikuforseti samband við svæðislögráðgjafa í svæðisskrifstofunni.

Biskup eða stikuforseti ætti einungis við einar aðstæður að afhjúpa trúnaðarupplýsingar, án þess að leita sér fyrst slíkrar leiðsagnar. Það er þegar ahjúpun er nauðsynleg til að koma í veg fyrir lífshættulegan skaða eða alvarlega ákverka og ekki gefst tími til að leita sér leiðsagnar. Í slíkum tilvikum, er skyldan til að vernda aðra mikilvægari en skylda trúnaðar. Leiðtogar ættu án tafar að hafa samband við stjórnvöld.

Ef leiðtogar skrifa athugasemdir eða eiga samskipti rafrænt, gæta þeir þess vandlega að engin komist í þessar upplýsingar. Þeir eyða líka eða þurrka út upplýsingarnar þegar þeir hafa ekki lengur þörf fyrir þær. Þeir miðla ekki persónulegum upplýsingum að nauðsynjalausu.

Borgaraleg stjórnvöld gætu andæft trúnaðinum sem krafist er af prestdæmisleiðtoga. Ef þetta á sér stað í Bandaríkjunum eða Kanada, leitar stikuforseti sé lögráðgjafar hjá Kirkjuskrifstofu almennrar ráðgjafar:

+1-800-453-3860, innanhúsnúmer 2-6301

+1-801-240-6301

Utan Bandaríkjanna og Kanada, hefur stikuforseti samband við svæðislögráðgjafa í svæðisskrifstofunni.

32.4.5

Tilkynning til stjórnvalda

Sumir sem eru að iðrast, hafa brotið samfélags- eða hegningarlög. Í sumum tilvikum, eru stjórnvöld ekki meðvituð um það. Biskupar og stikuforsetar hvetja meðlimi til að fara að lögum og tilkynna um slíkt þegar þess er krafist. Leiðtogar ráða líka meðlimum að verða sér úti um tilhlýðilega lögráðgjöf þegar tilkynna slíkt. Reglur kirkjunnar kveða á um að lögum sé hlítt.

Á mörgum stöðum krefjast lög þess að prestdæmisleiðtogar tilkynni um þá ólöglega atferli sem þeim verður ljóst. Sum ríki og lönd gera til að mynda kröfu um að misnotkun á barni sé tilkynnt lögreglu.

Í sumum löndum hefur kirkjan komið á fót hjálparlínu þar sem trúnaðar er gætt um ofbeldi, til að aðstoða biskupa og stikuforseta. Þessir leiðtogar ættu að hringja tímanlega í hjálparlínuna varðandi allar aðstæður þar sem einstaklingur gæti hafa verið beittur ofbeldi – eða á ofbeldi á hættu (sjá 38.6.2.1). Hún er aðgengileg allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar.

Í þeim löndum sem ekki hafa hjálparlínu, ætti biskup sem hefur vitneskju um ofbeldi að hafa samband við stikuforseta, sem ætti að leita sér leiðsagnar frá svæðislögráðgjafa í svæðisskrifstofunni.

Fyrir frekari upplýsingar um tilkynningu ofbeldis, sjá þá 38.6.2.1 og 38.6.2.7.


ÁKVEÐA VETTVANGINN ÞAR SEM HJÁLPA Á EINSTAKLINGI VIÐ IÐRUN


32.5

Vettvangur þar sem hjálpa á einhverjum iðrast

Eftir að biskup eða stikuforseti veit af því að meðlimur hefur drýgt alvarlega synd, bregst hann við til að vernda aðra. Hann leitar líka leiðsagnar heilags anda við að ákveða vettvanginn þar sem hjálpa á einstaklingnum að iðrast og komast nær frelsaranum.

32.5.1

Yfirlit vettvangs

Eftirfarandi tafla sýnir þrennskonar vettvang þar sem hjálpa á einhverjum að iðrast. Hún sýnir líka samantekt sem leiðtogar þurfa að íhuga þegar þeir ákveða hvaða vettvang ber að nota.

Vettvangur þar sem hjálpa á einhverjum iðrast

Vettvangur

Nokkuð sem þarf að íhuga (sjá einnig 32.7)

Vettvangur

Kirkjuaðildarráð stiku

Nokkuð sem þarf að íhuga (sjá einnig 32.7)

  • Fyrir meðlimi sem hafa hlotið musterisgjöf.

  • Er krafist ef líklegt er að afturköllun kirkjuaðildar karls eða konu sem hefur hlotið musterisgjöf eigi sér stað fyrir einhverjar þær alvarlegu synda eða breytni sem sagt er frá í 32.6.1, 32.6.2 eða 32.6.3.

Vettvangur

Kirkjuaðildarráð deildar

Nokkuð sem þarf að íhuga (sjá einnig 32.7)

  • Fyrir hvern meðlim.

  • Er krafist fyrir þær alvarlegu syndir sem tilgreindar eru í 32.6.1.

  • Gæti verið nauðsynlegt fyrir syndir og breytni sem tilgreind er í 32.6.2 og 32.6.3.

  • Er ófullnægjandi ef líklegt er að afturköllun kirkjuaðildar karls eða konu sem hefur hlotið musterisgjöf eigi sér stað fyrir einhverra þeirra alvarlegu synda eða breytni sem sagt er frá í 32.6.1, 32.6.2 eða 32.6.3.

Vettvangur

Persónuleg ráðgjöf (sjá 32.8)

Nokkuð sem þarf að íhuga (sjá einnig 32.7)

  • Fyrir hvern meðlim.

  • Gæti falið í sér óformlegar kirkjuaðildartakmarkanir.

  • Gæti verið ófullnægjandi fyrir syndir og breytni þar sem kirkjuaðildarráð gæti verið gagnlegt í iðrunarferli (sjá 32.6.2 og 32.6.3).

  • Er ófullnægjandi fyrir alvarlegar syndir þar sem krafa er gerð um kirkjuaðildarráð (sjá 32.6.1).

  • Er ófullnægjandi ef líklegt er að afturköllun kirkjuaðildar karls eða konu sem hefur hlotið musterisgjöf eigi sér stað fyrir einhverra þeirra alvarlegu synda eða breytni sem sagt er frá í 32.6.1, 32.6.2 eða 32.6.3.

Persónuleg ráðgjöf og óformlegar takmarkanir af hendi biskups eða stikuforseta eru stundum ekki fullnægjandi til að hjálpa einstaklingi að iðrast alvarlegra synda. Drottinn hefur komið á fót kirkjuaðildarráði til að aðstoða dómara í Ísrael í þessum aðstæðum. (Sjá 2. Mósebók 18:12–27; Mósía 26:29–36; Kenning og sáttmálar 42:80–83102.) Fyrir alvarlegar syndir, gera kirkjureglur kröfu um ráð (sjá 32.6.1). Brot á musterissáttmálum eykur líkurnar á nauðsyn kirkjuaðildarráðs (sjá 32.7.4).

Í deild aðstoða ráðgjafar biskups í kirkjuaðildarráðum. Í stiku aðstoða ráðgjafar stikuforseta. Í sumum kirkjuaðildarráðum stiku, tekur háráð líka þátt (sjá 32.9.2). Í kirkjuaðildarráði á biskupsráð eða stikuforsætisráð fund með einstaklingnum í anda kærleika.

32.5.2

Ákveða vettvang og tímasetningu

Þegar ákveða þarf hvaða vettvangur hentar best til að hjálpa einstaklingi að iðrast, leita leiðtogar leiðsagnar heilags anda. Þeir íhuga líka eftirfarandi þætti:

  • Alvarleika syndarinnar og reglur kirkjunnar um hvort gerð sé krafa um aðildarráð (sjá 32.6)

  • Aðstæður einstaklingsins (sjá 32.7)

Biskup ráðgast við stikuforseta um sérstakar aðstæður. Hann verður að fá leyfi hjá stikuforseta áður en aðildarráð kemur saman.

Í erfiðum málum gæti stikuforseti ráðfært sig við sinn úthlutaða svæðishafa Sjötíu. Stikuforseti verður að ráðfæra sig við svæðisforsætisráð í málum útskýrðum í 32.6.3. Aðeins stikuforseti ákveður þó hvort aðildarráð komi saman til að fjalla um breytnina. Ef kirkjuaðildarráð er haft, ákveður stikuforseti eða biskup niðurstöðuna.

Ef biskup eða stikuforseti ákveður að persónuleg ráðgjöf sé fullnægjandi, fer hann eftir leiðbeiningunum í 32.8. Ef hann ákveður að nauðsynlegt sé að hafa aðildarráð, eða ef kirkjureglur kveða á um aðildarráð, skal sá sem stjórnar því fylgja framvindunni í 32.9–32.14.

Áður en aðildarráð kemur saman, geta biskup eða stikuforseti ákveðið að óformlegar aðildartakmarkanir séu gagnlegastar um tíma. Hann lætur aðildarráðið koma saman þegar einlæg iðrun er mest hvetjandi fyrir meðliminn. Hann ætti þó ekki að fresta ráði, ef nauðsynlegt er að vernda aðra.

32.6

Alvarleiki syndarinnar og kirkjureglur

Alvarleiki syndar er mikilvægt íhugunarefni við að ákveða vettvanginn sem mun (1) stuðla að því að vernda aðra og (2) hjálpa einstaklingi að iðrast. Drottinn hefur sagt að hann „geti ekki litið á synd með minnsta votti af undanlátssemi“ (Kenning og sáttmálar 1:31; sjá einnig Mósía 26:29). Þjónar hans mega ekki horfa fram hjá vísbendingum um alvarlega synd.

Alvarleg synd er stórt og viljandi brot gegn lögmálum Guðs. Flokkar alvarlegra synda eru tilgreindir að neðan.

  • Ofbeldisfull breytni og misnotkun (sjá 32.6.1.1 og 32.6.2.1)

  • Kynferðisleg ósiðsemi (sjá 32.6.1.2 og 32.6.2.2)

  • Sviksamleg breytni (sjá 32.6.1.3 og 32.6.2.3)

  • Brot á trausti (sjá 32.6.1.4 og 32.6.2.4)

  • Önnur breytni (sjá 32.6.1.5 og 32.6.2.5)

Eftirfarandi hlutar greina frá því þegar aðildarráðs er krafist, þegar það gæti verið nauðsynlegt og þegar það er ekki nauðsynlegt.

32.6.1

Þegar kirkjuaðildarráðs er krafist

Biskupinn eða stikuforsetinn verða að hafa aðildarráðsfund þegar upplýsingar kveða á um að meðlimur gæti hafa drýgt einhverja þá synd sem tilgreind er í þessum hluta. Krafa er gerð um aðilarráð fyrir þessar syndir, burt séð frá andlegu þroskastigi og trúarlegum skilningi meðlims.

Sjá 32.11 fyrir mögulegar niðurstöður aðildarráðs sem samræmast þeim syndum sem tilgreindar eru í þessum hluta. Óformlegar aðildartakmarkanir kirkjuaðildar eru ekki valkostur fyrir þau aðildarráð.

32.6.1.1

Ofbeldishegðun og misnotkun

Morð. Aðildarráðs er krafist, ef meðlimur myrðir einhvern. Eins og það er notað hér: Morð er að taka mannslíf af ásettu ráði, án réttlætingar. Krafa er gerð um afturköllun kirkjuaðildar einstaklings.

Morð felur ekki í sér lögreglu- eða hernaðaraðgerðir við skyldustörf. Fóstureyðing er ekki skilgreind sem morð í þessu samhengi. Ef dauða má rekja til slyss eða sjálfsvarnar eða þess að verja aðra, gæti það ekki verið skilgreint sem morð að taka líf manneskju. Þetta getur líka átt við í öðrum aðstæðum, eins og þegar einstaklingur hefur takmarkaða andlega getu.

Nauðgun. Aðildarráðs er krafist vegna nauðgunar. Eins og það er notað hér: Nauðgun er þvinguð kynmök eða samræði við einhvern sem ekki getur veitt löglegt samþykki, vegna skertrar andlegrar eða líkamlegrar getu. Eins og það er notað hér: Nauðgun felur ekki í sér kynferðislegt samræði milli tveggja ólögráða barna sem eru á svipuðum aldri.

Sakfelling vegna kynferðislegs tilræðis. Aðildarráðs er krafist, ef meðlimur er sakfelldur vegna kynferðislegs tilræðis.

Ofbeldi gegn barni eða ungmenni. Aðildarráðs er krafist, ef einstaklingur beitir barn eða ungmenni ofbeldi, eins og útskýrt er í 38.6.2.3.

Ofbeldi gegn maka eða öðrum fullorðnum. Alvarleiki ofbeldishegðunar nær yfir breitt svið. Sjá 38.6.2.4 til að vita hvenær aðildarráðs er krafist vegna ofbeldis gegn maka eða öðrum fullorðnum.

Ofbeldi og ógnvænlegt atferli Aðildarráðs er krafist, ef einstaklingur skaðar ítrekað fólk líkamlega með ofbeldishegðun og ógn stafar af honum.

32.6.1.2

Kynferðisleg ósiðsemi

Sifjaspell. Aðildarráðs er krafist fyrir sifjaspell, eins og útskýrt er í 38.6.10. Krafa er nætum alltaf gerð um afturköllun kirkjuaðildar.

Barnaklám. Aðildarráðs er krafist, ef einstaklingur er viðriðinn barnaklám, eins og útskýrt er í 38.6.2.3.

Fjölkvæni. Aðildarráðs er krafist, ef meðlimur iðkar fjölkvæni af ásettu ráði. Fjölkvæni getur verið iðkað með leynd, þar sem maki veit ekki af öðrum maka eða mökum. Krafa er gerð um afturköllun kirkjuaðildar, ef einstaklingur iðkar fjölkvæni af ásettu ráði.

Kynferðisleg ofbeldishegðun. Aðildarráðs er krafist, ef fullorðinn einstaklingur skaðar ítrekað fólk kynferðislega og öðrum stafar ógn af honum.

32.6.1.3

Sviksamleg breytni

Ógnvænlegt atferli tengt fjármálum. Aðildarráðs er krafist, ef fullorðinn einstaklingur hefur orð á sér fyrir að skaða fólk ítrekað af ásettu ráði og öðrum stafar ógn af honum (sjá 38.6.2.4). Í þessu felst fjárfestingasvik og álíka atferli. Óviljandi fjártjón vegna efnahagsaðstæðna telst ekki sviksamlegt. Ef málarekstur er í gangi, geta prestdæmisleiðtogar ákveðið að bíða þar til niðurstaða verður endanleg. Sjá 32.6.3.3 ef meðlimur var viðriðinn svik með fé eða eiginir kirkjunnar.

32.6.1.4

Brot á trausti

Alvarleg synd meðan þjónað er í mikilsmetinni kirkjustöðu. Aðildarráðs er krafist, ef meðlimur drýgir alvarlega synd meðan hann þjónar í mikilsmetinni stöðu. Meðal þeirra eru aðalvaldhafi, aðalembættismaður kirkjunnar, svæðishafi Sjötíu, musterisforseti eða ráðskona musterisins, trúboðsforseti eða maki hans hans, stikuforseti, patríarki eða biskup. Þetta á ekki við um greinarforseta. Þó er mögulegt að takmarka eða afturkalla forréttindi kirkjuaðildar greinarforseta á sama hátt og á við um aðra meðlimi.

32.6.1.5

Önnur breytni

Sakfelling vegna stórafbrots Aðildarráðs er í flestum tilvikum krafist þegar einstaklingur er sakfelldur vegna stórafbrots.

32.6.2

Þegar kirkjuaðildarráð getur verið nauðsynlegt

Aðildarráð getur verið nauðsynlegt í eftirfarandi tilvikum.

32.6.2.1

Ofbeldishegðun og misnotkun

Drottinn bauð: „Þú skalt ekki … morð fremja, né nokkuð því líkt” (Kenning og sáttmálar 59:6; skáletrað hér). Ofbeldisverk og misnotkun þar sem aðildarráð gæti verið nauðsynlegt, fela í sér (en takmarkast ekki við) það sem tilgreint er að neðan.

Tilraun til morðs. Manndrápstilraun af ásettu ráði.

Kynferðislegt ofbeldi, þar á meðal tilræði og áreitni. Kynferðislegt ofbeldi nær yfir breitt svið (sjá 38.6.18). Aðildarráð getur verið nauðsynlegt fyrir einstakling sem hefur beitt einhvern kynferðislegu tilræði eða ofbeldi. Líklegra er að aðildarráð sé nauðsynlegt til að hjálpa meðlim að iðrast, ef hann eða hún hefur brotið musterissáttmála eða ef syndin var endurtekin. Sjá 38.6.18.3 til að vita hvenær aðildarráðs er krafist.

Ofbeldi gegn maka eða öðrum fullorðnum. Alvarleiki ofbeldishegðunar nær yfir breitt svið (sjá 38.6.2.4). Aðildarráð getur verið nauðsynlegt fyrir einstakling sem hefur beitt maka eða annan fullorðinn einstakling ofbeldi. Líklegra er að aðildarráð sé nauðsynlegt til að hjálpa meðlim að iðrast, ef hann eða hún hefur brotið musterissáttmála eða ef syndin var endurtekin. Sjá 38.6.2.4 til að vita hvenær aðildarráðs er krafist.

32.6.2.2

Kynferðisleg ósiðsemi

Skírlífislögmál Drottins kveður á um bindindi á kynlíf utan lögbundins hjónabands milli karls og konu (sjá 2. Mósebók 20:14; Kenning og sáttmálar 63:16). Aðildarráðs getur verið nauðsynlegt vegna kynferðislegrar ósiðsemi, eins og útskýrt er í 38.6.5. Í slíkum aðstæðum, er líklegra að aðildarráð sé nauðsynlegt til að hjálpa meðlim að iðrast, ef hann eða hún hefur brotið musterissáttmála eða ef syndin var endurtekin. Sjá 32.6.1.2 til að vita hvenær aðildarráðs er krafist.

32.6.2.3

Sviksamleg breytni

Boðorðin tíu kenna: „Þú skalt ekki stela“ eða „bera ljúgvitni“ (2. Mósebók 20:15–16). Aðildarráð getur verið nauðsynlegt vegna breytni eins og rán, innbrot, þjófnað, fjárdrátt, meinsæri og svik. Sjá 38.8.2 vegna svika tengdum skyldleika. Í slíkum aðstæðum, er líklegra að aðildarráð sé nauðsynlegt til að hjálpa meðlim að iðrast, ef hann eða hún hefur brotið musterissáttmála eða ef syndin var endurtekin.

Sjá 38.8.2 vegna svika tengdum skyldleika. Sjá 32.6.1.3 til að vita hvenær aðildarráðs er krafist vegna sviksamlegar breytni. Sjá 32.6.3.3 ef meðlimur var viðriðinn svik með fé eða eiginir kirkjunnar.

32.6.2.4

Brot á trausti

Aðildarráð getur verið nauðsynlegt, ef meðlimur:

  • Drýgir alvarlega synd meðan hann gegnir stöðu valds eða trausts í kirkjunni eða samfélaginu.

  • Drýgir alvarlega synd sem er vel kunn.

Í slíkum aðstæðum, er líklegra að aðildarráð sé nauðsynlegt til að hjálpa meðlim að iðrast, ef hann eða hún hefur brotið musterissáttmála eða ef syndin var endurtekin.

Sjá 32.6.1.4 til að vita hvenær aðildarráðs er krafist. Sjá 32.6.3.3 ef meðlimur var viðriðinn svik með fé eða eiginir kirkjunnar.

32.6.2.5

Önnur breytni

Benjamín konungur kenndi: „Ekki er mér mögulegt að benda á allt, sem getur leitt yður í synd. Leiðirnar og aðferðirnar eru svo margvíslegar og svo margar, að ég get ekki komið á þær tölu“ (Mósía 4:29). Aðildarráð getur verið nauðsynlegt, ef einstaklingur:

  • Drýgir endurtekið alvarlegar syndir (sjá Kenning og sáttmálar 82:7).

  • Sinnir ekki fjölskylduábyrgð af ástettu ráði, þar með talið greiðir ekki framfærslu og meðlag vegna barns.

  • Hótar líkamlegu ofbeldi, hvort heldur í eigin persónu eða á netinu (sjá 32.2.1).

  • Selur ólögleg lyf.

  • Fremur aðra alvarlega glæpi.

Í slíkum aðstæðum, er líklegra að aðildarráð sé nauðsynlegt til að hjálpa meðlim að iðrast, ef hann eða hún hefur brotið musterissáttmála eða ef syndin var endurtekin.

Aðildarráð getur verið nauðsynlegt, ef meðlimur gefur sig að, framkvæmir, kemur til leiðar, greiðir fyrir eða hvetur til fóstureyðingar. Sjá 38.6.1 fyrir leiðbeiningar.

Þegar kirkjuaðildarráðs er krafist eða gæti verið nauðsynlegt

Tegund syndar

Aðildarráðs er krafist (sjá 32.6.1)

Aðildarráð gæti verið nauðsynlegt (sjá 32.6.2)

Tegund syndar

Ofbeldishegðun og misnotkun

Aðildarráðs er krafist (sjá 32.6.1)

  • Morð

  • Nauðgun

  • Sakfelling vegna kynferðislegs tilræðis

  • Ofbeldi gegn barni eða ungmenni

  • Ofbeldi og ógnvænlegt hegðun

Aðildarráð gæti verið nauðsynlegt (sjá 32.6.2)

  • Tilraun til morðs

  • Kynferðislegt ofbeldi, þar með talið tilræði og áreitni (sjá 38.6.18 til að vita hvenær aðildarráðs er krafist)

  • Ofbeldi gegn maka eða öðrum fullorðnum (sjá 38.6.2.4 til að vita hvenær aðildarráðs er krafist)

Tegund syndar

Kynferðisleg ósiðsemi

Aðildarráðs er krafist (sjá 32.6.1)

  • Sifjaspell

  • Barnaklám

  • Fjölkvæni

  • Kynferðisleg ofbeldishegðun

Aðildarráð gæti verið nauðsynlegt (sjá 32.6.2)

  • Hórdómur, saurlífi, samkynhneigð og öll önnur kynferðissambönd utan löglegs hjónabands milli karls og konu, þar með talið kynferðisleg nánd á netinu eða í gegnum síma

  • Sambúð, borgaraleg sambönd og sambúð og hjónaband samkynhneigðra

  • Mikil eða óviðráðanleg notkun klámefnis sem hefur valdið verulegum skaða hjónabands eða fjölskyldu meðlims

Tegund syndar

Sviksamleg breytni

Aðildarráðs er krafist (sjá 32.6.1)

  • Ógnvænlegt atferli tengt fjármálum, svo sem svik og álíka atferli (sjá 32.6.3.3 ef meðlimur var viðriðinn svik með fé eða eignir kirkjunnar)

Aðildarráð gæti verið nauðsynlegt (sjá 32.6.2)

  • Rán, innbrot, þjófnaður eða svik (sjá 32.6.3.3 ef meðlimur var viðriðinn svik með fé eða eiginir kirkjunnar)

  • Meinsæri

Tegund syndar

Brot á trausti

Aðildarráðs er krafist (sjá 32.6.1)

  • Alvarleg synd meðan þjónað er í mikilsmetinni kirkjustöðu

Aðildarráð gæti verið nauðsynlegt (sjá 32.6.2)

  • Alvarleg synd meðan verið er í stöðu valds eða trausts í kirkjunni eða samfélaginu (sjá 32.6.3.3 ef meðlimur viðriðinn svik með fé eða eiginir kirkjunnar)

  • Alvarleg synd sem er vel kunn

Tegund syndar

Önnur breytni

Aðildarráðs er krafist (sjá 32.6.1)

  • Sakfelling vegna stórafbrots

Aðildarráð gæti verið nauðsynlegt (sjá 32.6.2)

  • Fóstureyðing (nema undantekning í 38.6.1 eigi við)

  • Endurtekning alvarlegra synda

  • Fjölskylduábyrgð ekki sinnt af ástettu ráði, þar með talið að greiða ekki framfærslu og meðlag vegna barns

  • Sala ólöglegra lyfja

  • Aðrir alvarlegir glæpir

32.6.3

Þegar stikuforsetinn ráðfærir sig við svæðisforsætisráðið um hvort aðildarráð eða aðrar aðgerðir séu nauðsynlegar

Sum mál krefjast aukinnar næmni og leiðsagnar. Til að vita hvernig best er að hjálpa, verður stikuforsetinn að ráðfæra sig við svæðisforsætisráðið um aðstæðurnar í þessum hluta. Aðeins stikuforseti ákveður þó hvort aðildarráð komi saman til að fjalla um breytnina. Ef kirkjuaðildarráð er haft, ákveður stikuforseti eða biskup niðurstöðuna.

Ef aðildarráð er haft vegna einhverra þeirra mála sem tilgreind eru í þessum hluta, verður ákvörðun ráðsins að vera „haldast í góðu standi“, „formlegar aðildartakmarkanir“ eða „afturköllun aðildar.“ Samþykkis Æðsta forsætisráðsins er krafist, til að létta af formlegum takmörknum eða veita einstaklingi aftur kirkjuaðild (sjá 32.16.1, númer 9).

32.6.3.1

Aðrar aðgerðir

Ef aðildarráð er haft, gætu aðrar aðgerðir verið:

  • Óformlegar aðildartakmarkanir (sjá 32.8.3).

  • Athugasemd í meðlimaskýrslu (sjá 32.14.5).

  • Takmarkanir á helgiathöfnum, sem varnar því að einstaklingur taki á móti eða iðki prestdæmið eða noti musterismæli.

Stikuforseti ráðfærir sig við svæðisforsætisráðið áður en gripið er til þessara aðgerða.

32.6.3.2

Fráhvarf

Fráhvarfsmál hafa oft áhrif út fyrir mörk deildar eða stiku. Slíku þarf að taka á tímanlega til að vernda aðra.

Biskup ráðgast við stikuforseta, ef honum finnst breytni meðlims einkennast af fráhvarfi. Biskup eða stikuforseti gæti sett óformlegar takmarkanir á kirkjuaðild meðlimsins (sjá 32.83). Stikuforseti ráðfærir sig tímanlega við svæðisforsætisráðið. Aðeins stikuforseti ákveður þó hvort aðildarráð eða aðrar aðgerðir séu nauðsynlegar.

Eins og það er notað hér: Fráhvarf á við um meðlim sem gerir eitthvað eftirfarandi:

  • Endurtekur opinberlega augljósa og vísvitandi andstöðu við kirkjuna, kenningar hennar, reglur hennar eða leiðtoga hennar

  • Kennir látlaust sem kenningu kirkjunnar það sem ekki er kenning kirkjunnar, eftir að leiðréttingu biskups eða stikuforseta

  • Vinnur endurtekið og vísvitandi að því að veikja trú og breytni kirkjumeðlima.

  • Heldur áfram að fylgja kenningum fráhvarfshópa, eftir leiðréttingu biskups eða stikuforseta

  • Gengur formlega í aðra kirkju og kynnir og styður kenningar hennar (Alger óvirkni í kirkjunni eða að sækja aðra kirkju felur ekki eitt og sér í sér fráhvarf. Ef meðlimur gengur formlega í aðra kirkju og kynnir og styður kenningar hennar, getur þó verið nauðsynlegt að afturkalla aðild hans.)

Frelsarinn kenndi Nefítum að þeir ættu að þjóna áfram einstaklingi sem hefur syndgað. „En iðrist hann ekki, skal hann ekki teljast meðal fólks míns, svo að hann tortími ekki fólki mínu“ (3. Nefí 18:31).

32.6.3.3

Fjárdráttur kirkjusjóða

Ef meðlimur dregur sér fé úr kirkjusjóðum eða stelur dýrmætri eign kirkjunnar, ráðfærir stikuforsetinn sig við svæðisforsætisráðið um hvort aðildarráð eða aðrar aðgerðir séu nauðsynlegar Leiðtogar taka til íhugunar:

  • Upphæðina sem dregin var eða sem stolið var.

  • Hvort fjárdrátturinn takmarkist við eitt skipti eða sé endurtekinn.

  • Hvort endurgreiðsla hafi átt sér stað.

  • Hversu mikil eftirsjá einstaklingsins er.

  • Stöðuna sem meðlimurinn gengdi (sjá 32.6.1.4 fyrir meðlimi sem gegna mikilsmetinni kirkjustöðu).

Stikuforsetinn skráir eitt eftirfarandi í Leader and Clerk Resources [Úrræði leiðtoga og ritara]:

  • Niðurstöðu aðildarráðs

  • Að hann hafi ráðfært sig við svæðisforsætisráðið og ákveðið að aðildarráð væri ekki nauðsynlegt

Ef endurskoðunardeild kirkjunnar ákveður að leiðtogi eða starfsmaður kirkjunnar hafi svikið út fé eða stolið eigum kirkjunnar, er almenn leiðsögn Æðsta forsætisráðsins sú að athugasemd verði skráð í meðlimaskýrslu hans eða hennar. Skilgreining á „leiðtoga“ er einstaklingur sem gegnir mikilsmetinni stöðu í kirkjunni, sem líka eru ráðgjafar, ritarar og greinarforsætisráð. Þegar iðrun er lokið, getur stikuforseti farið fram á að athugasemdin verði fjarlægð (sjá 32.14.5 og 34.7.5). Athugasemd þýðir þó ekki að aðildarráð eða aðrar aðgerðir hafi átt sér stað.

32.6.3.4

Trans einstaklingar

Biskup eða stikuforseti sem vinnur með einstakling sem skilgreindur er sem trans, fer eftir leiðbeiningunum í 38.6.

32.6.4

Þegar kirkjuaðildarráð er yfirleitt ekki nauðsynlegt

Aðildarráð er yfirleitt ekki nauðsynlegt í eftirfarandi tilvikum.

32.6.4.1

Misbrestur á að uppfylla suma kirkjustaðla

Aðildarráð er ekki haft vegna neðangreinds atferlis. Gætið þó að undantekningunni í síðasta liðnum.

  • Óvirkni í kirkjunni

  • Framfylgir ekki kirkjuskyldum

  • Greiðir ekki tíund

  • Vanrækslusyndir

  • Sjálfsfróun

  • Lifir ekki eftir Vísdómsorðinu

  • Notkun klámefnis, að undanskildu barnaklámi (eins og útskýrt er í 38.6.6) eða mikil eða óviðráðanleg notkun klámefnis sem hefur valdið verulegum skaða á hjónabandi eða fjölskyldu meðlims (eins og útskýrt er í 38.6.13).

32.6.4.2

Viðskiptabrestur eða skuldavanskil

Leiðtogar ættu ekki að nota aðildarráð til að leysa viðskiptadeilur. Viðskiptabrestur og skuldavanskil eru ekki ástæða til að hafa aðildarráð. Þó skal hafa aðildarráð fyrir alvarlega sviksamlegt atferli eða aðrar alvarlegar fjármálablekkingar (sjá 32.6.1.3).

32.6.4.3

Borgaralegur ágreiningur

Aðildarráð eru ekki höfð til að leysa borgaralegan ágreining (sjá Kenning og sáttmálar 134: 11).

32.7

Aðstæður einstaklingsins

Drottinn sagði: „Armur miskunnar minnar er útréttur til yðar, og ég mun taka á móti hverjum þeim, sem koma vill. Og blessaðir eru þeir, sem koma til mín“ (3. Nefí 9:14). Mikilvægt er að huga að aðstæðum einstaklings við að ákveða:

  • Réttan vettvang til að hjálpa honum eða henni að iðrast alvarlegra synda (sjá 32.5 og 32.6).

  • Ákvarðanir eru teknar í persónulegri ráðgjöf eða aðildarráðum (sjá 32.8 og 32.11).

Biskupar og stikuforsetar leita huga og vilja Drottins í hverjum aðstæðum. Þeir íhuga eftirfarandi þætti til að ákveða hvaða vettvang á að nota og hver niðurstaðan verður. Þessir þættir ráða ekki tiltekinni ákvörðun. Þeir eru fremur til að hjálpa leiðtogum við að taka ákvörðun í bænarhug og með leiðsögn andans.

32.7.1

Umfang syndarinnar

Alvarleiki syndar fer eftir umfangi hennar. Í því getur falist hversu oft og mikið syndir hafa verið drýgðar, hversu miklum skaða þær hafa valdið og hversu margir hafa orðið fyrir skaða af völdum þeirra.

32.7.2

Hagsmunir þolandans

Leiðtogar taka til íhugunar hagsmuni þolanda og annarra. Þar gæti verið um að maka einstaklings og aðra fjölskyldumeðlimi. Leiðtogar taka líka til íhugunar alvarleika skaðans.

32.7.3

Ummerki iðrunar

Andleg leiðsögn er nauðsynleg til að greina hvort einstaklingur hefur einlæglega iðrast. Raumveruleiki slíkrar iðrunar verður greinanlegri með réttlátum verkum yfir tíma, fremur en með ákafri sorg í einu viðtali. Þættir sem taka á til íhugunar eru meðal annars:

  • Styrkleiki trú á Jesú Krist.

  • Eðli játningarinnar.

  • Hversu mikil sorgin er yfir syndinni.

  • Yfirbót gagnvart sköðuðum einstaklingum.

  • Samræmingu lagakrafa.

  • Árangur við að láta af syndinni.

  • Trúfesti við að hlýða boðorðunum frá því að syndin var drýgð.

  • Heiðarleiki við kirkjuleiðtoga og aðra.

  • Fúsleiki til að fylgja leiðsögn kirkjuleiðtoga.

Ljósmynd
biðjandi kona

32.7.4

Brot á musterissáttmálum

Drottinn sagði: „Af þeim, sem mikið er gefið, er mikils krafist“ (Kenning og sáttmálar 82:3). Einstaklingur sem hefur tekið á móti musterisgjöf, hefur gert sáttmála um að lifa eftir æðri staðli. Brot á þeim sáttmálum eykur alvarleika syndarinnar. Það eykur líkurnar á að nauðsyn kirkjuaðildarráðs.

32.7.5

Staða valds eða trausts

Alvarleiki syndar eykst, ef einstaklingur drýgir hana meðan er í stöðu valds eða trausts, svo sem í stöðu foreldris, leiðtoga eða kennara.

32.7.6

Endurtekning

Sé sama syndin oft endurtekin, gefur það vísbendingu um sterka vanabindandi hegðun eða ávanafíkn, sem gerir ferli einlægrar iðrunar erfiðaðra. Auk takmarkana á kirkjuaðild, sem gæti verið nauðsynleg, gæti batameðferð ávanafíknar og persónuleg ráðgjöf verið gagnleg (sjá 32.8.2).

32.7.7

Aldur, þroski og reynsla

Leiðtogar taka til íhugunar aldur, þroska og reynslu, er þeir veita meðlim ráðgjöf eða ákveða niðurstöðu aðildarráðs. Mildi gagnast oftast þeim best sem eru ómótaðir í fagnaðarerindinu. Mildi getur til að mynda gagnast ungum meðlimu best sem eru viðriðnir ósiðlega hegðun, ef þeir láta af syndinni og sýna einlæga iðrun. Þó gæti verið þörf á alvarlegri aðgerðum láti þeir ekki af hegðuninni.

32.7.8

Andlegt atgervi

Geðræn veiki, ávanafíkn eða takmarkað andlegt atgervi afsakar ekki einstakling sem hefur drýgt alvarlega synd. Hér eru þó þættir til að taka til íhugunar. Sem hluti af því að hjálpa einstaklingi að iðrast, leita leiðtogar leiðsagnar Drottins varðandi skilning viðkomandi á reglum fagnaðarerindisins og ábyrgðarstigi.

32.7.9

Sjálfviljug játning

Sjálfviljug játning og guðleg sorg yfir veknaði ber vott um iðrunarþrá.

32.7.10

Tími á milli syndar og játningar

Játning er hluti af iðrun og henni ætti ekki að fresta. Stundum fylgirr langur tími yfirbótar og trúfast líferni í kjölfar syndar. If meðlimur játar synd og hefur ekki endurtekið hana, gæti það verið vísbending um að hann eða hún hefur látið af henni. Í slíkum tilvikum, gæti játning lokið iðrunarferlinu, fremur en að hefja það.

32.7.11

Syndir sem meðlimir er ekki búa í sömu deildum eða stikum eru viðriðnir

Stundum búa meðlimir sem drýgja saman alvarlega synd ekki í sömu deildum eða stikum. Í þeim aðstæðum eiga stikuforsetarnir samráð um þörfina á aðildartakmörkunum eða aðildarráðum. Þeir ræða líka hvort ætla megi að takmarkanir eða ákvarðanir aðildarráðs verði þær sömu eða hvort aðrir þættir gætu bent til þess að þörf sé á mismunandi niðurstöðum.


ÞJÓNUSTA PERSÓNULEGRAR RÁÐGJAFAR


32.8

Persónuleg ráðgjöf og óformlegar aðildartakmarkanir

Oft er persónuleg ráðgjöf fullnægjandi til að vernda aðra og hjálpa einstaklingi að tengjast hinum endurleysandi krafti friðþægingar Jesú Krists með iðrun Slík ráðgjöf getur líka hjálpað meðlimum að vera á verði gegn alvarlegri syndum. Í persónulegri ráðgjöf, geta leiðtogar líka takmarkað aðild til að hjálpa meðlim að iðrast einhverra alvarlegra synda (sjá 32.8.3).

Alvarlegar syndir ætti ekki að meðhöndla léttúðlega (sjá Kenning og sáttmálar 1:31). Brot á musterissáttmálum eykur líkurnar á nauðsyn kirkjuaðildarráðs (sjá 32.7.4).

Leiðbeiningar til að hjálpa leiðtogum að vita hvenær ráðgjöf og óformlegar takmarkanir gætu verið fullnægjandi, eru tilgreindar að neðan (sjá einnig 32.7):

  • Einstaklingur hefur ekki drýgt synd sem gerir kröfu um kirkjuaðildarráð (sjá 32.6.1).

  • Einstaklingur hefur sjálfviljugur játað og einlæglega iðrandi.

  • Einstaklingur er að iðrast af alvarlegri synd sem hann eða hún hefur ekki drýgt áður.

  • Synd einstaklings er ekki brot á musterissáttmálum.

  • Einstaklingur hefur verulegar mildandi aðstæður.

32.8.1

Persónuleg ráðgjöf

Eftirfarandi leiðbeiningar eiga við þegar biskup eða stikuforseti veitir meðlim ráðgjöf til að hjálpa honum eða henni að iðrast.

  • Biðjið einungis um nægjanlegar upplýsingar til að ákvarða (1) viðhorf meðlimsins til hinnar syndsamlegu hegðun og (2) eðli, tíðni og tímalengd hegðunarinnar. Biðjið ekki um upplýsingar umfram það sem er nauðsynlegt til að skilja aðstæður. Spyrjið ekki spurninga sem stafa af persónulegri forvitni.

  • Spyrið hvernig hegðunin hefur haft áhrif á aðra.

  • Einbeitið ykkur að jákvæðum aðstæðum sem eflir trú meðlimsins og skuldbindingu við Drottin. Hvetjið meðliminn til að grípa til sértækra aðgerða til að breyta eigin hegðun og eigin hjarta til að iðrast. Bjóðið honum eða henni að nálgast frelsarann, leita styrks hans og finna fyrir endurleysandi kærleika hans.

  • Hvetjið til uppbyggjandi athafna, eins og að biðja, læra ritningarnar og sækja kirkjusamkomur. Kennið að ættarsaga og musterisstarf geti dregið úr áhrifum andstæðingsins. Hvetjið meðliminn til að þjóna öðrum og miðla fagnaðarerindinu.

  • Hvetjið til þess að yfirbót sér gerð gagnvart þeim sem sköðuðust af syndinni og að beðið sé fyrirgefningar

  • Hvetjið til þess að horfið sé frá slæmum áhrifum. Hjálpaðu meðlimum að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til að standast sérstakar freistingar.

  • Viðurkennið að þið séuð kirkjulegir leiðtogar, ekki faglegir ráðgjafar. Auk ráðgjafarinnar sem þið veitið, gætu sumir meðlimir haft gagn af hegðunarráðgjöf. Sumir þjást af geðsjúkdómum. Ráðleggið meðlimum eftir þörfum að leita sér aðstoðar hæfra læknis- og geðheilbrigðisstarfsmanna (sjá 31.3.6).

  • Látið leiðast af bænaranda og leitið leiðsagnar andans áður en þið leggið til óformlegar aðildartakmarkanir. Sumir meðlimir gætu haft gagn af því að iðka forréttindi kirkjuaðildar á virkari hátt, fremur en að takmarka þau.

  • Fylgið eftir til að veita hvatningu, andlegan styrk og meta framfarir.

Eftir að meðlimur hefur játað fyrir biskupi eða stikuforseta, gæti eftirfylgniráðgjöf verið á nokkra vegu. Leiðtoginn sjálfur getur veitt hana. Eða, með leyfi meðlimsins, gæti hann falið öðrum ráðgjafa sínum að veita hana.

Með samþykki meðlimsins, getur biskup eða stikuforseti falið meðlimum öldungasveitar eða Líknarfélagsins að aðstoða á sérstakan hátt. Fyrir ungt fólk, getur hann falið forsætisráði Stúlknafélagsins eða leiðbeinendum Aronsprestdæmisins að aðstoða. Þeir sem falið er að aðstoða eiga rétt á innblæstri við að framfylgja því verkefni (sjá 4.2.6).

Þegar leiðtoginn felur einhverjum að aðstoða við eftirfylgniráðgjöf, gefur hann aðeins nauðsynlegar upplýsingar sem nægja til að hjálpa meðlimnum. Sá sem falið er verkefnið skal gæta trúnaðar. Hann eða hún upplýsir líka biskup um framfarir og þarfir meðlimsins.

Ljósmynd
biðjandi kona

32.8.2

Hjálpa fólki með ávanafíkn

Persónuleg ráðgjöf felur stundum í sér að hjálpa meðlimum að iðrast synda sem tengjast eða orsakast af ávanafíkn. Slík ávanafíkn gæti verið tengd efnum eða ýmiskonar hegðun. Ávanafíkn skaðar einstaklinga, hjónabönd og fjölskyldur. Biskupar geta ráðlagt meðlimum að leita sér aðstoðar hjá Batameðferð ávanafíknar sem kirkjan býður upp á og hjá hæfu læknis- og geðheilbrigðisstarfsfólki.

Notkun klámefnis er að verða sífellt algengari. Mikil notkun getur orðið að áráttu eða, í mjög sjaldgæfum tilvikum, ávanafíkn. Hvort sem notkun klámefnis er mikil eða lítil, þá er hún skaðlegt. Hún hrekur andann burt. Hún veikir getuna til að nota kraftinn sem fylgir því að halda sáttmála. Hún skaðar líka dýrmæt sambönd.

Persónuleg ráðgjöf og óformlegar takmarkanir eru yfirleitt fullnægjandi til að hjálpa einstaklingi að iðrast notkunar klámefnis. Kirkjuaðildarráð er yfirleitt ekki haft. Fyrir undantekningar, sjá þá 38.6.6 og 38.6.13. Fagleg ráðgjöf getur líka verið gagnleg.

Stikuforsetar og biskupar veita fjölskyldumeðlimum nauðsynlegan stuðngin. Þegar ráðgjöf er veitt ungmenni um notkun klámefnis, gætu foreldrar verið með. Þegar ráðgjöf er veitt giftum einstaklingi, gæti makinn verið með.

Fyrir frekari upplýsingar um að veita meðlimum ráðgjöf sem nota klámefni, sjá þá 38.6.13.

32.8.3

Óformlegar aðildartakmarkanir

Auk þess að hvetja til jákvæðra athafna í ráðgjöf, gætu biskup og stikuforseti ákveðið að takmarka einhver forréttindi kirkjuaðildar um tíma. Séu slíkar takmarkanir skynsamlega settar fram, geta þær hjálpað við iðrun og andlegar framfarir. Þær eru skilgreindar óformlegar því þeirra er ekki getið sem athugasemd í meðlimaskýrslu.

Óformlegar takmarkanir geta varað í nokkrar vikur, nokkra mánuði eða lengur, ef nauðsyn krefur, til að viðkomandi geti iðrast að fullu. Við óvenjulegar aðstæður gæti tíminn verið lengri en eitt ár.

Leiðtogar leita leiðsagnar andans við að ákveða hvaða takmarkanir gæti best hjálpað einstaklingi að iðrast. Þetta gæti falið í sér (en takmarkast ekki við) að fella niður þau forréttindi að þjóna í kirkjuköllun, iðka prestdæmið eða fara í musteri. Leiðtoginn gæti líka fellt niður þann rétt einstaklings að flytja ræðu, lexíu eða bæn á vettvangi kirkjunnar. Ef leiðtogi fellir niður þann rétt að fara í musterið, ógildir hann musterismeðmælin í Leader and Clerk Resources (LCR).

Að meðtaka sakramentið, er mikilvægur hluti iðrunar. Það ætti ekki að vera fyrsti takmarkanakostur fyrir iðrandi einstakling sem hefur sundurkramið hjarta og sáriðrandi anda. Aftur á móti, ef einstaklingur hefur drýgt alvarlega synd, gæti leiðtogi fellt þau niður um tíma.

Yfirleitt segja leiðtogar ekki öðrum frá óformlegum takmörkunum, nema þörf sé á þeirri vitneskju (sjá 32.12.2).

Biskupinn eða stikuforsetinn getur aflétt takmörkunum eins og andinn leiðbeinir þegar einstaklingur tekur ákveðnum framförum í einlægri iðrun. Ef meðlimurinn heldur endurtekið áfram að drýgja synd, gæti verið gagnlegt eða nauðsynlegt að hafa aðildarráð.


ÞJÓNUSTA KIRKJUAÐILDARRÁÐA


Kirkjuaðildarráð eru höfð þegar biskup eða stikuforseti ákveður að gagnlegt sé að hafa þau eða þegar reglur kirkjunnar gera kröfu um það (sjá 32.6). Þau eru höfð á stigi deildar, stiku, greinar, umdæmis eða trúboðs. Þessi hluti veitir upplýsingar um hvernig standa á að þeim.

32.9

Þátttaka og ábyrgð

Eftirfarandi tafla sýnir hverjir taka yfirleitt þátt í kirkjuaðildarráðum.

Þátttakendur í kirkjuaðildarráðum

Kirkjuaðildarráð deildar

Þátttakendur í kirkjuaðildarráðum

  • Einstaklingurinn sem kirkjuaðildarráðið er haft fyrir

  • Biskup og ráðgjafar hans

  • Deildarritari

  • Forseti öldungasveitar eða Líknarfélags (valkvætt; sjá 32.10.1)

Kirkjuaðildarráð stiku

Þátttakendur í kirkjuaðildarráðum

  • Einstaklingurinn sem kirkjuaðildarráðið er haft fyrir

  • Stikuforseti og ráðgjafar hans

  • Stikuritari

  • Háráðsmenn (í takmörkuðum aðstæðum, eins og útskýrt er í 32.9.2)

  • Biskup þess einstaklings sem kirkjuaðildarráðið er haft fyrir (valkætt; sjá 32.9.3)

  • Forseti öldungasveitar eða Líknarfélags (valkvætt; sjá 32.10.1)

32.9.1

Stikuforseti

Stikuforsetinn:

  • Hefur valdsumboð yfir kirkjuaðildarráðum í stiku; flest þessara kirkjuaðildarráða eru þó höfð af biskupi.

  • Verður að veita samþykki sitt áður en biskup getur haft kirkjuaðildarráð.

  • Hefur kirkjuaðildarráð í stiku, ef líklegt er að aðild karls eða konu sem hefur tekið á móti musterisgjöf verði afturkölluð.

  • Getur haft kirkjuaðildarráð, ef meðlimur áfrýjar ákvörðun kirkjuaðildarráðs deildar.

  • Verður að veita samþykki sitt áður en meðmælt ákvörðun kirkjuaðildarráðs deildar um afturköllun aðildar einstaklings án musterisgjafar verður endanleg.

32.9.2

Ábyrgð háráðs

Meðlimir háráðs taka yfirleitt ekki þátt í kirkjuaðildarráðum stiku. Háráð getur þó verið þátttakandi í erfiðum aðstæðum (sjá Kenning og sáttmálar 102: 2). Stikuforsætisráð getur til að mynda boðið háráði að taka þátt þegar:

  • Staðreyndir eru véfengdar.

  • Þeir auka gildi og jafnvægi.

  • Meðlimur óskar eftir þáttöku þeirra.

  • Meðlimur stikuforsætisráð eða fjölskylda hans á hlut að máli (sjá 32.9.7).

32.9.3

Biskup ( eða greinarforseti í stiku)

Biskupinn:

  • Hefur valdsumboð yfir kirkjuaðildarráðum.

  • Ráðfærir sig við stikuforseta og fær samþykki hans áður en aðilarráð er haft.

  • Má ekki hafa kirkjuaðildarráð, ef líklegt er að kirkjuaðild karls eða konu sem hefur tekið á móti musterisgjöf verði afturkölluð. Í þeim aðstæðum verður að hafa aðildarráð í stiku.

  • Gæti verið boði að koma í kirkjuaðildarráð stiku, þar sem verið er að endurskoða kirkjuaðild deildarmeðlims. Viðvera hans verður að vera samþykkt af stikuforseta og einstaklingnum.

Aðildarráð deildar eða greinar getur mælt með því að aðild einstaklings verði afturkölluð, ef hann eða hún hefur ekki meðtekið musterisgjöf. Samþykki stikuforseta er þó krafist áður en ákvörðun verður endanleg.

Stundum er aðildarráð í deild haft fyrir meðlim með musterisgjöf og í framvindunni kemur í ljós að aðilda hans eða hennar mun líklega verða afturkölluð. Í slíkum aðstæðum vísar biskup málinu til stikuforseta.

32.9.4

Trúboðsforseti

Trúboðsforsetinn:

  • Hefur valdsumboð yfir kirkjuaðildarráðum í túboði, greinum og umdæmum.

  • Verður að veita samþykki sitt áður en greinarforseti getur haft kirkjuaðildarráð.

  • Hefur kirkjuaðildarráð, ef líklegt er að kirkjuaðild karls eða konu sem hefur tekið á móti musterisgjöf verði afturkölluð. Ef tími og fjarlægð koma í veg fyrir þetta, getur hann falið öðrum ráðgjafa sínum að vera í forsæti aðildarráðs. Hann tilnefnir tvo Melkísedeksprestdæmishafa til að taka þátt.

  • Hefur kirkjuaðildarráð fyrir þau sem ekki hafa meðtekið musterisgjöf, þar sem það er mögulegt. Ef tími og fjarlægð koma í veg fyrir þetta, getur hann falið þremur Melkísedeksprestdæmishöfum að sjá um það. Í því tilviki, sjórnar yfirleitt umdæmisforseti eða greinarforseti kirkjuaðildarráðinu.

  • Getur haft kirkjuaðildarráð, ef meðlimur áfrýjar ákvörðun kirkjuaðildarráðs umdæmis eða greinar.

  • Hefur kirkjuaðildarráð, með samþykki aðalvaldhafa frá Trúboðsdeildinni, ef trúboði drýgir alvarlega synd á trúboðsakrinum (sjá 32.9.8). Hann fer líka yfir málið með meðlim í svæðisforsætisráðinu og ráðfærir sig við stikuforseta heimastiku trúboðans.

  • Verður að veita samþykki sitt áður en meðmælt ákvörðun kirkjuaðildarráðs greinar eða umdæmis um afturköllun aðildar einstaklings án musterisgjafar verður endanleg.

Ef trúboði játar alvarlega synd, sem hann eða hún drýgði áður en þjónað var í trúboði, hefur trúboðsforsetinn samband við fulltrúa Trúboðsdeildar á heimasvæði til að fá leiðsögn.

Þegar trúboðsforseti hefur kirkjuaðildarráð, tilnefnir hann tvo Melkísedeksprestdæmishafa sér til aðstoðar. Einungis í óvenjulegum aðstæðum, ætti hann að tilnefna unga trúboða sér til aðstoðar. Hann fylgir sömu framvindu og við kirkjuaðildarráð í stiku (sjá 32.10). Háráð eða umdæmisráð eru þó ekki þátttakendur.

32.9.5

Umdæmi eða greinarforseti í trúboð

Umdæmis- eða greinarforseti í trúboði, getur haft kirkjuaðildarráð þegar trúboðsforseti heimilar það. Umdæmisráð er ekki þátttakandi.

Aðildarráð umdæmis eða greinar getur mælt með því að aðild einstaklings verði afturkölluð, ef hann eða hún hefur ekki meðtekið musterisgjöf. Samþykki trúboðsforseta er þó krafist áður en ákvörðun verður endanleg.

32.9.6

Stiku- eða deildarritari

Stiku- eða deildarritarinn:

  • Geymir skriflegar athugasemdir kirkjuaðildarráðsins aðeins eins lengi og nauðsynlegt er til að senda eyðublaðið Greinargerð kirkjuaðildarráðs.

  • Útfyllir eyðublaðið ef hann er beðinn um það af þeim leiðtogum sem stjórnuðu kirkjuaðildarráðinu.

  • Tekur ekki þátt í umræðum eða ákvörðun í kirkjuaðildarráðinu.

32.9.7

Þátttaka í óvenjulegum aðstæðum

Ef ráðgjafi í stikuforsætisráði getur ekki tekið þátt í kirkjuaðildarráði, biður stikuforseti háráðsmann eða annan háprest að taka stöðu hans. Ef stikuforseti getur ekki tekið þátt, getur Æðsta forsætisráðið heimilað að annar ráðgjafi hans verði í forsæti í sinn stað.

Ef ráðgjafi í biskupsráði getur ekki tekið þátt í kirkjuaðildarráði, getur biskupinn beðið háprest í deildinni að taka stöðu sína. Ef biskup getur ekki tekið þátt, vísar hann málinu til stikuforseta, sem kallar saman aðildarráð stiku. Biskupi er ekki heimilt að tilnefna ráðgjafa til að kalla saman kirkjuaðildarráð.

Ef kirkjuaðildarráð er haft fyrir fjölskyldumeðlim biskups eða annars ráðgjafa hans, fer það fram á stikustigi. Ef það er haft fyrir fjölskyldumeðlim annars ráðgjafa stikuforseta, tilnefnir stikuforseti annan háprest til að taka stöðu ráðgjafans. Ef aðildarráð er haft fyrir fjölskyldumeðlim stikuforseta, ráðfærir hann sig við skrifstofu Æðsta forsætisráðsins.

Ef meðlimur mótmælir þátttöku biskups eða ráðgjafa hans, er kirkjuaðildarráðið haft á stikustigi. Ef meðlimur mótmælir þátttöku annars annars ráðgjafa stikuforseta, tilnefnir stikuforseti annan háprest til að taka stöðu ráðgjafans. Ef meðlimurinn mótmælir þátttöku stikuforseta, eða ef stikuforseta finnst hann ekki geta verið óhlutdrægur, ráðfærir hann sig við skrifstofu Æðsta forsætisráðsins.

32.9.8

Ákveða hvaða leiðtogi hefur kirkjuaðildarráð í sérstökum aðstæðum

Kirkjuaðildarráð eru næstum alltaf höfð innan marka þeirrar kirkjueiningar sem hefur að geyma meðlimaskýrslu einstaklingsins.

Stundum er kirkjuaðildarráð nauðsynlegt fyrir einstakling sem flytur. Ef flutningurinn er innan sömu stiku, ráðfærir stikuforsetinn sig við biskupa beggja deilda og ákveður hvar það skuli fara fram.

Ef meðlimurinn flytur út fyrir stikuna, eiga stikuforsetar beggja stika samráð og ákveða hvar kirkjuaðildarráðið skuli fara fram. Ef þeir ákveða að það skuli haft í fyrri deild eða stiku, er meðlimaskýrslan varðveitt í þeirri deild, þar til kirkjuaðildarráðinu er lokið. Að öðrum kosti, er skýrslan flutt í nýju deildina. Biskup eða stikuforseti upplýsir núverandi biskup eða stikuforseta meðlimsins í trúnaði um ástæðu þess að þörf er á kirkjuaðildarráði.

Stundum er kirkjuaðildarráð nauðsynlegt fyrir meðlim býr tímabundið fjarri heimili sínu. Kirkjuaðildarráð getur til að mynda verið nauðsynlegt fyrir námsmann eða meðlim í herþjónustu. Biskupinn þar sem meðlimurinn býr tímabundið getur veitt ráðgjöf og stuðning. Aftur á móti, ætti hann ekki að hafa kirkjuaðildarráð nema meðlimaskýrslan sé í deildinni hans og hann hefur ráðfært sig við biskup heimadeildarinnar.

Stundum drýgir trúboði alvarlega synd á trúboðsakrinum, sem kemur ekki í ljós fyrr en eftir aflausn hans eða hennar. Biskup og stikuforseti eiga samráð um það hvor þeirra eigi að hafa kirkjuaðildarráð. Annar þeirra ráðfærir sig við fyrrverandi trúboðsforseta, áður en hann hefur það.

32.10

Framvinda kirkjuaðildarráða

32.10.1

Tilkynna og undirbúa aðildarráð

Biskupinn eða stikuforsetinn afhentir meðlim skriflega tilkynningu um að aðildarráð verði haft vegna hans eða hennar. Hann undirritar bréfið. Það hefur að geyma eftirfarandi upplýsingar:

„[Biskupsráðið eða stikuforsætisráðið] mun hafa kirkjuaðildarráð vegna þín. Kirkjuaðildarráðið kemur saman [dagsetning ot tími] í [staður].

Kirkjuaðildarráðið mun taka til íhugunar [gerið almenna samantekt á hinni röngu breytni, en veitið ekki nákvæmar upplýsingar eða tilgreinið sönnunargögn].

Þér er boðið að koma á fund kirkjuaðildarráðs til að gera grein fyrir máli þínu. Þú getur komið með skrifaða yfirlýsingu frá einstaklingum sem gætu veitt viðeigandi upplýsingar. Þú gætir boðið þeim einstaklingum að tala máli þínu í kirkjuaðildarráðinu, ef stikuforseti eða biskup samþykkja þá. Þú gætir líka boðið [forseta Líknarfélags eða öldungasveitar] að koma til að veita stuðning.

Allir sem koma verða að vera fúsir til að hlíta hinu virðingarfulla hlutverki kirkjuaðildarráðsins, þar með talið framvindu þess og trúnaði. Lögráðgjafar og stuðningsaðilar umfram þá sem tilgreindir hafa verið að ofan, mega ekki vera viðstaddir.“

Síðasta málsgreinin gæti falið í sér tjáningu kærleika, vonar og umhyggju.

Leiðbeiningar um hverjum einstaklingnum er heimilt að bjóða að tala við kirkjuaðildarráðið, má finna í 32.10.3, númer 4.

Ef ekki er mögulegt að afhenta bréfið í eigin persónu, er hægt að senda það á skráð eða staðfest póstfang, með beiðni um endursendingu.

Biskupinn eða stikuforsetinn tímasetur kirkjuaðildarráð á þeim tíma sem best hentar einstaklingnum. Hann tryggir líka að tími hafi gefist til að fá yfirlýsingar frá þolendum um hina röngu breytni, ef þeir óska að gefa þær (sjá 32.10.2).

Biskupinn og stikuforsetinn býr meðliminn undir aðildarráðið með því að útskýra tilgang og framvindu þess. Hann útskýrir líka ákvarðanirnar sem kirkjuaðildarráðið gæti gæti tekið og niðurstöður þeirra. Ef meðlimur gefur játað, útskýrir leiðtoginn að nota þurfi játninguna í kirkjuaðildarráðinu.

32.10.2

Fá yfirlýsingu frá þolanda

Þegar meðlimur kirkjunnar er þolandi (til að mynda vegna sifjaspells, barnaofbeldis, makaofbeldis eða svika), hefur biskup eða stikuforseti samband við núverandi biskup eða stikuforseta þess einstaklings. Þessir leiðtogar ákveða hvort gagnlegt væri að gefa þolandanum kost á að gefa skriflega yfirlýsingu um hina röngu breytni og áhrif hennar. Slíkar yfirlýsingar mætti lesa á fundi kirkjuaðildarráðs (sjá 32.10.3, númer 3). Kirkjuleiðtogar hafa ekki valdsumboð til að hefja samskipti við þolendur sem ekki eru meðlimir kirkjunnar.

Öll samskipti við þolanda í þessum tilgangi fara fram af núverandi biskupi eða stikuforseta hans eða hennar. Ef þolandi gefur yfirlýsingu, afhentir þessi leiðtogi hana þeim biskupi eða stikuforseta sem hefur kirkjuaðildarráðið. Leiðtogar verða að gæta þess vandlega að valda ekki frekari áföllum. Sjá 32.4.3 vegna annars sem þarf að varast.

Allar fyrirspurnir um þolanda yngri en 18 ára, eru gerðar gegnum foreldra eða lögráðaaðila barnsins, nema það gæti sett þolandann í hættu.

Fyrir upplýsingar um biskupa og stikuforseta sem hljóta leiðbeiningar í tilfellum ofbeldis, sjá þá 32.4.5 og 38.6.2.1.

32.10.3

Stjórnun kirkjuaðildarráðs

Um leið og kirkjuaðildarráðið hefst, greinir biskupinn eða stikuforsetinn þátttakendum frá því fyrir hvern ráðið er og hver hin tilgreinda ranga breytni er. Ef þörf krefur, gerir hann grein fyrir framvindu kirkjuaðildarráðsins.

Ef einstaklingurinn er viðstaddur, er hann boðinn velkominn í herbergið. Ef biskupi hefur verið boðið að vera í kirkjuaðildarráði stiku, er honum líka boðið í herbergið á þessum tímapunkti. Ef einstaklingurinn bauð forseta Líknarfélags eða öldungasveitar deildarinnar að koma til að veita stuðning, er hún eða hann einnig velkominn í herbergið.

Biskupinn eða stikuforsetinn stjórna kirkjuaðildarráðinu í anda kærleika, eins og útskýrt er að neðan.

  1. Hann býður einhverjum að flytja inngangsbæn.

  2. Hann tilgreinir hina röngu breytni. Hann gefur einstaklingnum (ef hann er til staðar) tækifæri til að staðfesta, afneita eða útskýra þessa fullyrðingu.

  3. Ef meðlimurinn staðfestir hina röngu breytni, heldur biskup eða stikuforseti áfram í númer 5 að neðan. Ef meðlimurinn neitar henni, leggur biskup eða stikuforseti fram upplýsingar um hana. Það getur falið í sér að leggja fram áreiðanleg skjöl og lesa upp allar skriflegar yfirlýsingar þolenda (sjá 32.10.2). Ef hann les slíka yfirlýsingu, nafngreinir hann ekki þolandann.

  4. Ef meðlimur neitar hinni röngu breytni, getur hann eða hún komið upplýsingum á framfæri við kirkjuaðildarráðið. Þetta gæti verið á rituðu formi. Eða meðlimur gæti beðið einstaklinga sem veitt gætu viðeigandi upplýsingar að tala við kirkjuaðildarráðið, einn í einu. Slíkir einstaklingar ættu að vera kirkjumeðlimir, nema biskupinn eða stikuforsetinn hafi fyrirfram ákveðið að einhver sem ekki er meðlimur megi koma. Þeir bíða í aðskildu herbergi, þar til þeir eru beðnir að tala. Hver og einn þeirra yfirgefur herbergi kirkjuaðildarráðsins þegar hann eða hún hefur lokið sér af. Þeir verða að vera fúsir til að hlíta hinu virðingarfulla hlutverki kirkjuaðildarráðsins, þar með talið framvindu þess og trúnaði. Meðlimir mega ekki hafa með sér lögráðgjafa. Þeir mega heldur ekki hafa stuðningsaðila umfram þá sem tilgreindir hafa verið í annarri málsgrein í þessum hluta.

  5. Biskupinn eða stikuforsetinn mega spyrja meðliminn spurninga af háttvísi og virðingu. Hann getur líka spurt aðra einstaklinga spurninga, sem meðlimurinn hefur boðið að leggja fram upplýsingar. Ráðgjafar í biskupsráðinu eða stikuforsætisráðinu geta líka spurt spurninga. Allar spurningar ættu að vera stuttar og takmarkast við mikilvægar staðreyndir.

  6. Eftir að allar viðeigandi upplýsingar hafa verið kynntar, biður biskup eða stikuforseti meðliminn að fara úr herberginu. Ritarinn er líka beðinn að fara út, nema háráðið hafi tekið þátt í kirkjuaðildarráði stiku. Ef biskup meðlimsins er viðstaddur fyrir kirkjuaðildarráð stiku, er hann beðinn að fara út. Ef forseti Líknarfélags eða öldungasveitar er viðstaddur til að veita stuðning, er hún eða hann líka beðinn að fara út.

  7. Biskupinn eða stikuforsetinn biður ráðgjafa sína um að koma með athugasemdir eða veita skilning. Ef háráðið hefur tekið þátt í kirkjuaðildarráði stiku, biður hann þá um að koma með athugasemdir eða veita skilning.

  8. Með ráðgjöfum sínum, leitar biskupinn eða stikuforsetinn í bænaranda að vilja Drottins um málið. Aðeins stikuforsetinn og ráðgjafar hans eða biskupinn og ráðgjafar hans ættu að vera í herberginu á þessum tímapunkti. Ef háráðið tekur þátt í kirkjuaðildarráði, fer stikuforsætisráðið yfirleitt í skrifstofu stikuforsetans.

  9. Biskupinn eða stikuforsetinn segir ráðgjöfum sínum frá ákvörðun sinni og biður þá að styðja hana. Ef háráðið tekur þátt í kirkjuaðildarráði, fer stikuforsætisráðið aftur í herbergið og biður háráðið að styðja hana. Ef ráðgjafi eða háráðsmaður hefur aðra skoðun, hlustar biskup eða stikuforseti á hann og reynir að greiða úr ólíkum sjónarmiðum. Ákvörðunarbyrgð hvílir á ráðandi embættismanni.

  10. Hann býður einstaklingnum aftur í herbergið. Ef ritarinn var beðinn að fara út, er honum líka boðið að koma í herbergið. Ef biskup meðlimsins er viðstaddur fyrir kirkjuaðildarráð stiku, er hann líka beðinn að koma í herbergið. Ef forseti Líknarfélags eða öldungasveitar er viðstaddur til að veita stuðning, er henni eða honum líka boðið í herbergið.

  11. Biskupinn eða stikuforsetinn greina frá ákvörðun aðildarráðsins í anda kærleika. Ef ákvörðunin er að takmarka aðildarforréttindi eða afturkalla aðild einstaklingsins, útskýrir hann skilyrðin (sjá 32.11.3 og 32.11.4). Hann útskýrir hvernig vinna má að afléttun takmarkananna og veitir aðrar leiðbeiningar og ráðgjöf. Biskupinn eða stikuforsetinn getur gert hlé á kirkjuaðildarráðinu um tíma, til að leita sér frekari leiðsagnar fyrir lokaákvörðun. Sé raunin sú, útskýrir hann það.

  12. Hann útskýrir áfrýjunarrétt einstaklingsins (sjá 32.13).

  13. Hann býður einhverjum að flytja lokabæn.

Hvort sem einstaklingurinn er viðstaddur eður ei, gerir biskupinn eða stikuforsetinn honum grein fyrir ákvörðuninni, eins og útskýrt er í 32.12.1.

Engum þátttakanda í aðildarráði er heimilt að taka upp hljóð, mynd eða skrifa texta. Ritari getur skrifað athugasemdir varðandi tilgang þess að hafa til Greinargerð kirkjuaðildarráðs. Slíkar athugasemdir eiga þó ekki að vera nákvæm skráning eða handrit. Eftir að greinargerðin er lokið, eyðir hann öllum athugasemdum tímanlega.

32.11

Ákvarðanir frá kirkjuaðildarráðum

Ákvarðanir frá kirkjuaðildarráðum ættu að vera byggðar á leiðsögn andans. Þær ættu að endurspegla þá elsku og von sem frelsarinn býður þeim sem iðrast. Mögulegar ákvarðanir eru tilgreindar að neðan. Í þessum ákvarðanatökum, ættu leiðtogar að íhuga aðstæðurnar sem úrskýrðar eru í 32.7.

Að loknum öllum aðildarráðum, sendir biskupinn eða stikuforsetinn tímanlega eyðublaðið Greinargerð kirkjuaðildarráðs í LCR (sjá 32.14.1).

Mögulegar ákvarðanir frá kirkjuaðildarráðum eru útskýrðar í eftirtöldum greinum.

32.11.1

Haldast í góðu standi

Í sumum tilfvikum, getur einstaklingur verið saklaus og verið áfram í góðu standi. Í sumum tilfvikum, getur einstaklingur hafa drýgt syndina, iðrast einlæglega og verið áfram í góðu standi. Biskupinn eða stikuforsetinn geta veitt ráðgjöf og aðvaranir um framtíðaraðgerðir. Að aðildarráðinu loknu, heldur hann áfram að veita stuðning eins og þarf.

Ljósmynd
hjón sitja saman

32.11.2

Persónuleg ráðgjöf hjá biskupi eða stikuforseta

Í sumum kirkjuaðildarráðum, gætu leiðtogar ákveðið að meðlimurinn sé ekki í góðu standi – en að formlegar aðildartakmarkanir eigi ekki rétt á sér. Í slíkum tilvikum, getur aðildarráðið ákveðið að einstaklingurinn ætti að fá persónulega ráðgjöf og leiðréttingu hjá biskupi eða stikuforseta. Þessi ráðgjöf getur falið í sér óformlegar takmarkanir, eins og útskýrt er í 32.8.3.

Persónuleg ráðgjöf og óformlegar aðildartakmarkanir eru ekki valkostur þegar aðildarráð er haft vegna syndanna sem tilgreindar eru í 32.6.1.

32.11.3

Formlegar aðildartakmarkanir

Í sumum kirkjuaðildarráðum, gætu leiðtogar ákveðið að best sé að takmarka formlega kirkjuaðild einstaklings um tíma. Formlegar takmarkanir geta verið fullnægjandi fyrir allar syndir, að undanskildum þeim alvarlegustu, þar sem aðildarafturköllun ætti við (sjá 32.11.4).

Þeir sem hafa formlegar aðildartakmarkanir, eru áfram meðlimir kirkjunnar. Forréttindi kirkjuaðildar þeirra eru þó takmörkuð eins og hér segir:

  • Þeir mega ekki fara í musteri. Þeir mega þó áfram klæðast musterisklæðum, ef þeir hafa musterisgjöf. Ef meðlimurinn hefur musterismeðmæli, ógildir leiðtoginn þau í LCR.

  • Þeir mega ekki iðka prestdæmið.

  • Þeir mega ekki meðtaka sakramentið eða taka þátt í stuðningi embættismanna kirkjunnar.

  • Þeir mega ekki flytja ræðu, lexíu eða bæn á vettvangi kirkjunnar. Þeir mega ekki heldur þjóna í kirkjuköllunum.

Þeir eru hvattir til að sækja samkomur og viðburði kirkjunnar, ef hegðun þeirra er öguð. Þeir eru líka hvattir til að greiða tíund og fórnir.

Biskupinn eða stikuforsetinn gæti bætt við fleiri skilyrðum, eins og að halda sig frá klámefni og öðrum illum áhrifum. Hann bætir yfirleitt við jákvæðum skilyrðum. Í því gæti falist reglubundin kirkjusókn, reglubundnar bænir og lestur ritninganna og annars kirkjuefnis.

Ef forréttindi kirkjuaðildar einstaklings eru formlega takmörkuð, er þess getið á meðlimaskýrslunni.

Tími formlegra takmarkana er yfirleitt eitt ár í það minnsta, en geta varað lengur. Þegar meðlimurinn tekur sérstökum framförum með einlægri iðrun, hefur biskupinn eða stikuforsetinn annað aðildarráð, til að taka til íhugunar að aflétta þessum takmörkunum (sjá 32.16.1). Ef meðlimurinn heldur endurtekið áfram að drýgja synd, gæti leiðtoginn haft annað aðildarráð, til að íhuga aðrar ráðstafanir.

32.11.4

Afturköllun kirkjuaðildar

Í sumum kirkjuaðildarráðum, gætu leiðtogar ákveðið að best sé að afturkalla kirkjuaðild einstaklings um tíma (sjá Mósía 26:36; Alma 6:3; Moróní 6:7; Kenning og sáttmálar 20:83).

Afturköllun kirkjuaðildar einstaklings er krafist fyrir morð (eins og skilgreint er í 32.6.1.1) og fjölkvæni (eins og útskýrt er í 32.6.1.2). Þess er næstum alltaf krafist fyrir sifjaspell, eins og útskýrt er í 32.6.1.2 og 38.6.10.

Afturköllun kirkjuaðildar einstaklings getur líka verið nauðsynleg í eftirfarandi tilvikum, eins og andinn leiðbeinir:

  • Þeirra sem hegða sér á þann hátt að öðrum stafar ógn af þeim.

  • Þeirra sem hafa drýgt einkar alvarlegar syndir.

  • Þeirra sem ekki sýna iðrun vegna alvarlegra synda (sjá 32.7).

  • Þeirra sem drýgja alvarlegar syndir sem skaða kirkjuna.

Kirkjuaðildarráð greinar eða umdæmis getur mælt með því að aðild einstaklings sem ekki hefur meðtekið musterisgjöf verði afturkölluð. Samþykki stiku- eða trúboðsforseta er þó nauðsynleg áður en ákvörðun verður endanleg.

Þeir sem hafa verið sviptir kirkjuaðild með afturköllun, mega engra aðildarforréttinda njóta.

  • Þeir mega ekki fara í musteri eða klæðast musterisklæðum. Ef einstaklingurinn hefur musterismeðmæli, ógildir leiðtoginn þau í LCR.

  • Þeir mega ekki iðka prestdæmið.

  • Þeir mega ekki meðtaka sakramentið eða taka þátt í stuðningi embættismanna kirkjunnar.

  • Þeir mega ekki flytja ræðu, lexíu eða bænir á vettvangi kirkjunnar eða vera í forsvari kirkjuviðburðar. Þeir mega ekki heldur þjóna í kirkjuköllunum.

  • Þeir mega ekki greiða tíund og fórnir.

Þeir eru hvattir til að sækja samkomur og viðburði kirkjunnar, ef hegðun þeirra er öguð.

Þeir sem hafa verið sviptir kirkjuaðild með afturköllun, geta komið til álita fyrir aðildarendurnýjun með skírn og staðfestingu. Þeir þurfa að sýna einlæga iðrun, yfirleitt í eitt ár hið minnsta. Biskupinn eða stikuforsetinn hefur annað aðildarráð til að taka endurnýjun aðildar til íhugunar (sjá 32.16.1).

Ákvarðanir og niðurstöður kirkjuaðildarráðs

Ákvarðanir

Niðurstöður

Ákvarðanir

Haldast í góðu standi (sjá 32.11.1)

Niðurstöður

  • Engar

Ákvarðanir

Persónuleg ráðgjöf hjá biskupi eða stikuforseta (sjá 32.11.2)

Niðurstöður

  • Gætu haft einhver forréttindi kirkjuaðildar takmörkuð.

  • Takmarkanir vara yfirleitt skemur en í eitt ár; í óvenjulegum aðstæðum, gætu þær varað lengur.

  • Óformlegum takmörkunum er aflétt eftir einlæga iðrun.

  • Aðgerð er ekki skráð í meðlimaskýrsluna.

Ákvarðanir

Formlegar aðildartakmarkanir (sjá 32.11.3)

Niðurstöður

  • Forréttindi aðildar eru formlega takmörkuð.

  • Takmarkanir vara yfirleitt í að minnsta kosti eitt ár, en geta varað lengur.

  • Aðgerð er skráð í meðlimaskýrsluna.

  • Formlegum takmörkunum er aflétt eftir einlæga iðrun, kirkjuaðildarráð og, ef nauðsynlegt er, samþykki Æðsta forsætisráðsins.

  • Athugasemd á meðlimaskýrslu er fjarlægð, ef takmörkunum er aflétt eftir aðildarráð (nema þær athugasemdir sem krafist er; sjá 32.14.5).

Ákvarðanir

Afturköllun kirkjuaðildar (sjá 32.11.4)

Niðurstöður

  • Allar helgiathafnir eru endurheimtar.

  • Öll aðildarforréttindi eru afturkölluð, yfirleitt í ár hið minnsta.

  • Einstaklingur er hæfur til endurnýjunar kirkjuaðildar með skírn og staðfestingu, einungis eftir einlæga iðrun, kirkjuaðildarráð og, ef nauðsynlegt er, samþykkt Æðsta forsætisráðsins (sjá 32.16).

  • Einstaklingur sem áður hefur meðtekið musterisgjöf er einungis hæfur til að endurheimta blessanir með samþykki Æðsta forsætisráðsins og eftir að minnst heilt ár hefur liðið frá aðildarendurnýjun (sjá 32.17.2).

  • Hvað einstakling varðar sem áður hefur meðtekið musterisgjöf, verður athugasemdin „Endurheimt blessana krafist“ einungis fjarlægð úr meðlimaskýrslu eftir að helgiathöfnin hefur verið framkvæmd (athugasemdir sem krafa er gerð um verða áfram; sjá 32.14.5).

32.11.5

Spurningar um ákvarðanatöku erfiðra mála

Biskupar vísa spurningum um leiðbeiningar fyrir kirkjuaðildarráð í handbókinni til stikuforseta.

Í erfiðum málum gæti stikuforseti ráðfært sig við sinn úthlutaða svæðishafa Sjötíu. Stikuforseti verður að ráðfæra sig við svæðisforsætisráð í málum útskýrðum í 32.6.3. Stikuforsetinn ætti þó að spyrja svæðishafa Sjötíu eða aðalvaldhafa að því hvernig útkljá skuli erfið mál. Stikuforsetinn ákveður hvort kirkjuaðildarráð sé haft til að fjalla um breytnina. Ef kirkjuaðildarráð er haft, ákveður stikuforseti eða biskup niðurstöðuna.

32.11.6

Valdsumboð Æðsta forsætisráðsins

Æðsta forsætisráðið hefur lokaúrskurðarvald allra takmarkana og afturköllunar kirkjuaðildar.

32.12

Athugasemdir og tilkynningar

Ákvörðun kirkjuaðildarráðs er tilkynnt einstaklingnum – og öðrum, eins og nauðsyn krefur – líkt og útskýrt er að neðan.

32.12.1

Tilkynna einstaklingi um ákvörðunina

Biskupinn eða stikuforsetinn segir yfirleitt einstaklingnum frá niðurstöðu kirkjuaðildarráðs þegar því lýkur. Hann getur gert hlé á kirkjuaðildarráðinu um tíma, til að leita sér frekari leiðsagnar eða upplýsinga áður en hann tekur ákvörðun.

Kirkjuaðildarráð greinar eða umdæmis getur mælt með því að aðild einstaklings sem ekki hefur meðtekið musterisgjöf verði afturkölluð. Samþykki stiku- eða trúboðsforseta er þó nauðsynleg áður en ákvörðun verður endanleg.

Biskupinn eða stikuforsetinn útskýra áhrif ákvörðunarinnar, eins og útskýrt er í 32.11. Yfirleitt veitir hann líka ráðgjöf um skilyrði iðrunar, svo mögulegt sé að aflétta takmörkunum eða endurnýja kirkjuaðild einstaklingsins.

Biskupinn eða stikuforsetinn afhentir einstaklingnum tímanlega skrifaða tilkynningu um ákvörðunina og áhrif hennar. Þessi tilkynning er almenn yfirlýsing um að gripið hefði verið til aðgerðarinnar til að bregðast við háttsemi sem er andstæð lögmálum og reglum kirkjunnar. Hún felur líka í sér ráðgjöf um það hvernig aflétta má aðildartakmörkunum eða endurnýja kirkjuaðild. Hún ætti að kunngera einstaklingnum að hann eða hún getur áfrýjað ákvörðuninni (sjá 32.13).

Ef einstaklingur mætir ekki í kirkjuaðildarráð, getur skrifuð tilkynning verið nægjanleg til að upplýsa hann eða hana um ákvörðunina. Biskupinn eða stikuforsetinn getur átt samfund með einstaklingnum.

Biskupinn eða stikuforsetinn lætur einstaklingnum ekki í té afrit af eyðublaðinu Greinargerð kirkjuaðildarráðs.

32.12.2

Upplýsa aðra um ákvörðun

Ef biskup eða stikuforseti takmarkar óformlega aðildarforréttindi einstaklings í persónulegri ráðgjöf, upplýsir hann venjulega engan annan um það (sjá 32.8.3). Aftur á móti, hafa þessir leiðtogar samskipti sín á milli um óformlegar takmarkanir þegar þeir hjálpa meðlimum.

Ef forréttindi kirkjuaðild einstaklings eru takmörkuð eða afturkölluð í kirkjuaðildarráði, segir biskupinn eða stikuforsetinn aðeins þeim frá ákvörðuninni sem þurfa að fá þá vitneskju. Eftirfarandi leiðbeiningar eiga við.

  • Hann íhugar þarfir þolendanna og mögulegra þolenda og tilfinningar fjölskyldu einstaklingsins.

  • Hann kunngerir ekki ákvörðunina, ef einstaklingurinn áfrýjar henni. Hann ætti þó kunngert að henni hafi verið áfrýjað, ef honum finnst nauðsynlegt að vernda mögulega þolendur. Hann getur líka kunngert hana til að stuðla að lækningu þolenda (þótt hann gefi ekki upp nöfn þolenda) eða til að vernda gott orð kirkjunnar.

  • Biskupinn kunngerir deildarráðsmeðlimum ákvörðunina í trúnaði, eftir þörfum. Þetta er til að upplýsa leiðtoga sem gætu talið einstaklinginn hæfan fyrir kallanir, kennslu lexía eða bæna- eða ræðuflutning. Það er líka til að hvetja leiðtoga til að veita meðlimnum og fjölskyldu hans eða hennar umhyggju og stuðning.

  • Að fengnu samþykki stikuforsetans, getur biskupinn komið ákvörðuninni á framfæri á öldungasveitar- og Líknarfélagsfundum deildar sinnar, ef aðstæður fela í sér:

    • Ógnvænlegt atferli sem öðrum stafar hætta af.

    • Kennslu falskenninga eða einhvers fráhvarfsefnis.

    • Augljósar syndir eins og að iðka fjölkvæni eða nota sértrúarkenningar til að laða að fylgi.

    • Opinbert andóf gegn gjörðum eða kenningum aðalleiðtoga eða staðarleiðtoga kirkjunnar.

  • Í slíkum tilvikum, gæti stikuforsetinn líka þurft að heimila samskipti við meðlimi annarra deilda og stika.

  • Í sumum tilvikum, gæti biskupnum eða stikuforsetanum fundist gagnlegt að kunngera sumum eða öllum þolendum og fjölskyldum þeirra að kirkjuaðildarráð hafi verið haft vegna einstaklingsins. Hann gerir þetta gegnum biskup eða stikuforseta þeirra.

  • Ef ógnvænlegar tilhneigingar einstaklings stofnar öðrum í hættu, gæti biskupinn eða stikuforsetinn sett fram aðvaranir til að stuðla að verndun annarra. Hann gefur ekki upp trúnaðarupplýsingar og er ekki með getgátur.

  • Í öllum öðrum tilvikum, takmarkar biskupinn eða stikuforsetinn öll samskipti við almenna yfirlýsingu. Hann segir einfaldlega að forréttindi kirkjuaðildar einstaklingsins hafi verið takmörkuð eða afturkölluð, vegna háttsemi sem er andstæð lögmálum og reglum kirkjunnar. Hann biður viðstadda að ræða þetta ekki. Hann spyr ekki hvort viðstaddir styðji eða séu á móti aðgerðinni.

  • Ef meðlimur er í góðu standi eftir kirkjuaðildarráð (sjá 32.11.1), getur biskupinn eða stikuforsetinn kunngert það til að slá á orðróm.

32.12.3

Miðlun uppsagnar kirkjuaðildar

Í sumum tilvikum, gæti biskup þurft að kunngera í kirkju að einstaklingur hafi sagt upp kirkjuaðild sinni (sjá 32.14.9). Biskupinn greinir ekki frá neinum öðrum upplýsingum.

32.13

Áfrýjun ákvörðunar

Meðlim er mögulegt að áfrýja ákvörðun kirkjuaðildarráðs deildar til stikuforseta innan 30 daga. Stikuforsetinn hefur kirkjuaðildarráð stiku til að fjalla um áfrýjunina. Hann getur líka beðið biskup að hafa kirkjuaðildarráð aftur og taka ákvörðun til íhugunar, einkum ef fram koma nýjar upplýsingar.

Meðlim er mögulegt að áfrýja ákvörðun aðildarráðs stiku með því að skrifa bréf til Æðsta forsætisráðsins innan 30 daga. Meðlimurinn afhentir stikuforseta bréfið til að senda til Æðsta forsætisráðsins.

Í trúboði er meðlim mögulegt að áfrýja ákvörðun kirkjuaðildarráðs deildar eða umdæmis til trúboðsforseta innan 30 daga. Trúboðsforsetinn heldur kirkjuaðildarráð til að fjalla um áfrýjunina. Ef tími og fjarlægð koma í veg fyrir að hann geti gert þetta, fer hann eftir leiðbeiningunum í 32.9.4.

Ef trúboðsforsetinn stjórnar kirkjuaðildarráðinu, er meðlimnum mögulegt að áfrýja ákvörðuninni með því að skrifa bréf til Æðsta forsætisráðsins innan 30 daga. Meðlimurinn afhentir trúboðsforseta bréfið til að senda til Æðsta forsætisráðsins.

Einstaklingur sem áfrýjar ákvörðun tilgreinir í skrifuðu máli hin meintu mistök eða ósanngirni í málsmeðferð eða ákvörðun.

Ef kirkjuaðildarráði er gert að taka áfrýjun til efnismeðferðar, er önnur af tveimur ákvörðunum möguleg:

  • Láta upphaflegu ákvörðunina gilda.

  • Breyta upphaflegu ákvörðuninni.

Ákvarðanir Æðsta forsætisráðsins eru endanlegar og þeim er ekki hægt að áfrýja aftur.

32.14

Greinargerðir og meðlimaskýrslur

32.14.1

Greinargerð um kirkjuaðildarráð

Að loknum öllum kirkjuaðildarráðum, sendir biskupinn eða stikuforsetinn tímanlega eyðublaðið Greinargerð kirkjuaðildarráðs í LCR. Hann beðið ritara að hafa til greinargerðina. Hann gætir þess vandlega að engin afrit eyðublaðisns, hvorki á pappír eða rafrænu formi, séu varðveitt á heimasvæði. Hann gætir þess líka að öllum athugasemdum við gerð greinargerðarinnar sé eytt tímanlega.

32.14.2

Formlegar takmarkanir kirkjuaðildar

Athugasemd um formlegar takmarkanir kirkjuaðildar er skráð í meðlimaskýrslu einstaklings. Höfuðstöðvar kirkjunnar skrá þessa athugasemd eftir að hafa fengið í hendur Greinargerð kirkjuaðildarráðs. Þegar meðlimur hefur iðrast, verða leiðtogar að hafa annað kirkjuaðildarráð til að taka til íhugunar að aflétta þessum takmörkunum (sjá 32.16.1).

32.14.3

Skýrslur eftir afturköllun kirkjuaðildar einstaklings

Ef kirkjuaðild einstaklings er afturkölluð, fjarlægja höfuðstöðvar kirkjunnar meðlimaskýrsluna, eftir að hafa fengið í hendur Greinargerð kirkjuaðildarráðs. Ef einstaklingur óskar eftir því, hjálpa leiðtogar honum eða henni að búa sig undir endurnýjun kirkjuaðildar með skírn og staðfestingu (sjá 32.16.1).

32.14.4

Skýrslur eftir endurnýjun kirkjuaðildar

Eftir að kirkjuaðild einstaklings er endurnýjuð, sendir biskup eyðublaðið Greinargerð kirkjuaðildarráðs. Skírnar- og staðfestingarvottorð er ekki búið til. Skírnin og staðfestingin eru öllu heldur skráð á eyðublaðið Greinargerð kirkjuaðildarráðs.

Ef meðlimurinn var ekki með musterisgjöf, gefa höfuðstöðvar kirkjunnar út meðlimaskýrslu sem sýnir dagsetningar upphaflegrar skírnar hans og annarra helgiathafna. Í skýrslunni er ekkert getið um afturköllun kirkjuaðildar.

Ef meðlimur var með musterisgjöf, uppfæra höfuðstöðvar kirkjunnar meðlimaskýrsluna, til að sýna hina nýju skírn og staðfestingu. Í þessari skýrslu er líka athugasemdin „Endurreisn blessana krafist.“ Eftir að blessanir meðlims eru endurreistar (sjá 32.17.2) er meðlimaskýrslan uppfærð til að sýna dagsetningar hinnar nýju skírnar og staðfestingar og annarra helgiathafna. Í henni er ekkert getið um afturköllun kirkjuaðildar.

32.14.5

Meðlimaskýrslur með athugasemdum

Eins og tilmæli Æðsta forsætisráðsins kveða á um, þá skrá höfuðstöðvar kirkjunnar athugasemd í meðlimaskýrslu einstaklings í öllum neðangreindum tilvikum.

  1. Biskup eða stikuforseti sendir eyðublaðið Greinargerð kirkjuaðildarráðs sem kveður á um að kirkjuaðild einstaklingsins hafi verið formlega takmörkuð eða afturkölluð, vegna einhverrar eftirfarandi háttsemi:

    1. Sifjaspell

    2. Kynferðislegt ofbeldi gegn barni eða ungmenni, kynferðisleg hagnýting á barni eða ungmenni eða alvarlegt líkamlegt eða tilfinningalegt ofbeldi gegn barni eða ungmenni

    3. Aðild að barnaklámi, eins og útskýrt er í 38.6.6

    4. Fjölkvæni

    5. Kynferðisleg ofbeldishegðun fullorðinna

    6. Kynskipti – aðgerð til að skipta yfir í andstætt líffræðilegt kyn einstaklings við fæðingu (sjá 38.6.23).

    7. Svíkja út kirkjufé eða stela eigum kirkjunnar (sjá 32.6.3.3)

    8. Misnotkun velferðarkerfis kirkjunnar

    9. Ógnvænlegt atferli (ofbeldi, kynferðislegt eða tengt fjármálum) eða hegðun sem skaðar kirkjuna

  2. Biskupinn og stikuforsetinn senda skrifaða athugasemd um að einstaklingurinn:

    1. Hafi játað eða verið sakfelldur fyrir glæp sem tengist einu atferlanna að ofan.

    2. Hafi verið fundinn ábyrgur í einkamáli, vegna svika eða annarra ólöglegra athafna sem tengist einu atferlanna að ofan.

Þegar biskup fær í hendur meðlimaskýrslu sem hefur slíka athugasemd, fer hann eftir leiðbeiningum athugasemdarinnar.

Einungis Æðsta forsætisráðið getur heimilað að athugasemd sé fjarlægð úr meðlimaskýrslu. Ef stikuforsetinn mælir með því að athugasemd sé fjarlægð, notar hann LCR (sjá 6.2.3). Æðsta forsætisráðið tilkynnir honum hvort meðmælin séu samþykkt eða ekki.

32.14.6

Tilkynna þjófnað á kirkjufé

Ef kirkjuaðild einstaklings er takmörkuð eða afturkölluð vegna fjárdráttar á kirkjufé, tilkynnir biskupinn eða stikuforsetinn það, eins og útskýrt er í 34.7.5.

32.14.7

Fjarlægja takmarkanir í meðlimaskýrslum

Stundum flytur meðlimur meðan aðildaraðgerð eða annað alvarlegt mál eru fyrirhuguð. Stundum þarf biskupinn að miðla hinum nýja biskupi upplýsingum áður en hann sendir meðlimaskýrsluna til hinnar nýju einingar. Í slíkum tilvikum, getur biskupinn (eða ritari, ef umbeðinn) sett flutningshöft á meðlimaskýrslu. Skýrslan verður áfram í einingunni, þar til biskupinn (eða ritari, umbeðinn), afléttir höftunum. Það gerir biskupnum mögulegt að eiga samskipti varðandi upplýsingar.

32.14.8

Meðlimaskýrslur þeirra sem eru vistaðir í fangelsi

Sumir meðlimir hafa verið dæmdir fyrir glæp og eru vistaðir í fangelsi. Biskup eða stikuforseti einingarinnar þar sem einstaklingurinn bjó þegar glæpurinn var framinn, heldur áfram með alla nauðsynlega framvindu fyrir formlegar takmarkanir eða afturköllun kirkjuaðildar. Ef forréttindi kirkjuaðildar voru takmörkuð, sendir leiðtoginn (eða ritarinn ef umbeðinn) meðlimaskýrsluna til einingarinnar sem ábyrg er fyrir staðnum þar sem einstaklingurinn er vistaður. Ef kirkjuaðild var afturkölluð, hefur biskupinn eða stikuforsetinn samband við leiðtoga þeirrar einingar. (Sjá 32.15.)

32.14.9

Umsóknir um uppsögn kirkjuaðildar

Ef meðlimur fer fram á uppsögn kirkjuaðildar sinnar, hefur biskupinn samband við hann til að komast að því hvort hann sé fús til að ræða málið og reyna að greiða úr því. Biskupinn og meðlimurinn geta líka ráðfært sig við stikuforsetann. Leiðtoginn gætir þess að meðlimurinn skilji eftirfarandi afleiðingar uppsagnar kirkjuaðildar:

  • Hún ógildir allar helgiathafnir.

  • Hún afnemur öll forréttindi kirkjuaðildar.

  • Endurnýjun kirkjuaðildar með skírn og staðfestingu, getur einungis átt sér stað gegnum viðtal og, í mörgum tilvikum, aðildarráð (sjá 32.16.2).

  • Einstaklingur sem áður hefur meðtekið musterisgjöf, er einungis hæfur til hljóta prestdæmið og musterisblessanir með samþykki Æðsta forsætisráðsins og eftir að minnsta kosti heilt ár hefur liðið frá aðildarendurnýjun (sjá 32.17.2).

Ef meðlimurinn vill áfram segja upp kirkjuaðild sinni, afhentir hann biskupnum skrifaða og undrritaða beiðni. Biskupinn sendir beiðnina til stikuforsetans í LCR. Stikuforsetinn yfirfer síðan og sendir beiðnina í því kerfi. Leiðtogar ættu að bregðast tímanlega við beiðnum.

Einstaklingur getur líka sagt upp kirkjuaðild með því að senda undirritaða, vottfesta beiðni til höfuðstöðva kirkjunnar.

Ólögráða einstaklingur sem vill segja upp kirkjuaðild sinni, fylgir sömu framvindu og fullorðinn, með einni undantekningu: beiðnina ætti hinn ólögráða að undirrita (ef eldri en 8 ára) og líka foreldri/ar eða forsjáraðili/ar sem hafa löglegt forræði yfir hinum ólögráða.

Ef meðlimur sem segir upp kirkjuaðild hótar að lögsæka kirkjuna eða leiðtoga hennar, fer stikuforsetinn eftir leiðbeiningunum í 38.823.

Bregðast ætti við beiðni um uppsögn kirkjuaðildar, jafnvel þótt prestdæmisleiðtogar hafi upplýsingar um alvarlega synd. Allar upplýsingar um óleystar syndir eru kunngerðar þegar beiðni er send í LCR. Það gerir prestdæmisleiðtogum mögulegt að leysa slík mál í framtíðinni, ef einstaklingurinn sækir um endurnýjun kirkjuaðildar (sjá 32.16.2).

Prestdæmisleiðtogi ætti ekki að mæla með uppsögn kirkjuaðildar til að komast hjá því að hafa aðildarráð.

Leiðtogar halda áfram að þjóna þeim sem segja upp kirkjuaðild sinni, nema þeir óski eftir engum samskiptum.


ENDURHEIMT FORRÉTTINDA KIRKJUAÐILDAR


Ef forréttindi kirkjuaðildar einstaklings hafa verið takmörkuð eða afturkölluð, veita leiðtogar honum ráðgjöf, vináttu og stuðning, eins og einstaklingurinn leyfir. Þessi hluti útskýrir hvernig mögulegt er að endurheimta þessi forréttindi.

32.15

Halda áfram þjónustu

Hlutverk biskupsins eða stikuforsetans sem almenns dómara tekur ekki enda þegar kirkjuaðild meðlims hefur verið takmörkuð eða afturkölluð. Hann heldur áfram að þjóna einstaklingnum, eins og hann leyfir, svo að hann eða hún megi aftur njóta blessana kirkjuaðildar. Biskupinn hittir einstaklinginn reglubundið og maka hans eða hennar, ef það gagnlegt og viðeigandi. Frelsarinn kenndi Nefítunum:

„Þó skuluð þér ekki vísa honum út úr … bænastöðum [ykkar], því að slíkum skuluð þér halda áfram að þjóna. Því að þér vitið ekki, nema þeir snúi til baka og iðrist og komi til mín í einlægum ásetningi, og ég mun gjöra þá heila. Og þér skuluð vera tæki til að færa þeim sáluhjálp“ (3. Nefí 18:32).

Tíminn strax í kjölfar þess að aðild einstaklings hefur verið takmörkuð eða afturkölluð er erfiður og mikilvægur fyrir fjölskyldu hans eða hennar. Leiðtogar ættu að vera næmir á þær þarfir og hvetja og aðstoða fjölskyldumeðlimi.

Biskup tryggir að umhyggjusamir meðlimir séu tilnefndir til að þjóna einstaklingi sem hefur þurft að sæta takmörkunum eða afturköllun aðildar, eins og einstaklingurinn leyfir. Þeir þjóna líka öðrum fjölskyldumeðlimum. Einstaklingar með aðildartakmarkanir gætu haft gagn af því að taka þátt í skráningu (sjá 25.4.3).

Ef einstaklingurinn flytur frá deildinni, upplýsir biskupinn nýja biskupinn og útskýrir hvað enn á eftir að gera áður en mögulegt er að aflétta takmörkunum kirkjuaðildar. Ef kirkjuaðild einstaklingsins var afturkölluð eða einstaklingurinn sagði upp kirkjuaðild, á biskupinn þessi sömu samskipti, ef einstaklingurinn hefur samþykkt að njóta aðstoðar kirkjuleiðtoga.

32.16

Aflétta formlegum takmörknum eða endurnýja kirkjuaðild

32.16.1

Aðildarráð til að aflétta formlegum takmörknum eða endurnýja aðild einstaklings

Þegar aðildarforréttindi eru takmörkuð eða afturkölluð í aðildarráði, er nauðsynlegt að annað aðildarráð sér haft til að taka til íhugunar að aflétta takmörkunum eða endurnýja kirkjuaðild einstaklingsins. Þetta aðildarráð ætti líka að hafa sama valdstig (eða hærra) og upphaflega kirkjuaðildarráðið. Ef til að mynda stiku- eða trúboðsforseti var í forsæti upphaflega kirkjuaðildarráðsins, þá skal stiku- eða trúboðsforseti vera í forsæti aðildarráðs til að taka til íhugunar að aflétta takmörkunum eða endurnýja aðild einstaklingsins.

Núverandi biskup eða stikuforseti hefur aðildarráðið. Hann gætir þess fyrst að einstaklingurinn hafi iðrast og sé albúinn og verðugur til að njóta blessana kirkjuaðildar.

Þeir sem takast á við formlegar takmarkanir kirkjuaðildar, þurfa yfirleitt að sýna einlæga iðrun í að minnsta kosti eitt ár áður en tekið er til íhugunar að aflétta takmörkunum. Þeir sem takast á við afturköllun kirkjuaðildar, þurfa næstum alltaf að sýna einlæga iðrun í að minnsta kosti eitt ár áður en endurnýjun kirkjuaðildar þeirra er tekin til íhugunar. Hvað meðlim varðar sem gegndi mikilsmetinni kirkjustöðu á þeim tíma sem alvarleg synd var drýgð, er tímabilið yfirleitt lengra (sjá 32.6.1.4).

Aðildarráð sem tekur til íhugunar að aflétta takmörkunum eða endurnýja kirkjuaðild fylgir sömu leiðbeiningum og önnur kirkjuaðildarráð. Biskupinn þarf samþykki stikuforseta til að hafa kirkjuaðildarráð. Í trúboði þarf greinar- eða umdæmisforseti samþykki trúboðsforseta.

Eftirfarandi leiðbeiningar eiga við um þegar hafa á kirkjuaðildarráð til að taka til íhugunar að aflétta takmörkunum kirkjuaðildar eða endurnýja kirkjuaðild einstaklings. Ekki er víst að allar þessar leiðbeiningar eigi við í hverju tilviki.

  1. Fara yfir hið upphaflega kirkjuaðildarráð. Biskup eða stikuforseti fer yfir eyðublaðið Greinargerð kirkjuaðildarráðs. Hann biður um afrit í LCR. Eftir að hafa skoðað eyðublaðið, getur hann haft samband við biskup eða stikuforseta, þar sem kirkjuaðildarráðið var fyrst haft, til að leita skýringa.

  2. Hafa viðtal við einstaklinginn. Biskupinn eða stikuforsetinn á ítarlegt viðtal við einstaklinginn, til að ákveða styrkleika trúar hans eða hennar á Jesú Krist og einlægni iðrunar. Hann ákveður einnig hvort viðkomandi hafi uppfyllt þau skilyrði sem útskýrð voru í upphafsaðgerðinni.

  3. Ákvarða stöðu sakamála eða einkamála. Stundum hefur einstaklingur viðurkennt eða verið dæmdur fyrir glæp. Stundum hefur einstaklingur verið fundinn ábyrgur í einkamáli, vegna svika eða annarra ólöglegra athafna. Í slíkum tilfellum, hefur leiðtoginn yfirleitt ekki aðildarráð fyrr en einstaklingurinn hefur uppfyllt öll skilyrði refsingar, tilskipunar eða dómskvaðningar lagayfirvalda. Þessi skilyrði geta falið í sér varðhald, reynslutíma, skilorð, skilorð og sektir eða endurgreiðslur. Undantekningar krefjast samþykkis Æðsta forsætisráðsins, áður en aðildarráð kemur saman. Þessar undantekningar gætu falið í sér einhvern sem hefur uppfyllt lagaskilyrði og sýnt einlæga iðrun, en er á lífstíðarskilorði eða greiðir háar sektir.

  4. Hafa samband við prestdæmisleiðtoga þolendanna. Biskupinn eða stikuforsetinn hefur samband við núverandi biskup eða stikuforseta hvers þolanda (sjá 32.10.2).

  5. Tilkynna um aðildarráðið. Látið einstaklinginn vita um dag, tíma og stað aðildarráðsins.

  6. Stjórnun aðildarráðs. Hann stjórnar aðildarráðinu, samkvæmt leiðbeiningunum í 32.10.3. Hann spyr einstaklinginn að því hvað hann eða hún hefur gert til að iðrast. Hann spyr líka um skuldbindingu hans eða hennar við Jesú Krist og kirkjuna. Þegar öll viðeigandi mál hafa verið tekin fyrir, biður hann meðliminn að fara út. Hann biðst fyrir með ráðgjöfum sínum og íhugar hvaða aðgerð skuli grípa til. Þrjár ákvarðanir eru mögulegar:

    1. Halda áfram takmörkunum eða afturköllun aðildar.

    2. Aflétta takmörkunum eða heimila aðildarendurnýjun.

    3. Mæla með því við Æðsta forsætisráðið að heimila afléttun takmarkana eða endurnýjun aðildar (ef nauðsynlegt þá samkvæmt „Sækja um samþykki Æðsta forsætisráðsins“ að neðan).

  7. Miðla ákvörðuninni. Ef aðildarráð tekur ákvörðun, kunngerir ráðandi embættismaður hana einstaklingnum. Ef samþykki Æðsta forsætisráðsins er nauðsynlegt, útskýrir hann að mælt verði með ákvörðuninni við Æðsta forsætisráðið.

  8. Senda greinargerð. Biskupinn eða stikuforsetinn sendir eyðublaðið Greinargerð kirkjuaðildarráðs í LCR. Hann getur beðið ritara að hafa til þessa greinargerð. Hann gætir þess að engin afrit eyðublaðsins, hvorki á pappír eða rafrænu formi, séu varðveitt á heimasvæði. Hann gætir þess líka að öllum athugasemdum við gerð greinargerðarinnar sé eytt tímanlega.

  9. Sækja um samþykki Æðsta forsætisráðsins (ef nauðsynlegt er). Í eftirfarandi aðstæðum er samþykki Æðsta forsætisráðsins nauðsynlegt til að aflétta formlegum takmörknum kirkjuaðildar eða endurnýja kirkjuaðild einstaklings. Samþykkisins er krafist, jafnvel þótt háttsemin hafi átt sér stað eftir að kirkjuaðild var formlega takmörkuð eða afturkölluð.

    Stikuforsetinn sendir einungis umsókn til Æðsta forsætisráðsins, ef hann mælir með samþykki (sjá 6.2.3).

    1. Morð

    2. Sifjaspell

    3. Kynferðislegt ofbeldi gegn barni eða ungmenni, kynferðisleg hagnýting á barni eða ungmenni eða eða alvarlegt líkamlegt eða tilfinningalegt ofbeldi fullorðins einstaklings eða ungmennis sem er nokkrum árum eldri á barni eða ungmenni

    4. Aðild að barnaklámi þegar dómur liggur fyrir.

    5. Fráhvarf

    6. Fjölkvæni

    7. Alvarleg synd drýgð meðan þjónað er í mikilsmetinni kirkjustöðu

    8. Kynskipti – aðgerð til að skipta yfir í andstætt líffræðilegt kyn einstaklings við fæðingu (sjá 38.6.23).

    9. Fjárdráttur kirkjusjóða eða þjófnaður kirkjueigna

  10. Veita skrifaða tilkynningu um ákvörðunina. Biskupinn eða stikuforsetinn gætir þess að einstaklingurinn fái tímanlega skrifaða tilkynningu um ákvörðunina og áhrif hennar.

  11. Skíra og staðfesta. Ef kirkjuaðild einstaklings var afturkölluð í upphaflega aðildarráðinu, verður hann að aftur að láta skírast og vera staðfestur. Ef samþykki Æðsta forsætisráðsins er nauðsynlegt, er einungis heimilt að framkvæma þessar helgiathafnir eftir að samþykkið hefur borist. Skírnar- og staðfestingarvottorð er ekki búið til (sjá 32.14.4).

32.16.2

Fá aðild endurnýjaða eftir uppsögn kirkjuaðildar

Ef einstaklingur segur formlega upp kirkjuaðild, verður hann að vera skírður og staðfestur til að endurnýja kirkjuaðild sína. Hvað fullorðna varðar, er endurnýjun aðildar yfirleitt ekki tekin til íhugunar fyrr en að minnsta kosti einu ári eftir uppsögn aðildar.

Þegar einstaklingur óskar eftir endurnýjun aðildar, verður biskupinn eða stikuforsetinn sér úti um eyðublaðið Stjórnsýsluaðgerð sem fylgdi með uppsagnarbeiðninni. Hann getur fengið það í LCR.

Biskupinn eða stikuforsetinn á síðan ítarlegt viðtal við einstaklinginn. Hann spyr um ástæður hinnar upphaflegu beiðni og þrá hans eftir endurnýjun aðildar. Í anda kærleika, spyr hann um alvarlegar syndir sem einstaklingurinn hefur drýgt, annaðhvort áður eða eftir uppsögn kirkjuaðildar. Leiðtoginn heldur ekki áfram með syndaaflausn fyrr en hann er viss um að einstaklingurinn hafi iðrast og sé albúinn og verðugur þess að njóta blessana kirkjuaðildar.

Leiðbeiningar fyrir syndaaflausn eftir uppsögn aðildar eru eftirfarandi:

  • Kirkjuaðildarráð er haft ef kirkjuaðild einstaklingsins var formlega takmörkuð á uppsagnartíma aðildar.

  • Kirkjuaðildarráð er haft ef einstaklingurinn drýgir alvarlega synd, þar með talið fráhvarfssynd, áður en hann sagði upp aðild.

Í öðrum aðstæðum er aðildarráð ekki haft, nema biskupinn eða stikuforsetinn ákveður að það sé nauðsynlegt.

Þegar kirkjuaðildarráð er nauðsynlegt fyrir einstakling sem hefur tekið á móti musterisgjöf, er það stikuforsetinn sem hefur það. Þegar aðildarráð er nauðsynlegt fyrir einstakling sem ekki hefur musterisgjöf, er það biskupinn sem hefur það, með samþykki stikuforsetans.

Ef einstaklingurinn á þátt í einhverri breytni í 32.16.1, number 9, annaðhvort fyrir eða eftir uppsögn aðildar, er samþykkir Æðsta forsætisráðsins krafist til endurnýjunar aðildar. Ef einstaklingurinn á þátt í einhverri hegðun í 32.14.5, number 1, annaðhvort fyrir eða eftir uppsögn aðildar, verður athugasemd gerð í meðlimaskýrsluna.

Einstaklingur sem fer fram á endurnýjun aðildar verður að standast sömu skilyrði og aðrir sem láta skírast. Þegar biskup eða stikuforseti er viss um að einstaklingurinn sé verðugur og einlægur í því að endurnýja aðild sína, er honum heimilt að vera skírður og staðfestur. Skírnar- og staðfestingarvottorð er ekki búið til (sjá 32.14.4).

Ljósmynd
karl meðtekur sakramentið

32.17

Kirkjuathafnir, helgiathafnir og endurheimt blessana eftir endurnýjun aðildar

32.17.1

Kirkjuathafnir og helgiathafnir

Eftirfarandi tafla sýnir viðeigandi stig kirkjuathafna fyrir einstakling sem hefur hlotið endurnýjun aðildar með skírn og staðfestingu.

Ekki áður með musterisgjöf

Áður með musterisgjöf

Áður prestdæmishafar

Ekki áður með musterisgjöf

  • Um leið og skírn og staðfesting þeirra er lokið, geta þeir meðtekið prestdæmið og verið vígðir til þess prestdæmisembættis sem þeir gegndu er kirkjuaðild þeirra var afturkölluð eða henni sagt upp. Þeir eru ekki kynntir til stuðnings.

  • Mega fá útgefin musterismeðmæli fyrir skírnir og staðfestingar staðgengla.

Áður með musterisgjöf

  • Mega ekki vera vígðir neinu prestdæmisembætti. Þegar prestdæmis- og musterisblessanir þeirra eru þeim endurreistar, mun fyrra prestdæmisembætti þeirra endurreist, eins og útskýrt er í 32.17.2. Þeir mega ekki framkvæma helgiathafnir fram að þeim tíma.

  • Mega taka þátt í hverri þeirri kirkjuathöfn sem heimiluð er meðlim án musterisgjafar sem ekki hefur prestdæmið.

  • Mega ekki klæðast musterisklæðum eða fá neina tegund musterismeðmæla fyrr en þeir hafa endurheimt blessanir sína.

Aðrir meðlimir

Ekki áður með musterisgjöf

  • Mega taka þátt í kirkjuathöfnum eins og nýir trúskiptingar myndu gera.

  • Mega fá útgefin musterismeðmæli fyrir skírnir og staðfestingar staðgengla.

Áður með musterisgjöf

  • Mega taka þátt í hverri þeirri kirkjuathöfn sem heimiluð er meðlim án musterisgjafar sem ekki hefur prestdæmið.

  • Mega ekki klæðast musterisklæðum eða fá neina tegund musterismeðmæla fyrr en þeir hafa endurheimt blessanir sína (sjá 32.17.2).

32.17.2

Endurreisn blessana

Einstaklingar sem áður tóku á móti musterisgjöf og fá aðild sína endurnýjaða með skírn og staðfestingu, geta aðeins hlotið prestdæmið og musterisblessanir sínar með helgiathöfninni endurreisn blessana (sjá Kenning og sáttmálar 109:21). Þeir eru ekki vígðir prestdæmisembættum né er þeim veitt musterisgjöf að nýju. Þessar blessanir eru endurreistar með helgiathöfninni. Bræðrum er endurreist fyrri prestdæmisembætti, en þó ekki embætti eins hinna Sjötíu, biskups eða patríarka.

Einungis Æðsta forsætisráðið getur samþykkt framkvæmd helgiathafnar endurreisnar blessana. Það mun ekki taka umsókn til íhugunar fyrir þessa helgiathöfn nema hið minnsta eitt ár hafi liðið frá endurnýjun aðildar einstaklings með skírn og staðfestingu.

Biskup og stikuforseti eiga viðtal við einstaklinginn til að ákvarða verðugleika og undirbúning hans eða hennar. Þegar stikuforsetanum finnst einstaklingurinn vera tilbúinn, sækir hann um endurreisn blessana með því að nota LCR. Sjá 6.2.3 um ábyrgð stikuforseta varðandi umsóknarsendingu til Æðsta forsætisráðsins.

Ef Æðsta forsætisráðið samþykkir endurreisn blessananna, fela þeir aðalvaldhafa eða stikuforseta að eiga viðtal við einstaklinginn. Ef einstaklingurinn er verðugur, framkvæma leiðtogar hans helgiathöfnina til að endurreisa blessanir hans.

Fyrir frekari upplýsingar um að meðlimaskýrslur og endurreisn blessana, sjá þá 32.14.4.

Prenta