Sögur úr ritningunum
18. kafli: Jesús velur postula sína


18. kafli

Jesús velur postula sína

Jesus teaches people from a boat on the shore of the Sea of Galilee - ch.18-1

Dag nokkurn kenndi Jesús fólkinu úr báti á Galíleuvatni. Maður að nafni Pétur átti bátinn.

Jesus tells Peter to take his boat into deep water - ch.18-2

Pétur og vinir hans höfðu reynt að veiða alla nóttina án þess að fá nokkurn fisk. Eftir að Jesús lauk við kennsluna, sagði hann Pétri að fara með bátinn út á vatnið þar sem það væri dýpra. Síðan sagði hann Pétri og vinum hans að setja út net sín.

Peter catches so many fish that the net breaks - ch.18-3

Þeir veiddu svo marga fiska að net þeirra byrjuðu að rifna.

Peter calls to men in another boat to help carry all the fish - ch.18-4

Pétur kallaði á vini sína sem voru á öðrum bát og bað þá að koma og hjálpa. Bátarnir voru báðir það hlaðnir fiskum að þeir tóku að sökkva.

Peter is amazed at the number of fish he has caught - ch.18-5

Pétur og vinir hans voru undrandi. Þeir vissu að Jesús Kristur hafði komið þessu til leiðar.

Peter kneels at the Savior's feet - ch.18-6

Pétur kraup við fætur frelsarans. Hann sagði að hann væri ekki verðugur þess að vera nálægt Jesú. Jesús sagði Pétri að óttast ekki.

Jesus tells Peter, James and John to follow Him - ch.18-7

Tveir af vinum Péturs, Jakob og Jóhannes, voru bræður. Jesús sagði Pétri, Jakobi og Jóhannesi að fylgja honum og þeir skyldu „menn veiða“. Mennirnir yfirgáfu allt sem þeir áttu og fóru með Jesú. Frelsarinn bauð einnig fleiri mönnum að fylgja sér.

Jesus ordains the Apostles - ch.18-8

Jesús valdi tólf postula til að leiða kirkju sína. Hann baðst fyrir alla nóttina svo hann myndi velja réttu mennina. Næsta morgun valdi hann og vígði tólf menn. Hann veitti þeim prestdæmið og gaf þeim vald til að vera postular.

The Apostles go forth to preach - ch.18-9

Postularnir fóru til margra borga. Þeir kenndu fagnaðarerindið og læknuðu fólk. Þeir komu til baka og sögðu Jesú frá því sem þeir höfðu gert.