2010
Að verða sjálfbjarga
janúar 2010


Boðskapur heimsóknarkennara

Að verða sjálfbjarga

Kennið þessar ritningargreinar og tilvitnanir í bænaranda eða aðrar reglur, ef þörf er á því, sem verða systrunum sem þið heimsækið til blessunar. Berið vitni um kenninguna. Bjóðið þeim sem þið heimsækið að segja frá því hvað þeim finnst og hvað þær hafi lært.

Hvað er að vera sjálfbjarga?

„ ,Að vera sjálfbjarga þýðir að nota allar blessanir okkar sem koma frá himneskum föður til að hugsa um okkur sjálf og fjölskyldur okkar og finna lausnir á okkar eigin vandamálum.‘ Hvert okkar ber þá ábyrgð að reyna að forðast fyrirfram vandamál og læra að yfirstíga áskoranir þegar þær birtast. …

Hvernig verðum við sjálfbjarga? Við verðum sjálfbjarga með því að afla nægilegrar þekkingar, menntunar, með lestri og skriftarkunnáttu, með viturlegri stjórn á fjármálum og hjálparlindum, með því að vera andlega sterk, undirbúast fyrir neyðaratvik og hættuástand og með því að hafa góða líkamlega heilsu og líða andlega vel.“1

Julie B. Beck, aðalforseti Líknarfélagsins.

Ábyrgð fagnaðarerindis

„Við verðum sjálfbjarga er við lifum með forsjá og aukum við andlegar gjafir okkar og hæfileika. Að vera sjálfbjarga er að taka ábyrgð á okkar eigin andlegri og stundlegri velferð og þeirra sem himneskur faðir hefur falið okkur að gæta. Það er einungis þegar við erum sjálfbjarga sem við getum líkt eftir frelsaranum í þjónustu og blessun öðrum til handa.

Það er mikilvægt að skilja það að vera sjálfbjarga er leið að settu marki. Loka takmark okkar er að verða eins og frelsarinn og það takmark er aukið með óeigingjarnri þjónustu við aðra. Geta okkar til að þjóna eykst eða minnkar eftir því hversu sjálfbjarga við erum.“2

Öldungur Robert D. Hales í Tólfpostulasveitinni.

„Að vera sjálfbjarga er afurð okkar eigin vinnu og er undirstaða allra annara velferðarreglna. Það er nauðsynlegur þáttur í andlegri sem og stundlegri velferð okkar. Marion G. Romney [1897–1988] forseti hefur sagt um þessa reglu: ,Við skulum vinna fyrir því sem við þörfnumst. Við skulum vera sjálfbjarga og sjálfstæð. Ekki er hægt að öðlast sáluhjálp með neinni annari reglu. Sáluhjálp er í höndum einstaklingsins og við verðum að vinna að okkar eigin sáluhjálp í stundlegum sem og andlegum málum.‘ …

Spencer W. Kimball forseti [1895–1985] kenndi einnig eftir-farandi um það að vera sjálfbjarga: ,Hver einstaklingur ber fyrst og fremst sjálfur ábyrgð á félagslegri, tilfinningalegri, andlegri, líkamlegri og fjárhagslegri velferð sinni, svo fjölskylda sinnar og loks kirkjunnar, sé hann trúfastur kirkjuþegn.‘“3

Thomas S. Monson forseti.

Heimildir

  1. “The Welfare Responsibilities of the Relief Society President,” Basic Principles of Welfare and Self-Reliance (2009), 4–5.

  2. “A Gospel Vision of Welfare: Faith in Action,” Basic Principles of Welfare and Self-Reliance (2009), 1–2.

  3. “Guiding Principles of Personal and Family Welfare,” Liahona, febrúar 1987, 3.

Prenta