Vikulegt efni YA
Velkomin í Vikulegt efni UFF
Velkomin í Vikulegt efni UFF


Velkomin í Vikulegt efni UFF

Ungt fólk að hoppa

Velkomin í Vikulegt efni UFF – sem er einmitt birt hér í smáforritinu Gospel Library og er skrifað fyrir ungt fullorðið fólk af ungu fullorðnu fólki, sem og af leiðtogum kirkjunnar og öðrum fagaðilum, um málefni okkar tíma.

Markmið okkar

Markmið okkar er að hjálpa ykkur að finna svör við áskorunum lífsins og styrk til að takast á við þær. Það gerum við með því að kanna fagnaðarerindi Jesú Krists í sameiningu og leggja mat á það hvernig ungt fólk víða um heim reynir að lifa eftir því.

Um okkur

Fyrst skal nefna: Þessi efnishluti er allur innblásinn af ykkur. Á þessum tíma lífs okkar þurfum við að taka ótal ákvarðanir í lífinu, takast á við áskoranir og gríðarlegar breytingar. Í öllu þessu viljum við veita ykkur leiðsögn. Við viljum líka að þið vitið að við sjáum ykkur eins og þið eruð, en flokkum ykkur ekki eftir hjúskaparstöðu ykkar, og því er þessi hluti nefndur Vikulegt efni UFF. Efnið hér er ætlað öllu ungu fullorðnu fólki, hvort heldur einhleypu, giftu eða einhleypu að nýju, því áhrif ykkar á kirkjuna – og heiminn – getur verið ómæld, hver sem staða ykkar er á yngri fullorðinsárum.

Við teljum líka að efnið sem við fjöllum um sé áhugavert öllu ungu fólki, jafnvel þeim sem eru eldri en 30 ára. Okkur er ljóst að áhugi ykkar á því efni og áskorunum sem við fjöllum um, mun að öllum líkindum ekki breytast bara af því að þið áttuð enn eitt afmælið. Þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir í dag hafa áhrif á flest okkar og eru vel þess virði að við tökumst á við þau í sameiningu, hver sem aldur okkar er.

Okkur er ljóst að líf ykkar allra er misjafnt, hvað menntun varðar, bakgrunn, efnahag, menningu og lífsaðstæður. Efnisumfjöllun okkar er því fjölbreytt og margar frásagnir okkar verða tiltækar á yfir 20 tungumálum í Gospel Library – og við viljum ná til ykkar allra og sjá til þess að efnið verði ykkur öllum gagnlegt. Ungt fullorðið fólk víðs vegar um heim bætir kirkjunni trú sína og hæfileika. Á mörgum stöðum erum við ekki einungis leiðtogar framtíðar, heldur erum við þegar leiðandi afl í kirkjunni, einnig á svæðum þar sem kirkjan hefur verið um langa tíð. Áhrifa okkar mun jafnvel gæta um enn lengri tíð, því við erum foreldrar næstu kynslóðar.

Við gætum haldið áfram enn frekar

Það er svo margt hægt að segja um gildi og möguleika ungs fullorðins fólks, en ef höldum svona áfram, hljómum við eins og við séum að gorta (af því að kynslóð okkar er einfaldlega svo góð). Við látum því duga að segja að Guð þarfnast okkar, við þörfnumst Guðs og kirkju hans og við þörfnumst líka hvers annars. Saman munum „[við] móta söguna,“ líkt og Russell M. Nelson forseti sagði um ungt fullorðið fólk. „Hann mun gera ykkur kleift að koma til leiðar hinu ómögulega. …

„… Þið eruð ,útvalin kynslóð‘ (1 Pét 2:9), forvígð af Guði, til að gera undraverða hluti – að hjálpa við að búa íbúa þessa heims undir síðari komu Drottins!“1

Þrátt fyrir hina síbreytilegu nútíð og óþekkta ögrandi framtíð, getur fyrrihluti fullorðinsáranna verið dásamlegur tími sjálfsuppgötvunar og vaxtar, lærdóms um tilgang veru okkar á jörðu og hvernig við getum haft fagnaðarerindið að þungamiðju lífs okkar. Við erum full eftirvæntingar yfir að vera með ykkur í þessari ferð og vonum að þið látið sjá ykkur oft hér!

Þar sem finna má okkur

Vikulegt efni UFF er staðsett í Gospel Library, undir Magazines eða Adults > Young Adults. Þið getið líka fundið einhverjar frásagnir fyrir ykkur í tímaritinu Líahóna á Facebook síðu Líahóna og á aðalsíðu kirkjunnar ChurchofJesusChrist.org.

Við viljum heyra frá ykkur

  • Hvaða efni viljið þið fá til umfjöllunar?

  • Hvaða frásögnum viljið þið miðla?

  • Hverjar eru ábendingar ykkar til okkar?

Þið getið sent eigin frásagnir, hugmyndir og ábendingar á liahona.ChurchofJesusChrist.org. Við viljum endilega heyra frá ykkur!

Heimildir

  1. Russell M. Nelson, „Stand as True Millennials,“ Liahona, okt. 2016, 50, 53.