2021
Vísdómsorðið
Ágúst 2021


„Vísdómsorðið,“ Barnavinur, ágúst 2021.

Mánaðarlegur boðskapur Barnavinar, ágúst 2021

Vísdómsorðið

Joseph Smith kennir hópi manna

Joseph Smith hélt fundi til að kenna fólki um fagnaðarerindið. Stundum reyktu menn og tuggðu tóbak.

Joseph og Emma Smith

Þetta olli Emmu Smith áhyggjum. Reykurinn og tóbakið var sóðalegt og það var eitthvað ekki í lagi með þetta. Emma og Joseph veltu því fyrir sér hvað Guði fyndist um þetta.

Joseph Smith á bæn

Joseph fór með bæn og Drottinn svaraði. Drottinn varaði meðlimi kirkjunnar við reykingum og tóbaksnotkun. Hann sagði að þetta væri ekki gott fyrir líkama okkar. Hann varaði þá líka við því að drekka te, kaffi og áfengi.

grænmeti

Guð sagði að við ættum að neyta ávaxta, grænmetis og annarra hollra fæðuefna. Við köllum þessa kenningu Vísdómsorðið.

stúlka að borða

Ég get lifað eftir Vísdómsorðinu. Himneskur faðir mun blessa mig er ég annast líkama minn vel.

Litasíða

Ég get hugsað vel um líkama minn.

börn sippa

Hvað gerið þið til að hirða vel um líkama ykkar?

Smellið á myndina til að niðurhala.

Myndskreyting eftir Apryl Stott