Leiðbeiningar um námsefni
Leiðbeiningar um námsefni 2021


„Leiðbeiningar um námsefni 2021,“ Leiðbeiningar um námsefni 2021 (2020)

„Leiðbeiningar um námsefni 2021,“ Leiðbeiningar um námsefni 2021

Ljósmynd
fjölskylda les ritningarnar

Leiðbeiningar um námsefni 2021

Í skjali þessu er skrá yfir námsefni kirkjunnar fyrir 2021. Námsefnið er tiltækt á stafrænu formi á flestum tungumálum í smáforritinu Gospel Library og á ComeFollowMe.ChurchofJesusChrist.org. Nýtt efni ársins 2021 er tilgreint.

Einstaklingar og fjölskyldur

NÝTT Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (16587)

Ef meðlimir einingar ykkar tala hiligaynon, sinhala, tyrknesku, hindí, tamíl, telugu eða úrdú, notið þá Come, Follow Me—For Individuals and Families: New Testament 2021 [Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja Testamentið 2021] (16899).

Barnafélagið

Barnastofa (18 mánaða–2 ára)

Behold Your Little Ones: Nursery Manual [Lítið á börn yðar: Kennslubók Barnastofu] (37108)

Söngstund og allir námsbekkir Barnafélagsins (3–11 ára)

NÝTT Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (16588)

Ef meðlimir einingar ykkar tala amharísku, hiligaynon, hindí, hmong, íslensku, lao, lingala, serbnesku, shona, sinhala, slóvakísku, slóvensku, tamíl, telugu, tyrknesku, úrdú, xhosa eða súlú, aðlagið þá hugmyndir úr Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur fyrir notkun í Barnafélaginu eða notið aðrar kennslubækur kirkjunnar fyrir börn.

Sunnudagaskóli

Sunnudagaskóli fullorðinna og ungmenna

NÝTT Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (16589)

Ef meðlimir einingar ykkar tala amharísku, hiligaynon, hindí, hmong, íslensku, lao, lingala, serbnesku, shona, sinhala, slóvakísku, slóvensku, tamíl, telugu, tyrknesku, úrdú, xhosa eða súlú, aðlagið þá hugmyndir úr Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur fyrir notkun í sunnudagaskóla eða notið aðrar kennslubækur kirkjunnar.

Öldungasveit og Líknarfélag

Learning from General Conference Messages [Læra af boðskap aðalráðstefnu]“ (prentuð útgáfa er tiltæk í ráðstefnuútgáfu Ensign eða Líahóna)

Ef meðlimir einingar ykkar tala amharísku, hiligaynon, hindí, hmong, íslensku, lao, lingala, serbnesku, shona, sinhala, slóvakísku, slóvensku, tamíl, telugu, tyrknesku, úrdú, xhosa eða súlú, kennið þá úr boðskap nýlegra aðalráðstefna byggt á þörfum öldungasveitar ykkar eða Líknarfélags eða notið aðrar kennslubækur kirkjunnar.

Aronsprestdæmið og Stúlknafélagið

NÝTT Come, Follow Me—For Aaronic Priesthood Quorums and Young Women Classes: Doctrinal Topics 2021 [Kom, fylg mér – Fyrir Aronsprestdæmissveitir og námsbekki Stúlknafélagsins: Kenningarlegt efni 2021] (16639)

Ef meðlimir einingar ykkar tala amharísku, hiligaynon, hindí, hmong, íslensku, lao, lingala, serbnesku, shona, sinhala, slóvakísku, slóvensku, tamíl, telugu, tyrknesku, xhosa, súlú eða úrdú, notið þá 3. kafla í Boða fagnaðarerindi mitt (16229). Líka er hægt að kenna úr boðskap nýlegra aðalráðstefna byggt á þörfum ykkar ungmenna.

Öll félög

Kennararáðsfundur

Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]

Önnur námskeið (ef kennslubækur eru fyrir hendi)

Námskeið til styrkingar hjónabands og fjölskyldu og undirbúnings fyrir musteri og trúboð verða ekki haldin í síðari klukkustund kirkjusamkoma. Þó má hafa þessi námskeið á öðrum tímum fyrir einstaklinga, fjölskyldur eða hópa, eftir því sem biskupinn telur rétt og staðarþarfir krefjast.

Hjónaband og fjölskyldusambönd

Marriage and Family Relations Instructor’s Manual [Hjónaband og fjölskyldusambönd, kennarabók] (35865) og Marriage and Family Relations Participant’s Study Guide [Hjónaband og fjölskyldusambönd, námsvísir nemanda] (36357)

Musterisundirbúningur

Gjafir frá upphæðum: Undirbúningsnámskeið fyrir musterið, kennslubók (36854) og Búa sig undir að fara í hið heilaga musteri (36793)

Leiðbeiningar til eininga um árlega pöntun námsefnis

Fyrir árið 2021 munu biskupar og greinarforsetar fá send eintök af Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur til dreifingar til meðlima í einingum þeirra. Þeir munu fá eitt eintak fyrir hverja fjölskyldu sem virk er í einingunni. Kirkjueiningar verða ekki látnar greiða fyrir þessi eintök. Kirkjueiningar verða hins vegar að panta og greiða fyrir prentuð eintök sem notuð verða í Barnafélagi, sunnudagaskóla, Aronsprestdæmi og Stúlknafélagi.

Hægt verður að panta efnið frá 30. júní 2020. Vinsamlega sendið ekki inn pöntun síðar en 31. ágúst 2020. Ekki er víst að efni sem pantað er eftir þá dagsetningu berist ykkur fyrir 1. janúar 2021. Til að panta efni til prentunar, farið þá á store.ChurchofJesusChrist.org, veljið Units and Callings og veljið svo Annual Curriculum.

Hafið eftirfarandi spurningar í huga til að forðast að panta fleiri eintök en þörf er á:

  • Hversu mörg prentuð eintök hverrar kennslubókar eru nú þegar til staðar?

  • Hversu margir kennaranna nota stafræna útgáfu í stað prentaðrar?

Efni fyrir þá sem eiga við fötlun að stríða

Efni á hljóðsniði, með blindraletri og í stækkaðri prentun er einnig að finna á store.ChurchofJesusChrist.org.

Prenta