2012
Í miðjum undirbúningi að trúboði
júlí 2012


Æskufólk

Í miðjum undirbúningi að trúboði

Uchtdorf forseti býður trúboðum að líta svo á að þeir séu í miðju trúboðs síns. Þið getið líka hagnýtt þessa hugmynd við eigin trúboðsundirbúning: Þið getið búið ykkur undir trúboðsþjónustu, hvort heldur þið eruð 12 eða 18 ára.

Hvað er nokkuð af því sem þið getið gert „í miðjum” undirbúningi ykkar fyrir trúboð?

  • Verðið alltaf verðug þess að fara í musterið.

  • Lærið að þekkja innblástur heilags anda með því að skrá innblásturinn og fylgja honum.

  • Biðjið fyrir trúboðunum.

  • Spyrjið trúboðana á ykkar svæði hvað þeir telji best að þið gerið til að búa ykkur undir að þjóna í trúboði.

  • Lærið að stjórna tíma ykkar vel, þar á meðal mikilvægum viðfangsefnum, líkt og þjónustu, ritningarlestri og dagbókarskrifum.

  • Þegar þið ræðið við fjölskylduna, miðlið þá ritningargrein sem nýverið hefur innblásið ykkur. Útskýrið hvað ykkur finnst um ritningargreinina.

  • Spyrjið vini ykkar um trú þeirra og skoðanir. Verið fús til að miðla trú ykkar. Bjóði þeim á viðburði í kirkjunni.

Þegar þið áttið ykkur á að þið eruð á miðju undirbúningsskeiði trúboðs ykkar, getið þið lifað þannig að þið séuð verðugri þess að njóta trausts Drottins og samfélag andans.