Boðskapur heimsóknarkennara, júlí 2013
Kenna og læra fagnaðarerindið
Lærið efnið í bænarhug og ræðið það við systurnar sem þið heimsækið, eins og við á. Nýtið spurningarnar ykkur til hjálpar við að styrkja systurnar og gera Líknarfélagið að virkum þætti í lífi ykkar. Frekari upplýsingar má finna á reliefsociety.lds.org.
Jesús Kristur var afbragðs kennari. Hann setti okkur fordæmi, er hann „kenndi konum meðal fjöldans og persónulega, á götum úti og á ströndinni, sem og á heimilum þeirra. Hann sýndi þeim ástúð og læknaði þær og fjölskyldumeðlimi þeirra.“1
Hann kenndi Mörtu og Maríu og „bauð þeim að verða lærisveinar sýnir og taka á móti hjálpræðinu, ‚[hinu góða hlutskipti]‘ [Lúk 10:42] sem aldrei yrðu frá þeim tekið.“2
Í okkar síðri daga ritningum, býður Drottinn okkur að „fræða hvert annað um kenningu ríkisins“ (K&S 88:77). Cheryl A. Esplin, annar ráðgjafi í aðalforsætisráði Barnafélagsins, sagði varðandi að kenna og að læra um kenningar: „Að læra kenningar fagnaðarerindisins fyllilega, er ævilangt ferli og veitist‚ orð á orð ofan og setning á setning ofan, örlítið hér, örlítið þar‘ (2 Ne 28:30).“3
Þegar við lærum og biðjum, munum við kenna með krafti heilags anda, sem mun koma boðskap okkar „til skila í hjörtum mannanna barna“ (2 Ne 33:1).
Úr ritningunum
Úr sögu okkar
Fyrrverandi spámenn okkar hafa bent okkur á að við sem konur gegnum mikilvægu hlutverki sem kennarar á heimilinu og í kirkjunni. Í september 1979 bauð Spencer W. Kimball forseti (1895–1985) okkur systrunum að læra „fræði ritninganna.“ Hann sagði: „Verðið fróðar í ritningunum—ekki til að niðurlægja aðra, heldur til að lyfta þeim upp! Hver hefur, þegar allt kemur til alls, meiri þörf fyrir að ‚varðveita‘ sannleika fagnaðarerindisins (sem leita má til alltaf þegar þörf er á) en konur og mæður sem einmitt veita svo mikla umönnun og kennslu?”4
Við erum öll kennarar og nemendur. Þegar við kennum úr ritningunum og orðum okkar lifandi spámanna, getum við hjálpað öðrum að koma til Krists. Þegar við tökum þátt í lærdóminum með því að spyrja þýðingarmikilla spurninga og síðan að hlusta, getum við fundið svörin sem við þurfum sjálf á að halda.
© 2013 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn. Printed in Germany. Samþykkt á ensku: 6/12. Þýðing samþykkt: 6/12. Þýðing á Visiting Teaching Message, July 2013. Icelandic. 10667 190