2021
Það þurfti dreng til að bjarga þorpi
Apríl 2021


„Þurfti dreng til að bjarga þorpi,“ Til styrktar ungmennum, apríl 2021, 10–11.

Til styrktar ungmennum: Mánaðarlegur boðskapur, apríl 2021

Það þurfti dreng til að bjargaþorpi

Tom Fanene var aðeins 12 ára, en þegar hræðilegur sjúkdómur kom upp í þorpi hans á Samóaeyjum, var honum falið að gera nokkuð dásamlegt.

Drengur á Samóaeyju, hjálpandi veikum þorpsbúa

Myndskreyting eftir James Madsen; ljósmynd frá Getty Images

Ungmennaþema þessa árs segir ykkur að „leggja grunninn að miklu verki“ (Kenning og sáttálar 64:33). Í allri sögu kirkjunnar hefur ungt fólk oft gegnt mikilvægu hlutverki við uppbyggingu ríkis Guðs á tvísýnum tímum. Hér er eitt dæmi.

Eyjafaraldur

Fyrir rúmum 100 árum á Samóaeyjum í Kyrrahafinu, veitti ungur maður, að nafni Tom Fanene, mikilvæga hjálp þar sem um líf og dauða var að tefla fyrir meðlimi Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.

Tom bjó í þorpi sem heitir Sauniatu, sem var stofnað af Síðari daga heilögum á svæðinu til að koma þar saman og mynda samfélag. Á sama hátt og heilagir Guðs á öðrum tímum og stöðum höfðu gert, upplifðu þeir erfiðleika og kraftaverk þegar þeir unnu að því að byggja saman upp ríki Guðs. Einir slíkir erfiðleikar komu upp árið 1918, þegar inflúensufaraldur kom upp í þorpinu.

Um leið og sjúkdómurinn kom upp var hann hræðilegur og smitaðist hratt. Næstum allir hinna um það bil 400 þorpsbúa voru rúmliggjandi vegna sjúkdómsins. Aðeins tveir þeirra voru nægilega styrkir til að vera á fótum: eldri maður og hinn 12 ára Tom.

Trú og erfiði

Fjölskylda Tom hafði áður sýnt trú í veikindum og séð kraftaverk í kjölfarið. Ailama, yngri bróðir Toms, hafði veikst nokkrum árum áður. Faðir þeirra, Elisala, dreymdi draum þar sem hann fékk sérstakar leiðbeiningar um hvað gera skyldi til að hjúkra Ailama: Finndu Wili-Wili tré, fjarlægðu börkinn og kreistu safann út. Elisala gerði þetta og færði Ailama safann, sem drakk hann og jafnaði sig fljótlega. Tom hafði því séð hvernig trúariðkun getur hjálpað við að sigrast á veikindum.

Í inflúensufaraldrinum 1918 iðkaði Tom trú, er hann vann hörðum höndum við að annast íbúa þorpsins. „Á hverjum morgni fór ég hús úr húsi til að fæða og þrífa fólkið og til að komast að því hver hefði dáið,“ sagði hann.

Hann sótti vatnsfötur úr lind og bar vatn í hvert hús. Hann klifraði upp á kókoshnetutré, tíndi kókoshnetur, afhýddi þær og opnaði til að safna safanum og færa hann hinum sjúku. Hann aflífaði líka alla kjúklingana í þorpinu til að búa til súpu fyrir hverja fjölskyldu.

Láta að sér kveða

Í þessum faraldri dó um fjórðungur allra íbúa Samóaeyja úr inflúensu. Sumir íbúanna í þorpi Tom dóu líka. Tom hjálpaði við að taka grafir og jarðsetja meira en 20 þeirra, þar á meðal föður sinn, Elisala.

Þökk sé erfiði og kærleiksríkri umönnun Toms að margir í þorpinu hans lifðu af. Hann kom miklu til leiðar í lífi þessa fólks og við uppbyggingu ríkis Drottins á Samóaeyjum. Hann var að „leggja grunninn að miklu verki.“

Það gerið þið líka á ykkar hátt.

Það er ekki víst að þið verðið kölluð til að gera það sem Tom gerði, en þið iðkið í raun trú á margan hátt, sem mun skipta miklu fyrir ykkur sjálf, aðra og verkið við að byggja upp ríki Guðs.

Þið setjið fordæmi fyrir fjölskyldu ykkar, vini og aðra, með því að iðka dyggð, þolinmæði, góðvild og kærleika. Þið þjónið öðrum. Þið takið þátt í ritningarnámi og bæn. Þið miðlið sannleika hins endurreista fagnaðarerindis Jesú Krists.

Á síðastliðnu ári hafa mörg ykkar jafnvel þegar gert þessa hluti og tekist á við áhrif faraldurs. Þið hafið ef til vill ekki sótt vatn og kókoshnetur og hjúkrað 400 manns til heilsu, en þið hafið á margan annan hátt fært fólki huggun, von, gleði og frið.

Aldur ykkar skiptir minna máli en trú ykkar og vilji til að erfiða og þjóna öðrum. Dæmi fortíðar, eins og um Tom Fanene, geta hjálpað ykkur að skilja að þörf er á því að þið leggið grunninn að miklu verki Guðs.