Boðskapur heimsóknarkennara, febrúar 2013
Snúið til Drottins
Lærið efnið í bænarhug og ræðið það við systurnar sem þið heimsækið, eins og við á. Nýtið spurningarnar ykkur til hjálpar við að styrkja systurnar og gera Líknarfélagið að virkum þætti í lífi ykkar. Frekari upplýsingar má finna á reliefsociety.lds.org.
Nýjar systur í kirkjunni—þar með talið stúlkur sem fara í Líknarfélagið, systur sem verða virkar að nýju og nýir trúskiptingar—þurfa stuðning og vináttu heimsóknarkennara. „Þátttaka meðlima er nauðsynleg við varðveislu trúskiptinga og virkjun lítt virkra meðlima,“ sagði öldungur M. Russell Ballard í Tólfpostulasveitinni. „Áttið ykkur á þeirri hugsjón að Líknarfélagið … getur orðið eitt af öflugustu hjálpartækjum kirkjunnar til að byggja upp vináttu. Náið í tíma til þeirra wsem hljóta kennslu og eru endurvirkjaðir og leiðið þá með kærleika inn í kirkjuna með samtökum ykkar.“1
Við getum, sem meðlimir Líknarfélagsins, hjálpað nýjum meðlimum að læra grunnhætti kirkjunnar:
-
Flytja ræðu.
-
Gefa vitnisburð.
-
Lifa eftir föstulögmálinu.
-
Greiða tíund og aðrar fórnir.
-
Taka þátt í ættfræðistarfi.
-
Framkæma skírnir og staðfestingar í þágu látinna áa.
„Það þarf umhyggjusama vini til að nýir meðlimir finni að þeir séu velkomnir og að þeim líði vel í kirkju,“ sagði öldungur Ballard.2 Á öllum okkar, einkum þó heimsóknarkennurum, hvílir sú mikilvæga ábyrgð að stuðla að vináttu við nýja meðlimi til að hjálpa þeim að verða staðfastlega „[snúnir] til Drottins“ (Alma 23:6).
Úr ritningunum
Úr sögu okkar
„Þar sem fjöldi trúskiptinga vex stöðugt,“ sagði Gordon B. Hinckley forseti (1910–2008), „verðum við að leggja aukna áherslu á að hjálpa þeim að fóta sig. Allir þurfa þeir þetta þrennt: Vin, ábyrgð og að endurnærast af ‚hinu góða orði Guðs‘ (Moró 6:4).“3
Heimsóknarkennarar eru í aðstöðu til að hjálpa þeim sem þeir vaka yfir. Vináttan kemur oft fyrst, líkt og í tilviki ungrar Líknarfélagssystur, sem var heimsóknarkennari eldri systur. Hægt hafði gengið að rækta vináttuna þar til þær tóku að starfa saman að hreinsunarverkefni. Þær urðu vinkonur og þegar þær ræddu um boðskap heimsóknarkennara, endurnærðust þær báðar af „hinu góða orði Guðs.“
Joseph Fielding Smith forseti (1876–1972) sagði Líknarfélagið „vera nauðsynlegan hluta ríkis Guðs á jörðunni og … að það hjálpaði sínum trúföstu meðlimum að hljóta eilíft líf í ríki föðurins.“4
© 2013 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn. Printed in Germany. Samþykkt á ensku: 6/12. Þýðing samþykkt: 6/12. Þýðing á Visiting Teaching Message, February 2013. Icelandic. 10662 190