Æskufólk
Hinir mörgu trúboðar í lífi mínu
Þegar ég fór í fyrsta sinn í kirkju með trúboðunum, þekkti ég þar fólk úr samfélaginu og sem ég hafði alist upp með. Ég kom auga á eina bestu vinkonu mína frá skólaárunum, skólaritara grunnskólans, stúlku sem ég hafði ekki komið sérlega vel fram við áður fyrr og meira að segja ungan mann sem ég hafði eitt sinn verið hrifin af.
Allir þessir einstaklingar höfðu haft varanleg áhrif á mig. Besta vinkona mín var afskaplega ráðvönd stúlka og af hennar völdum ákvað ég að halda áfram að kynna mér kirkjuna. Ritararnir sem mundu eftir mér frá skólaárunum, hjálpuðu mér að skilja mikilvægi mitt. Ég lærði um guðlega elsku og kærleika af ungu konunni sem tók mér fagnandi þótt ég hefði ekki komið sérlega vel fram við hana á skólaárunum. Unglingsástin mín sýndi mér afar gott fordæmi og ég hafði skynjað ljós hans og laðast að honum.
Þessi reynsla gerði mér kleift að læra, að jafnvel áður en trúboðarnir komu fyrst til mín, hafði himneskur faðir búið mig undir að taka á móti fagnaðarerindinu með því fólki sem ég umgekkst. Af þeim lærðist mér að hið smáa sem við gerum getur komið miklu til leiðar. Og það sem mestu skiptir, mér hefur lærst að trúboð hefst með mér.