„Þurfum við að vera fullkomin núna?“ Til styrktar ungmennum, feb. 2023
Mánaðarlegur boðskapur Til styrktar ungmennum, febrúar 2023
Þurfum við að vera fullkomin núna?
Ritningarnar voru skrifaðar til að blessa og hvetja okkur og það gera þær vissulega. Hafið þið samt tekið eftir því að stundum birtist ritningargrein sem minnir okkur á að eitthvað vantar upp á hjá okkur? Dæmi: „Verið þér því fullkomnir, eins og faðir yðar himneskur er fullkominn“ (Matteus 5:48). Hvað þetta boðorð varðar, þá langar okkur bara að fara aftur upp í rúm og breiða yfir höfuðið. Slíkt himneskt markmið virðist utan seilingar. En varla myndi Drottinn gefa okkur boðorð sem hann vissi að við gætum ekki haldið.
„Komið til Krists, fullkomnist í honum,“ hvetur Moróní. „Elskið Guð af öllum mætti yðar, huga og styrk, … fyrir náð hans náið þér [þá] fullkomnun í Kristi“ (Moróní 10:32; skáletrað hér). Eina von okkar um sanna fullkomnun er að meðtaka hana sem gjöf af himnum – við getum ekki „unnið“ fyrir henni.
Að Jesú einum undanskildum, hefur enginn átt flekklausa frammistöðu í þessari jarðnesku ferð sem við tökum okkur fyrir hendur og því skulum við stefna að stöðugri framþróun í jarðlífinu og forðast óheyrilegar væntingar af okkur sjálfum og öðrum.
Ef við höldum ótrauð áfram, mun fágun okkar ljúka einhvern tíma í eilífðinni og verða alger – sem er merking Nýja testamentisins á fullkomnun.
© 2023 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn. Printed in USA. Samþykkt á ensku: 6/19. Þýðing samþykkt: 6/19. Þýðing á Monthly For the Strength of Youth Message, February 2023. Language. 18910 190