Klám
Hvernig ræði ég við barnið mitt um heilbrigða kynvitund?


„Hvernig ræði ég við barnið mitt um heilbrigða kynvitund?“ Hjálp fyrir foreldra (2021)

„Hvernig ræði ég við barnið mitt um heilbrigða kynvitund?“ Hjálp fyrir foreldra

Ljósmynd
fjölskylda á gangi úti

Hvernig ræði ég við barnið mitt um heilbrigða kynvitund?

Margir foreldrar hika við eða eru feimnir að tala við börn sín um kynvitund eða gætu óttast að samræður við börnin um kynvitund muni vekja hjá þeim kynhegðun. Sannleikurinn er sá, að ef þið talið ekki við börnin ykkar um kynvitund, þá læra þau um hana hjá öðrum aðilum. Með því að tala reglulega við börnin ykkar um mikilvægt efni, eins og heilbrigða kynvitund, þá hjálpið þið þeim að skilja að öruggt er að koma til ykkar.

Flestum börnum er eðlislægt að vera forvitin og þau vilja skilja þær náttúrulegu, guðsgefnu tilfinningar sem þau upplifa. Þið getið búið ykkur undir að tala við börnin ykkar um kynvitund með því að rifja upp hvernig þið voruð á þeirra aldri. Hvaða tilfinningar upplifðuð þið? Hvaða hugsanir, spurningar eða áhyggjur höfðu þið? Hvar leituðu þið upplýsinga? Hvað vilduð þið að þið hefðuð heyrt eða ykkur verið kennt?

Það er í lagi ef þið eruð ekki viss um hvernig best er að standa að þessum samræðum. Þið getið notað varnarleysi ykkar sjálfra til að byggja upp samband ykkar við börnin ykkar. Börn geta fundið ást ykkar þegar þið eruð heiðarleg og einlæg í samskiptum við þau, þrátt fyrir óþægindi sem þið gætuð fundið fyrir.

Til að efla opin samskipti getið þið:

  • Byrjað þegar börnin ykkar eru ung með því að kalla líkamshluta sínum réttu nöfnum. Það kennir börnum um líkama þeirra og sér þeim fyrir því málfari sem þau þurfa til að til að vera heilbrigð og upplýst.

  • Látið börnin ykkar vita að þau geti spurt ykkur allskyns spurninga og reynið síðan að halda rósemd og hlusta á spurningar þeirra og játningar án þess að tengja skömm við þær. Fagnið því að þau séu að tala við ykkur, sýnið þeim ást og stuðning og gerið ykkar besta til að viðhalda samskiptum.

  • Forðist að nota samlíkingar fyrir kynhneigð. Börn þurfa upplýsingar sem settar eru fram á skýran og heiðarlegan hátt. Sum ungmenni segja til að mynda frá lexíum þar sem brot á skírlífslögmálinu hefur verið líkt við tyggjó eða mat sem berst á milli einstaklinga í herbergi og verður því óæskilegt. Þótt þetta sé vel meint, vekja slíkar myndlíkingar oft ótta við kynvitund eða draga úr sjáfsvirðingu eða skaðar hana varanlega.

  • Verið með kvöldkennslu á heimilinu um efni sem tengist kynvitund og látið börnin ykkar kenna, eins og þeim finnst þau tilbúin til þess. Efnið gæti verið um kynþroska, líkamsímynd og jákvæða þætti kynvitundar.

  • Ræðið hvernig eðlilegt er að hafa kynferðislegar tilfinningar og kynhvöt. Börn þurfa ekki að bregðast við þessum tilfinningum og hvötum, en geta verið meðvituð um þær. Í þessu felst að vera meðvitaður um kynferðislegar tilfinningar, en að dæma þær ekki neikvætt. Rannsóknir hafa sýnt að ef börn þróa með sér eftirtektarsemi, getur það hjálpað þeim að taka betri ákvarðanir sem samræmast gildum þeirra og markmiðum.

  • Reynið að bregðast ekki við með andúð eða reiði þegar börn snerta sig sjálf eða ungmenni viðurkenna sjálfsfróun. Hvernig foreldrar bregðast við slíku atferli hefur áhrif á það hvað börnum og ungmennum finnst um sig sjálf og kynvitund sína.

  • Kennið börnum ykkar ástæðurnar að baki þeim stöðlum sem tengjast samböndum og kynhneigð. Þegar þið kennið þessa staðla og ástæður þess að þeir eru gagnlegir, munið þá að mikilvægt er að gera það án þess að gefa í skyn skömm eða ótta.1

Heimildir

  1. Áhersluatriði eru tilvitnanir og aðlagað efni frá Lauru M. Padilla-Walker og Meg O. Jankovich, „How, When, and Why: Talking to Your Children about Sexuality,“ Liahona, ágúst 2020.

Prenta