2016
Undirstaða vitnisburðar míns
febrúar 2016


æskufólk

Undirstaða vitnisburðar míns

Höfundur býr í Idaho, Bandaríkjunum.

Þegar ég var 16 ára kom vinkona mín í heimsókn með trúboðana. Ég hlaut svör við öllum spurningum mínum innan mánaðar frá fyrstu lexíunni. Ég fann heilagan anda vitna um sannleika boðskapar endurreisnarinnar. Það var ólíkt öllum öðrum upplifunum og ég vissi að allt var þetta satt.

Ég upplifði samt meiri höfnun og mótlæti en ég hafði áður gert. Ég var einmana, þreytt og ráðvillt. Hvers vegna upplifði ég svo mikið mótlæti, ef ég var að gera hið rétta? Ég skildi ekki hvernig raunir mínar voru mér til góðs. Trúboðarnir kenndu mér að fasta og biðja, jafnvel mitt í önnum skólans. Þegar mér fannst þetta orðið óbærilegt, þá úthellti ég hjarta mínu og upplifði um leið huggun andans.

Í vikunni fyrir skírn mína upplifði ég miklar raunir. Yfirmaður minn hótaði að reka mig, ef ég hætti ekki við að láta skírast, til að geta unnið fyrir einhvern annan. Ég endaði á spítala með nýrnasteina og foreldrar mínir báðu mig að flytja að heiman. Það eina sem ég gat gert í öllu þessum raunum var að leita til Drottins.

Allar þessar raunir urðu mér til blessunar. Þær hjálpuðu mér að læra kenningar fagnaðarerindisins, sem urðu undirstaða vitnisburðar míns.

Prenta