Líknarfélag og öldungasveit
Kenna, læra og tileinka sér boðskap frá aðalráðstefnu


Kom, fylg mér

Kenna, læra og tileinka sér boðskap frá aðalráðstefnu

Öldungasveitir og Líknarfélög skipa mikilvægt hlutverk í verki sáluhjálpar og upphafningar. Á sunnudagsfundum sínum ræða þau hvernig á að tileinka sér kenningar boðskapar nýafstaðinnar aðalráðstefnu í starf þeirra. Forsætisráð öldungasveita og Líknarfélaga velja ráðstefnuboðskap til að læra af á fundum á hverjum sunnudegi, byggt á þörfum meðlimanna og leiðsögn andans. Biskup eða stikuforseti getur líka endrum og eins lagt til boðskap. Að öllu jöfnu ættu leiðtogar að velja boðskap frá meðlimum Æðsta forsætisráðsins og Tólfpostulasveitarinnar. Þó má fjalla um hvaða boðskap sem er frá síðustu ráðstefnu.

Kennarar leggja áherslu á það hvernig hjálpa megi meðlimum að heimfæra kenningarnar frá aðalráðstefnu upp á líf þeirra. Leiðtogar og kennarar finna leiðir til að hvetja meðlimi til að læra hinn valda boðskap fyrir samfundi.

Til frekari upplýsingar um fundi öldungasveitar og Líknarfélags, sjá þá General Handbook: Serving in The Church of Jesus Christ of Latter-day Saints, 8.2.1.2, 9.2.1.2, ChurchofJesusChrist.org.

Búa sig undir kennslu

Eftirfarandi spurningar geta hjálpað kennurum við að búa sig undir að kenna boðskap aðalráðstefnu. Kennarar eiga samráð við forsætisráð öldungasveitar eða Líknarfélags, eftir þörfum, er þeir hugleiða þessar spurningar.

  • Hvers vegna valdi forsætisráð öldungasveitar og Líknarfélags þennan boðskap til umfjöllunar? Hvað vonast þau til að meðlimirnir muni vita og gera eftir að hafa rætt þennan boðskap?

  • Hvað vill ræðumaður að meðlimirnir skilji? Hvaða trúarreglur kennir hann eða hún? Hvernig eiga þessar reglur við um öldungasveitina mína eða Líknarfélagið?

  • Hvaða ritningarvers notaði ræðumaður til að undirstrika boðskap sinn? Eru einhver önnur ritningarvers sem meðlimir gætu lesið sem gætu veitt þeim aukinn skilning? (Þið gætuð fundið einhver vers í heimildum boðskaparins eða í Leiðarvísi að ritningunum [KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp].)

  • Hvaða spurningar gæti ég spurt til að fá meðlimi til að íhuga boðskapinn og tileinka sér hann í eigin lífi? Hvaða spurningar auðvelda þeim að átta sig á mikilvægi þessara kenninga fyrir eigið líf, fjölskyldu sína og verk Drottins?

  • Hvað get ég gert til að laða andann í kennsluna? Hvað get ég notað til að auðga umræður, til að mynda sögur, líkingar, tónlist eða listaverk? Hvað gerði ræðumaður til að hjálpa meðlimunum að skilja boðskap sinn?

  • Setti ræðumaður fram einhver boð? Hvernig get ég vakið þrá hjá meðlimum til að taka boðunum?

Hugmyndir að verkefum

Kennari getur á margar hátt hjálpað meðlimum að læra og tileinka sér boðskap aðalráðstefnu. Hér eru nokkur dæmi; kennarar gætu búið yfir fleiri hugmyndum, sem féllu betur að sveit þeirra eða Líknarfélagi.

  • Tileinka sér sannleika í lífi okkar. Bjóðið meðlimum að lesa yfir boðskap aðalráðstefnu í leit að sannleika sem gæti hjálpað þeim að áorka því verkefni sem Guð hefur falið þeim sem einstaklingum eða sem öldungasveit eða Líknarfélagi. Hvað lærum við til dæmis sem getur hjálpað okkur sem hirðisþjónum, foreldrum eða meðlimatrúboðum? Hvernig hefur þessi boðskapur áhrif á hugsanir okkar, tilfinningar og gjörðir?

  • Hópumræða. Skiptið meðlimum í fámenna hópa og felið hverjum hópi mismunandi hluta ráðstefnuboðskapar til lestrar og umfjöllunar. Biðjið því næst hvern hóp að miðla þeim sannleika sem þeir fundu og hvernig hann á við um þau. Þið gætuð líka þess í stað skipt meðlimunum í hópa sem hafa lært ólíka hluta boðskaparins og falið þeim að miðla hver öðrum því sem þeir fundu.

  • Leita svara við spurningum. Biðjið meðlimi að svara spurningum um ráðstefnuboðskap, líkt og eftirfarandi: Hvaða trúarlegan sannleika má finna í þessum boðskap? Hvernig getum við tileinkað okkur þennan sannleika? Hvaða boð eru sett fram og hvaða blessunum er lofað? Hvað kennir boðskapurinn um það verk sem Guð vill að við gerum? Þið getið líka búið til nokkrar spurningar sjálf sem hvetja meðlimi til að hugsa vandlega um boðskapinn eða tileinka sér sannleikann sem hann kennir. Leyfið meðlimum að velja sér eina þessara spurninga og finna svörin í boðskapnum.

  • Miðla staðhæfingum í boðskapnum. Bjóðið meðlimum að miðla staðhæfingum í ráðstefnuboðskapnum sem innblása þá til að framfylgja ábyrgð sinni í starfi sáluhjálpar og upphafningar Hvetjið þá til að hugleiða hvernig þeir geti miðlað þessum staðhæfingum til að blessa aðra, svo sem ástvini og fólk sem þeir annast í hirðisþjónustu.

  • Hafa sýnikennslu. Biðjið meðlimi með fyrirvara að koma með hluti að heiman sem þeir gætu notað til að kenna ráðstefnuboðskapinn. Biðjið meðlimi að útskýra á fundinum hvernig hlutirnir tengjast boðskapnum og hvernig boðskapurinn á við um líf þeirra.

  • Búa til lexíu fyrir heimakennslu. Biðjið meðlimi að vinna tvo og tvo saman við að búa til lexíu fyrir heimiliskvöldstund, byggða á þeim ráðstefnuboðskap sem þið kennið. Þeir gætu svarað spurningum eins og þessum: Hvernig gætum við látið þennan boðskap eiga við um fjölskyldur okkar? Hvernig gætum við miðlað fólki sem við önnumst í hirðisþjónustu þessum boðskap?

  • Miðla reynslu. Lesið nokkrar staðhæfingar í ráðstefnuboðskapnum. Biðjið meðlimi að greina frá dæmum úr ritningunum og eigin lífi sem skýra eða undirstrika kenninguna sem kennd er í staðhæfingunum.

  • Finna orðtak. Biðjið meðlimi að leita í ráðstefnuboðskapnum að orðtökum sem hafa sérstaka merkingu fyrir þá. Biðjið þá að miðla orðtökunum og því sem þeir lærðu af þeim. Biðjið þá að segja frá því hvernið þessar kenningar hjálpi þeim að vinna verk Drottins.

Til frekari upplýsingar um hugmyndir til að læra og kenna boðskap aðalráðstefnu, sjá þá „Ideas for Learning and Teaching from General Conference.“ (Smellið á „Ideas for Study [Námshugmyndir]“ undir „General Conference [Aðalráðstefna]“ í Gospel Library.)