Mánaðarlegur boðskapur Til styrktar ungmennum, desember 2024
Jólasagan
Kynnið ykkur þessa kunnuglegu jólasviðsmynd og hvernig hún hjálpar okkur að einblína á frelsarann.
Betlehem
Betlehem þýðir „hús brauðs“ á hebresku. Hún er stundum kölluð borg Davíðs, en spáð hafði verið að Messías yrði af ætt hans (sjá Jeremía 23:5; Jóhannes 7:42). Samúel smurði Davíð til konungs í Betlehem (sjá 1. Samúelsbók 16:1–13). Því var spáð að Messías myndi fæðast þar (sjá Míka 5:1).
Gistihús
Gríska orðið fyrir gistihús gæti þýtt hvaða tímabundnu gistingu sem er, þar á meðal gestaherbergi. María „lagði [Kristsbarnið] í jötu. Því að eigi var rúm handa þeim í gistihúsi“ (Lúkas 2:7). (Í Þýðingu Josephs Smith stendur „gistihús.“) „Eigi var rúm“ gæti þýtt að þeim hafi verið vísað frá eða að enginn staður sem þau hefðu getað dvalið á byði upp á pláss til að fæða barn. Hvað sem öllu líður, þá fóru þau þangað sem var jata.
Jata
Jata er upphækkaður kassi eða trog sem geymir fóður fyrir dýr. Í Júdeu til forna voru þær að mestu úr steini. Gistikrár voru með húsagarða í miðjunni með jötum og mörg heimili voru einnig með jötur í stóra aðalherberginu, svo hægt væri að hafa dýr þar yfir nótt.
Reifar
Mæður hafa vafið nýbura reifum (vafið þá inn í teppi eða dúk) í þúsundir ára. Það huggar og róar ungviðið eftir viðbrigðin við að yfirgefa móðurkviðinn. Teppið sem María notaði gæti hafa verið sérstaklega merkt fjölskyldunni.
María og Jósef
Þau voru gott og réttlátt fólk og voru bæði niðjar Davíðs. Þau höfðu bæði fengið vitjun frá engli í undirbúningi fyrir fæðingu frelsarans (sjá Matteus 1:18–25; Lúkas 1:26–38). Þau ferðuðust 100–140 km til Betlehem. María var barnshafandi meðan á ferðalaginu stóð.
Hirðar
Hirðar gættu hjarða sinna nálægt Betlehem. Sumir fræðimenn segja að aðeins hafi mátt ala upp sauði nálægt borg sem ætlaðir voru til musterisfórna. Þessir hirðar gætu því hafa verið að gæta sauða sem yrðu táknrænir fyrir fórn Jesú Krists fyrir okkur (sjá HDP Móse 5:6–7). Þeir yfirgáfu hjarðir sínar til að sjá Messías, hvers friðþægingarfórn myndi hann afnema dýrafórnir.
Kristsbarnið
Jesús Kristur er þungamiðja sviðsmyndar jólasögunnar – og lífs okkar.
© 2024 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn. Printed in USA. Samþykkt á ensku: 6/19. Þýðing samþykkt: 6/19. Þýðing á Monthly For the Strength of Youth Message, December 2024. Icelandic. 19346 190