2014
Fyrirheitið um að hjörtun muni snúast
júlí 2014


Boðskapur Æðsta forsætisráðsins, júlí 2014

Fyrirheitið um að hjörtun muni snúast

Ljósmynd
Henry B. Eyring forseti

Móðir mín, Mildred Bennion Eyring, ólst upp í bændasamfélaginu í Granger, Utah, í Bandaríkjunum. Einn bræðra hennar, Roy, tók við sauðfjárbúi fjölskyldunnar. Þegar hann var ungur maður varði hann löngum stundum að heiman. Smátt og smátt varð áhugi hans minni á kirkjunni. Loks flutti hann til Idaho, Bandaríkjunum, gifti sig og eignaðist þrjú börn. Hann lést 34 ára gamall, er eiginkona hans var 28 ára og börnin enn ung að árum.

Þótt litla fjölskyldan hans Roy byggi í Idaho og móðir mín hefði flutt til New Jersey, í 4.025 km fjarlægð, þá skrifaði hún þeim oft kærleiks- og hvatningarbréf. Fjölskylda Roy frænda kallaði hana ástúðlega „Mid frænku.“

Árin liðu og dag einn hringdi ein frænka mín í mig. Mér var sagt að ekkja Roys hefði látist. Frænka mín sagði: „Mid frænka hefði viljað að þú vissir það.“ Mid frækna hafði látist fyrir löngu, en fjölskyldan skynjaði enn ást hennar og lét mig vita af þessu.

Það sló mig hve vel móðir mín hefði uppfyllt hlutverk sitt í fjölskyldunni, sem var svipað því hlutverki sem nefísku spámennirnir höfðu uppfyllt meðal ættmenna sinna, með því að halda sig nærri þeim ættmennum sem þeir vildu kynna fagnaðarerindi Jesú Krists. Nefí hélt heimild sem hann vonaði að hefði þau áhrif á afkomendur bræðra sinna að þeir snérust til trúar forföður þeirra, Lehís. Synir Mósía sýndu sama kærleika þegar þeir prédikuðu fagnaðarerindið fyrir afkomendum Lehís.

Drottinn hefur séð okkur fyrir leið til að upplifa kærleika í fjölskyldum sem hægt er að viðhalda um eilífð. Unga fólkið í kirkjunni í dag finnur hjörtu sín snúast til fjölskyldu sinnar og ættmenna. Það leita nafna ættmenna sem ekki áttu kost á að taka á móti helgiathöfnum sáluhjálpar í þessu lífi. Þau fara með þau nöfn í musterið. Þegar við þau fara ofan í skírnarvatnið, geta þau upplifað kærleika Drottins og þeirra ættmenna sem þau eru staðgenglar fyrir.

Ég man enn eftir kærleiksþeli raddar frænku minnar sem hringdi og sagði: „Móðir okkar er látin og Mid frænka hefði viljað að þú vissir það.“

Þau ykkar sem takið þátt í helgiathöfnum fyrir ættmenni ykkar, vinnið kærleiksverk, líkt og Mósía og spámaðurinn Nefí. Þið munuð, líkt og þeir, gleðjast yfir þeim sem taka á móti fórn ykkar. Þið getið líka vænst þess að upplifa sömu innilegu gleðina og Ammon gerði, sem sagði um trúboðsþjónustu sína meðal fjarskyldra ættmenna:

„Þess vegna skulum við miklast, já, miklast í Drottni. Já, við skulum fagna, því að gleði okkar er algjör. Já, við skulum lofsyngja Guð okkar að eilífu. Sjá, hver getur miklast of mikið í Drottni? Já, hver getur sagt of mikið um hans mikla vald og miskunn og langlundargeð hans gagnvart mannanna börnum? Ég get aðeins lýst broti af því, sem mér býr í brjósti“ (Alma 26:16).

Ég ber vitni um að slíkar kærleikstilfinningar sem þið berið til fjölskyldu ykkar og ættmenna—hvar sem þau kunna að vera—er uppfylling fyrirheitsins um komu Elía. Hann kom vissulega. Hjörtu niðjanna eru að snúast til feðranna og hjörtu feðranna eru að snúast til barnanna (sjá Malakí 4:5–6; Joseph Smith—Saga 1:38–39). Þegar þið finnið ykkur knúin til að finna nöfn áa ykkar og fara með nöfn þeirra í musterið, eruð þið að upplifa uppfyllingu þess spádóms.

Það er blessun að vera uppi á tíma uppfyllingar fyrirheitsins um að hjörtun muni snúast. Mildred Bennion Eyring upplifði þessa sterku hvöt í hjarta sínu. Hún elskaði fjölskyldu bróður síns og sýndi þeim kærleika. Þau upplifðu hjörtu sín snúast í kærleika til Mid frænku sinnar, því þau vissu að hún elskaði þau.

Hvernig kenna á boðskapinn

Þið gætuð viljað lesa spádómana um anda Elía með þeim sem þið heimsækið (sjá Malakí 4:5–6; Joseph Smith—Saga 1:38–39). Ræðið hvað hægt er að gera til að vinna að ættfræði, svo sem skráningu, ljósmyndasöfnun og bloggskrif. Ef þau sem þið heimsækið eru ókunnug FamilySearch.org, íhugið þá að gefa ykkur tíma til að sýna þeim það.

Prenta