Koma í veg fyrir sjálfsmorð og hvernig bregðast á við eftir missi
Hinn aukna sjálfsmorðstíðni í mörgum löndum heimsins er mikið áhyggjuefni. Þessu skjali er ætlað að hjálpa foreldrum, fjölskyldum, kirkjuleiðtogum og kirkjumeðlimum í þeirri viðleitni að þjóna þeim sem hafa orðið fyrir áhrifum af sjálfsmorði.
Meðlimir geta notað þessar upplýsingar til að læra um kenningu kirkjunnar varðandi sjálfsmorð, viðvörunareinkenni sjálfsmorðs, hvernig hjálpa á þeim sem á erfitt og hvernig bregðast á við eftir sjálfsmorð ástvinar. Leiðtogar geta notað þessar upplýsingar til að leiða innihaldsríkar umræður við meðlimi í stiku- og deildarráðum og á öðrum vettvangi. Tilgangur slíkrar umræðu ætti að vera til að hjálpa leiðtogum og meðlimum að þjóna þeim betur sem þjást vegna sjálfsmorðs einhvers.
Ef umræður um sjálfsmorð myndu aðstoða við að sporna gegn sjálfsmorði og þjóna þeim sem þjáðst hafa sökum þess, þá ættu tvær fullorðnar manneskjur að stjórna slíkum umræðum. Leiðtogar gætu viljað bjóða fagfólki í samfélagi sínu sem skilur og virðir kenningu kirkjunnar varðandi sjálfsmorð til þátttöku í slíkum umræðum. Umræður við börn yngri en 12 ára ættu einungis að eiga sér stað eftir að foreldrar hafa haft samráð við börn sín um efnið.
Eftir að stiku- og deildarráð hafa kynnt sér þessar upplýsingar, ættu þau að ræða viðeigandi leiðir til að styðja við samfélagsverkefni og upplýsa meðlimi um þau hjálpartæki sem eru fyrir hendi.
Kenning og reglur
Drottinn bauð okkur að koma fram við alla af skilningi og samúð, er hann sagði: „Elska skaltu náungann eins og sjálfan þig“ (Matteus 22:39). Betri árangur í þeirri viðleitni okkar að þjóna þeim sem þjást sökum sjálfsmorðs mun nást, ef við skiljum betur viðeigandi kenningar, svo sem:
-
Jesús Kristur upplifði allar áskoranir jarðlífsins í gegnum friðþægingu sína, svo hann gæti vitað „hvernig fólki hans verður best liðsinnt í vanmætti þess“ (Alma 7:11–13). James E. Faust kenndi: „Þar sem frelsarinn hefur þolað allt sem við gætum hugsanleg upplifað, megnar hann að styrkja hinn veika“ (“The Atonement: Our Greatest Hope,” Ensign, nóv. 2001, 22).
-
Jarðlífið er dýrmæt gjöf frá Guði – gjöf sem ætti að meta og fara vel með (sjá Kenning og sáttmálar 18:10; M. Russell Ballard, “Suicide: Some Things We Know, and Some We Do Not,” Ensign, okt. 1987, 6–9).
-
Þegar einhver tekur eigið líf, er einungis Guði kleift að þekkja hugsanir þeirra, verk og ábyrgðarstig. Sjálfsmorð þarf ekki að vera skilgreinandiþáttur eilífs lífs einstaklings (sjá 1 Samúel 16:7; Kenning og sáttmálar 137:9; Dale G. Renlund, “Grieving after a Suicide Loss,” myndband á suicide.lds.org).
Fleiri heimildir:
-
Gospel Topics á topics.lds.org og í smáforritinu Gospel Library
Viðvörunarmerki um sjálfsmorð
Flestir sem reyna sjálfsmorð vilja ekki deyja; þeir vilja einfaldlega losna undan líkamlegum, sálrænum, tilfinningalegum eða andlegum sársauka sem þau finna fyrir. Margir sem eiga erfitt sýna viðvörunareinkenni áður en þeir reyna sjálfsmorð. Ef þið lærið að þekkja þessi einkenni, verðið þið betur undir það búin að þjóna þeim sem eru í neyð. Hlustið eftir staðhæfingum eins og „mér er sama þótt ég deyi“ eða „allir væru betur settirán mín.“ Viðvörunareinkenni lýsa sér í eftirfarandi atferli:
-
Leita leiða til að fyrirfara sér
-
Ræða um vonleysi eða að hafa enga ástæðu til að lifa
-
Ræða um sjálfheldu eða óbærilegan sársauka
-
Ræða um að vera öðrum byrði
-
Auka neyslu áfengis eða lyfja
-
Gefa persónulega muni af engu tilefni
-
Sýna kvíða eða óróleika eða gáleysi
-
Draga sig í hlé eða einangra sig
-
Sýna reiði eða ræða um að leita hefndar
-
Sýna miklar skapsveiflur (sjá National Suicide Prevention Lifeline)
Einungis eitt viðvörunarmerki þarf ekki að gefa erfiðleika til kynna. Hafi einstaklingur hins vegar áður reynt sjálfsmorð eða ef tekið er eftir skyndilegri breytingu einstaklings eða fleiri einkenni gera vart við sig, bregðist þá skjótt við. Gjaldfrjáls hjálparlína Rauða krossins og frekari upplýsingar eru að finna á suicide.lds.org. (Sjá „Hvernig hjálpa skal þeim sem er í hættuástandi“ í þessum leiðarvísi til frekari upplýsingar.)
Ekki er mögulegt að koma í veg fyrir öll sjálfsmorð, þrátt fyrir okkar bestu viðleitni. Sum sjálfsmorð eiga sér stað án nokkurra sjáanlegra viðvörunareinkenna. Þið berið ekki ábyrgð á því vali einhvers að svipta sig lífi.
Fleiri heimildir:
-
“I’m Worried about Someone” á suicide.lds.org
-
“Preventing Suicide,” Carol F. McConkie, myndband á suicide.lds.org
-
“Understanding Suicide: Warning Signs and Prevention,” Kenichi Shimokawa, Ensign, okt. 2016, 35–39
-
“How do I know when to take a suicide threat seriously?” á suicide.lds.org
Hvernig hjálpa skal þeim sem er í hættuástandi
Takið ætíð alvarlega viðvörunarmerkjum um sjálfsmorð og allar hótanir um sjálfsmorð, jafnvel þótt þið teljið viðkomandi einstakling ekki íhuga alvarlega að svipta sig lífi eða sé einungis að kalla á athygli. Fylgið þessum þremur skrefum til að veita hjálp – spyrja, sýna umhyggju, segja frá
Skref 1: Spyrja Spyrjið einstaklinginn beint að því hvort hann eða hún hyggst taka eigið líf. Þið gætuð spurt: „Ertu að hugsa um að enda eigið líf?“ Ef þau segjast vera að hugsa um sjálfsmorð, spyrjið þá hvort þau hafi ráðgert eitthvað. Þið gætuð spurt: „Hefurðu ráðgert hvernig þú ætlar að taka skaða þig?“ Ef þau hafa einhverja áætlun, hjálpið þeim þá þegar að komast á sjúkrahús eða heilsugæslu eða hringið í neyðaraðstoð eða hjálparlínu á þínu svæði. (Farið á suicide.lds.org/crisis til að finna hjálparlínur víða um heim.) Ef þau hafa enga áætlun, farið þá í skref 2.
Skref 2: Sýna umhyggju. Sýnið umhyggju með því að hlusta á mál þeirra. Gefið þeim tíma til að útskýra eigin tilfinningar. Virðið tilfinningar þeirra með því að segja eitthvað álíka: „Mér þykir leitt að þér skuli líða svona illa“ eða „ég vissi ekki að þú ættir svona erfitt.“ Þið gætuð boðist til að hjálpa þeim að gera forvarnaráætlun gegn sjálfsmorði(sjá “How to Create a Suicide-Prevention Safety Plan,” Doug Thomas, Ensign, sept. 2016, 63). Öryggisáætlun getur hjálpað fólki að skilja eigin styrkleika, jákvæð sambönd og heilbrigða hæfileika til að ráða fram úr eigin aðstæðum. Hún getur líka minnkað möguleika þeirra á þvíað ná í það sem skaðar, svo sem vopn eða lyf. Ef þau biðja ykkur um að segja engum frá líðan þeirra, útskýrið þá að þið munuð virða einkalíf þeirra að svo miklu leyti sem mögulegt er enþau þurfa meiri hjálp en þið getið veitt…Lofið aldrei að halda hugsunum þeirra um sjálfsmorð leyndum.
Skref 3: Segja frá Hvetjið viðkomandi einstakling til að segja einhverjum frá sem getur veitt betri hjálp. Miðlið þeim upplýsingum um gagnlega aðstoð á ykkar svæði. Það gæti verið sjúkrahús, neyðarmóttökur eða gjaldfrjálsar neyðarhjálparlínur…Ef þau vilja ekki leita sér hjálpar, þurfið þið að segja einhverjum frá fyrir þau. Þið gætuð sagt eitthvað álíka: „Ég ber umhyggju fyrir þér og vil að þú sért örugg/ur. Ég ætla að segja einhverjum frá sem getur boðið fram rétta hjálp.“ Virðið einkalíf þeirra með því að segja aðeins einhverjum frá sem þið teljið að geti hjálpað, svo sem nánum fjölskyldumeðlimi, biskup viðkomandi einstaklings, skólaráðgjafa, lækni eða öðrum fagaðila á heilbrigðissviði. Ef þið eruð í vafa um hverjum skal segja frá, ræðið þá við biskup ykkar eða hringið í gjaldfrjálsa neyðarhjálparlínu á svæði ykkar. Gætið að því að þess er ekki vænst að veitið viðkomandi hjálp á eigin spýtur.
Athugasemd: Ef þið stjórnið umræðum, hugleiðið þá að biðja þátttakendur um að æfaþessi skref. Biðjið þau um að ímynda sér hvernig þau myndu bregðast við ef einhver kæmi til þeirra og segði þeim frá eigin sjálfsmorðshugleiðingum.
Fleiri heimildir:
-
Velferðarhjálparlína (fyrir stikuforseta, biskupa og greinarforseta)
-
“Taking Time to Talk and Listen,” Rosemary M. Wixom, Ensign, apríl 2012, 10–13
-
“Preventing Suicide,” Carol F. McConkie, myndband á suicide.lds.org
-
“I’m Worried about Someone,” suicide.lds.org
-
“Suicide,” Counseling Resources, LDS.org (fyrir stikuforseta og meðlimi deildarráðs)
Hvernig bregðast á við eftir sjálfsmorð
Ekki er mögulegt að koma í veg fyrir öll sjálfsmorð, þrátt fyrir okkar bestu viðleitni. Það er eðlilegt að ástvinir þeirra sem svipta sig lífi upplifi afneitun, áfall, sekt, reiði og uppnám. M. Russell Ballard forseti sagði: „Sá verknaður að taka eigið líf er vissulega sorglegur, því fórnarlömb slíks verknaðar eru mörg: Í fyrsta lagi er það sá sem lætur lífið, svo hinir fjölmörgu aðrir – fjölskylda og vinir – sem verða eftir og mörg hver upplifa árum saman mikinn sársauka og uppnám/óvissu“ (“Suicide: Some Things We Know, and Some We Do Not,” Ensign, okt. 1987, 7). Þessir einstaklingar geta hlotið lækningu í gegnum frelsarann, sem „sté neðar öllu,“ svo hann mætti svo að hann mætti vita „í holdinu, hvernig fólki hans [yrði] best liðsinnt í vanmætti þess“ (Kenning og sáttmálar 88:6; Alma 7:12). Fagleg hjálp og ráðgjöf getur líka verið gagnleg.
Stiku- og deildarráð gætu viljað ræða hvernig þau geta hjálpað einstaklingi eða fjölskyldu eftir upplifun sjálfsmorðs. Spurningar sem ræða mætti gætu verið þessar:
-
Hvernig geta kenningar og friðþæging Jesú Krists veitt viðkomandi einstaklingi eða fjölskyldu lækningu?
-
Hvaða þarfir að mati bræðra og systra í hirðisþjónustu hefur einstaklingurinn eða fjölskyldan? Hvaða þjónustu hafa þau veitt?
-
Hverskonar áframhaldandi tilfinningalega eða andlega hjálp þarf einstaklingurinn eða fjölskyldan? Hverjir geta veitt slíka hjálp?
-
Hefur einstaklingurinn eða fjölskyldan stundlegar þarfir, svo sem samgönguþarfir eða máltíðir?
-
Hvernig geta leiðtogar aðildarfélaga hjálpað börnum eða unglingum sem hafa misst ástvin?
Sorgin eftir sjálfsmorð getur verið viðvarandi um langan tíma. Ef einhver upplifir stöðugan og mikinn sársauka, ráðgist þá við þá sem bera umhyggju fyrir einstaklingnum. Íhugið af kostgæfni hvernig þið getið best veitt hjálp. Þið gætuð viljað hjálpa einstaklingnum að fá prestdæmisblessun eða komast í samband við hjálp á ykkar svæði. Stuðningshópar sorgar, læknar, eða annað fagfólk heilbrigðissviðs, getu verið gagnlegir.
Athugasemd: Ef þið leiðið umræður, ræðið þá ekki um hvernig einstaklingur tók eigið líf. Það gæti ómeðvitað hvatt einhvern í hópnum til að herma eftir lýstu atferli. Ef einhver tekur að ræða um slík atriði í hópumræðu, breytið þá umræðuefninu með vingjarnlegu viðmóti.
Fleiri heimildir:
-
“Grieving after a Suicide,” Dale G. Renlund, myndband á suicide.lds.org
-
“To Parents Who Have Lost a Child by Suicide,” Dale G. Renlund, myndband á suicide.lds.org
-
“Comfort after a Suicide,” Carol F. McConkie, myndband á suicide.lds.org
-
“I Have Lost Someone by Suicide,” suicide.lds.org
-
“How Survivors Heal,” LDS Family Services, Ensign, sept. 2017, 69
Aðrar heimildir
Ráðgjöf frá kirkjuleiðtogum
-
“Understanding Suicide,” Dale G. Renlund, myndband á suicide.lds.org
-
“The Merciful Obtain Mercy,” Dieter F. Uchtdorf, Ensign eða Liahona, maí 2012, 70–76
-
“Songs Sung and Unsung,” Jeffrey R. Holland, Ensign eða Liahona, maí 2017, 49–51
-
“To Heal the Shattering Consequences of Abuse,” Richard G. Scott, Ensign eða Liahona, maí 2008, 40–43
-
“First Observe, Then Serve,” Linda K. Burton, Ensign eða Liahona, nóv. 2012, 78–80
Persónulegar upplifanir frá meðlimum
-
“Rodolfo’s Story: Father, Leader, and Suicide Loss Survivor,” myndband á suicide.lds.org
-
“Princess’s Story: After a Suicide Attempt,” myndband á suicide.lds.org
-
“Melinda’s Story: Finding Joy after My Husband’s Suicide,” LDS.org
-
“Sitting on the Bench: Thoughts on Suicide Prevention,” LDS.org
Aðrar kirkjulegar heimildir
-
“Ambassadors of Hope: Working Together to Prevent Suicide,” Maryssa Dennis, Ensign, sept. 2018
-
“LDS Family Services Offices” á LDS.org (fyrir ráðgjöf eða leiðsögn)
-
“Lead Inspired Discussions,” Teaching in the Savior’s Way (2015), 33–34
Sjá frekari heimildir á suicide.lds.org