Sögur úr ritningunum
33. kafli: Birtist í dýrð: Ummyndunin


33. kafli

Birtist í dýrð: Ummyndunin

Jesus takes Peter, James and John to the top of a high mountain - ch.37-1

Jesús tók Pétur, Jakob og Jóhannes með sér upp á hátt fjall til að biðjast fyrir.

Jesus prays, the glory of God comes upon Him, and Moses and Elias appear to Him - ch.37-2

Dýrð Guðs kom yfir Jesú er hann bað. Andlit hans ljómaði sem sólin. Tveir spámenn Gamla testamentisins, Móse og Elía, birtust honum. Þeir töluðu um komandi dauða hans og upprisu.

Matt 17:2‒3; Mark 9:3‒4; Lúk 9:29‒31 (sjá neðanmálsgrein 31a)

The Apostles fall asleep while Jesus is praying - ch.37-3

Postularnir sofnuðu meðan Jesús baðst fyrir.

Jesus Christ during the Transfiguration appears in His glory with Moses and Elias to Peter, James and John - ch.37-4

Þegar þeir vöknuðu, sáu þeir dýrð Jesú Krists, Móse og Elía. Þeir heyrðu rödd himnesks föður vitna: „Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef velþóknun á. Hlýðið á hann.“

Jesus tells His Apostles to not fear - They look up and see that He is alone - ch.37-5

Postularnir urðu hræddir og féllu til jarðar. Jesús snart þá og sagði þeim að óttast ekki. Þegar þeir litu upp voru himnesku verurnar farnar. Jesús sagði postulunum að segja engum frá því sem þeir sáu fyrr en eftir dauða hans og upprisu.