2010–2019
Stúlknafélagið í starfinu
Apríl 2018


Stúlknafélagið í starfinu

Hver og ein ung stúlka í kirkjunni ætti að sjá sig mikils metna, fá tækifæri til að þjóna og finna að hún hafi eitthvað verðmætt að leggja fram til starfsins.

Fyrir ári talaði Gérald Causse við karlmenn kirkjunnar á aðalfundi Prestdæmisins og lýsti því hvernig Arons- og Melkiesedekprestdæmishafar eru óaðskiljanlegir félagar í að koma sáluhjálparáætluninni í verk. Þau skilaboð hafa verið mikil blessun í að aðstoða pilta í Aronspresdæminu að sjá það hlutverk sem þeir eiga í því að byggja upp ríki Guðs á þessari jörðu. Sameiginleg þjónusta þeirra styrkir kirkjuna og kemur af stað dýpri trúskiptum og skuldbindingu í hjörtum piltanna okkar, er þeir sjá hvert gildi framlags þeirra er og hve stórkostlegt þetta starf er.

Í dag langar mig að láta orð mín vera bókarstoð fyrir þau skilaboð er ég tala um stúlkurnar í kirkjunni, sem er jafn mikil þörf fyrir og eru nauðsynlegar í að koma áætlunarverki Drottins í verk, í fjölskyldu þeirra og kirkju hans.

Eins og Caussé biskup, þá bjó ég í lítilli grein kirkjunnar góðan hluta unglingsára minna og ég var oft beðin um að taka að mér verkefni og kallanir sem hefðu vanalega verið í höndum fullorðinna. Til dæmis þá tókum við unga fólkið oft leiðandi þátt í skipulagi og rekstri á starfi okkar og sérstökum uppákomum. Við skrifuðum leikrit, skipulögðum sönghópa til að skemmta á greinarskemmtunum og vorum virkir þátttakendur á öllum samkomum. Ég var kölluð til að vera tónlistarstjóri greinarinnar og leiddi sönginn á sakramentissamkomum í hverri viku. Það var frábær reynsla fyrir 16 ára einstakling að standa frammi fyrir allri greininni á hverjum sunnudegi og leiða hana í sálmasöngnum? Ég skynjaði þörf fyrir mig og vissi að ég hefði eitthvað að leggja fram. Fólk treysti á að ég væri þar og ég naut þess að upplifa að það væri þörf fyrir mig. Sú reynsla hjálpaði til við að byggja upp vitnisburð minn um Jesú Krist og á sama hátt og með Caussé biskup, þá kjölfesti það líf mitt í fagnaðarerindinu.

Hver þegn kirkjunnar ætti að vita hve mikil þörf er fyrir hann. Hver einstaklingur hefur eitthvað mikilvægt til að leggja til og hefur einstaka hæfileika og getu til að aðstoða við að færa þetta mikilvæga starf áfram. Piltarnir okkar hafa skyldur Aronsprestdæmsins sem eru útlistaðar í Kenningu og sáttmálum og eru oft frekar sjáanlegar. Það er kannski ekki eins áberandi fyrir stúlkur kirkjunnar, foreldra þeirra og leiðtoga, að frá fæðingu hafa þær sáttmálsskyldur um að „syrgja með syrgjendur, já, og hugga þá sem huggunar þarfnast, og standa sem vitni Guðs, alltaf, í öllu og allstaðar, hvar sem [þær kunna] að vera, já allt til dauða.“ Stúlkurnar hafa tækifæri til að uppfylla þessar skyldur í deildum þeirra og greinum og þegar þær þjóna í bekkjum sínum. Hver og ein stúlka í kirkjunni ætti að sjá sig mikils metna, fá tækifæri til að þjóna og finna að hún hafi eitthvað verðmætt að leggja fram til starfsins.

Í Handbook 2 lærum við að verk sáluhjálpar innan deilda okkar snýst um „meðlimatrúboðsverk, varðveislu nýrra meðlima, virkjun lítt virkra meðlima, musteris og fjölskyldusöguverk og kennslu fagnaðarerindisins. Þetta starf er leitt af trúföstum biskupum okkar sem hafa lyklana fyrir deild þeirra. Í mörg ár hefur forsætisráð okkar verið að spyrja okkur þessarar spurningar: „Í hvaða hlutverkum sem nefnd eru ættu ungu stúlkurnar okkar ekki að vera þátttakendur í?“ Svarið er að þær hafa eitthvað til að leggja fram í öllum þáttum þessa verks.

Til að mynda þá hitti ég nýlega nokkrar stúlkur á Las Vegas svæðinu sem hafa verið kallaðar sem musteris- og fjölskyldusöguráðgjafar deildarinnar. Þær ljómuðu af ákafa yfir því að geta kennt og aðstoðað kirkjuþegna í deildum þeirra við að finna áa sína. Þau hafa dýrmæta hæfileika á tölvunum, hafa lært að nota FamilySearch og voru spenntar fyrir því að deila þeirri þekkingu með öðrum. Það var greinilegt að þær áttu vitnisburði og skilning á mikilvægi þess að leita að nöfnum fráfallinna forfeðra svo að nauðsynlegar sáluhjálpandi helgiathafnir fyrir þá gætu farið fram í musterinu.

Fyrir nokkrum mánuðum síðan fékk ég tækifæri til að gera tilraun með hugmynd með tveimur 14 ára gömlum stúlkum. Ég náði í eintök af tveimur dagskrám fyrir raunverulega deildarráðsfundi og afhenti Emmu og Maggie sitt hvort eintakið. Ég bað þær að lesa yfir dagskrána og sjá hvort það væri eitthvað á framkvæmdarlistanum sem þær gætu veitt hjálp með. Emma sá að það var ný fjölskylda að flytja inn í deildina og hún sagðist geta hjálpað þeim að flytja inn og taka upp úr kössum. Hún taldi sig geta vingast við börnin í fjölskyldunni og sýnt þeim nýja skólann sinn. Hún sá að það var matarveisla framundan í deildinni og taldi að það væru margar leiðir sem hún gæti veitt aðstoð sína þar.

Maggie sá að það voru eldri hjón í deildinni sem þörfnuðust heimsókna og vináttu. Hún sagði að hún myndi hafa gaman að því að heimsækja og hjálpa til með þessa yndislegu eldri meðlimi. Henni fannst einnig að hún gæti hjálpað kirkjuþegnum deildarinnar við að setja upp og nota samfélagsmiðlasíður. Það var í raun ekkert í þessari dagskrá sem þessar ungu konur gátu ekki hjálpað til við.

Sjá þeir sem sitja í deildarráði, eða hafa einhverjar kallanir í deildinni, stúlkurnar sem dýrmætan mannauð til að aðstoða við að uppfylla hinar mörgu þarfir sem þarf að sinna innan deildarinnar? Það er yfirleitt langur listi af aðstæðum sem þarf á einhverjum að halda til að þjóna og við hugsum oft einungis til fullorðna fólksins í deildinni til að sinna þessum þörfum. Eins og Aronsprestdæmishöfunum okkar hefur verið boðið að þjóna með feðrum sínum og öðrum mönnum í Melkíesedekprestdæminu þá er hægt að kalla á stúlkurnar til að veita þjónustu og sinna þörfum deildarmeðlima með mæðrum sínum eða öðrum fyrirmyndar systrum. Þær eru hæfar, ákafar og fúsar til að gera svo mikið meira en bara að mæta í kirkju á sunnudögum.

Stúlka að aðstoða við matvörur
Stúlka að þjóna
Stúlka að aðstoða með tölvu
Stúlka að þrífa
Stúlka að stjórna tónlist
Stúlka að kenna
Stúlka í vesti Hjálpandi handa
Ungar stúkur heilsa gestum í kirkju

Er við íhugum þau hlutverk sem vænst er af stúlkunum að takast á við í náinni framtíð, þá gætum við spurt okkur sjálf hverskonar reynslu við gætum séð þeim fyrir núna sem gæti hjálpað þeim að undirbúa sig fyrir trúboð, að verða fræðimenn fagnaðarerindisins, leiðtogar í aðildarfélögum kirkjunnar, musterisþjónar, eiginkonur, mæður, leiðbeinendur, fordæmi og vinir. Þær geta í raun byrjað núna að fylla mörg þessi hlutverk. Æskan er oft beðin um að aðstoða við að kenna lexíur á sunnudögum í bekkjum þeirra. Tækifærin eru nú til reiðu fyrir ungu konurnar okkar að veita þjónustu í musterinu sem áður var veitt af musterisþjónum eða sjálfboðaliðum þegar þær fara í musterið með æskuhópum til að framkvæma skírnir fyrir hina dánu. Barnafélagsstúlkunum okkar en nú boðið að mæta í prestdæmis- og musterisundirbúningstíma, sem mun hjálpa þeim að skilja að einnig þær eru mikilvægir þátttakendur í prestdæmisstýrðu starfi. Þær eru læra að menn, konur, æskufólk og börn eru öll þiggendur prestdæmisblessana og geta tekið virkan þátt í að færa prestdæmisstýrt starf áfram.

Biskupar, við vitum að skyldur ykkar eru oft þungar að bera en á sama hátt og að aðalforgangsatriði ykkar er að vera í forsæti fyrir Aronsprestdæmissveitunum þá segir í Handbook 2, að „biskupar og ráðgjafar þeirra veita Stúlknafélaginu prestdæmisleiðsögn.“ Þeir vaka yfir og styrkja einstakar stúlkur, vinna náið með foreldrum og leiðtogum Stúlknafélagsins í þessu verki.“ Þar segir einnig „Biskupinn og ráðgjafar hans taka reglulega þátt í fundum Stúlknafélagsins, þjónustu og viðburðum.“ Við erum þakklát fyrir biskupa sem taka sér tíma til að heimsækja námsbekki Stúlknafélagsins og sem veita stúlkum tækifæri til að vera meira en bara áhorfendur verksins. Við þökkum ykkur fyrir að sjá til þess að stúlkurnar ykkar séu mikils metnir þátttakendur í að mæta þörfum deildarmeðlima! Þessi tækifæri til að þjóna, blessa þær mun meira en viðburðir þar sem einungis er boðið upp á afþreyingu.

Þið, stúlkur í kirkjunni, táningsár ykkar geta verið annasöm og oft mikil áskorun. Við höfum tekið eftir því að margar ykkar eruð að berjast við mál eins og lélegt sjálfsmat, kvíða, mikið álag og jafnvel einnig þunglyndi. Með því að snúa hugsunum ykkar út á við, í stað þess að hugsa einungis um eigin vandamál, leysir kannski ekki þessi mál en þjónusta getur létt byrðar ykkar og látið áskoranir ykkar virðast léttari. Ein besta leiðin til að bæta sjálfsmatið er að sýna að við höfum margt mjög verðmætt til að legga fram í þjónustu og umhyggju. Ég hvet ykkur, stúlkur, til að rétta upp hendur og bjóða ykkur fram í sjálfboðavinnu og virkja síðan þessar sömu hendur þegar þið sjáið þörf í kringum ykkur. Er þið uppfyllið sáttmálsskyldur ykkar og takið þátt í að byggja upp ríki Guðs, þá munu blessanir flæða inn í líf ykkar og þið munið uppgötva djúpa og varanlega gleði sem fylgir því að vera lærisveinn.

Bræður og systur, stúlkurnar okkar er undraverðar. Þær hafa hæfileika, ótakmarkaðan áhuga og orku og eru samúðarfullar og umhyggjusamar. Þær vilja þjóna. Þær þarfnast þess að vita að þær eru mikilsmetnar og nauðsynlegar í sáluhjálparverkinu. Rétt eins og piltarnir undirbúa sig í Aronsprestdæminu fyrir meiri þjónustu þegar þeir fá Melkiesedeskprestdæmið, þá eru stúlkurnar okkar að undirbúa sig undir að verða meðlimir í stórkostlegasta kvenfélagi jarðarinnar, Líknarfélaginu. Saman geta þessar yndislegu, sterku, trúföstu stúlkur og piltar undiðbúið sig undir að verða eiginkonur og eiginmenn og mæður og feður, sem munu ala upp börn sem verða verðug fyrir himneska ríki Guðs.

Ég ber vitni um að verk himnesks föður er að sjá börnum hans fyrir ódauðleika og eilífu lífi. Hjartfólgnu stúlkurnar okkar eiga mikilvægu hlutverki að gegna í að uppfylla þetta mikla verk. Í nafni Jesú Krists, amen.