„Hvernig get ég vitað að ég heyri rödd Drottins í lífi mínu?“ Til styrktar ungmennum, feb. 2021, 29.
Mánaðarlegur boðskapur Til styrktar ungmennum, febrúar 2021
Hvernig get ég vitað að ég heyri rödd Drottins í lífi mínu?
Russell M. Nelson forseti hefur boðið okkur að „hugsa vandlega og oft“ um það hvernig við heyrum í Jesú Kristi og að „leggja á okkur að heyra betur í honum og oftar“ („‚Hvernig hlýðið þið á hann? #HlýðÞúÁHann‘ A Special Invitation [Sérstakt boð],“ 26. feb. 2020, blog.ChurchofJesusChrist.org.)
Við getum hlýtt á hann í gegnum ritningarnar og orð spámannanna. Lykillinn er samt ekki bara að heyra eða lesa þessi orð. Drottinn útskýrði með spámanninum Joseph Smith:
„Það er mín rödd, sem talar [þessi orð] til yðar. Því að þau eru gefin yður af anda mínum …
Þess vegna getið þér vottað, að þér hafið heyrt rödd mína og þekkið orð mín“ (Kenning og sáttmálar 18:35–36).
Að auki er það að leitast við að hlýða á hann ekki eitthvað sem við gerum í törnum. Nelson forseti sagði: „Það þarf meðvitaða og stöðuga einbeitni“ („Hlýð þú á hann,“ aðalráðstefna, apríl 2020).
Þegar þið lærið, biðjið, tilbiðjið, þjónið og hlýðið boðorðum Drottins, mun hann blessa ykkur með anda sínum og breyta ykkur fyrir tilverknað friðþægingar Jesú Krists. Þá getið þið vitað að þið hafið heyrt rödd hans.
© 2021 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn. Printed in USA. Samþykkt á ensku: 6/19. Þýðing samþykkt: 6/19. Þýðing á Monthly For the Strength of Youth Message, February 2021. Icelandic. 17464 190