2016
Helgiathafnir og sáttmálar musterisins
júní 2016


Boðskapur heimsóknarkennara, júní 2016

Helgiathafnir og sáttmálar musterisins

Kynnið ykkur efnið sem hér er, í bænaranda og leitið að því sem miðla á. Hvernig getur skilningur á „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins“ aukið trú ykkar á Guð og blessað þær konur sem þið vakið yfir með heimsóknarkennslu? Frekari upplýsingar má finna á reliefsociety.lds.org.

Trú, fjölskylda, líkn

Ljósmynd
Merki Líknarfélagsins

Allar helgiathafnir sem nauðsynlegar eru til sáluhjálpar og upphafningar eru samofnar sáttmála við Guð. „Að gjöra og halda sáttmála þýðir að bindast föður okkar á himnum og Jesú Kristi,“ sagði Linda K. Burton, aðalforseti Líknarfélagsins.1

Öldungur Neil L. Andersen í Tólfpostulasveitinni, sagði: „Drottinn sagði: ‚Í helgiathöfnunum … opinberast kraftur guðleikans.‘“

Það eru sérstakar blessanir frá Guði ætlaðar hverjum þeim verðuga einstaklingi sem lætur skírast, meðtekur heilagan anda og tekur sakramentið reglulega.“2

„Þegar karlar og konur fara í musterið,“ sagði öldungur M. Russell Ballard í Tólfpostulasveitinni, „er þeim báðum veittur sami krafturinn, sem er kraftur prestdæmisins …

… Allir karlar og konur hafa aðgang að þessum krafti, sér til hjálpar í lífi sínu. Allir sem hafa gert helga sáttmála við Drottin og heiðra þá sáttmála, geta hlotið persónulega opinberun, blessun englaþjónustu, átt samskipti við Guð, tekið á móti fyllingu fagnaðaerindisins og orðið erfingjar með Jesú Kristi að öllu sem faðirinn á.“3

Viðbótarritningagreinar

1 Ne 14:14; Kenning og sáttmálar 25:13; 97:8; 109:22

Raunverulegir atburðir

Árið 2007, fjórum dögum eftir öflugan jarðskjálfta í Perú, átti öldungur Marcus B. Nash, af hinum Sjötíu, samtal við greinarforsetann Wenceslao Conde og eiginkonu hans, Pamelu. „Öldungur Nash spurði systur Conde hvernig litlu börnunum hennar liði. Hún svaraði brosandi að fyrir gæsku Guðs væru þau öll örugg og heil á húfi. Hann spurði um hús Conde-hjónanna.

‚Það er horfið,‘ sagði hún einfaldlega.

… ‚Samt,‘ benti öldungur Nash á ‚brosir þú í samtali okkar.‘

‚Já,‘ sagði hún, ‚ég hef beðist fyrir og fundið frið. Við höfum allt sem við þurfum. Við höfum hvort annað, börnin okkar, og erum innsigluð í musterinu. Við höfum þessa dásamlegu kirkju og Drottin. Við getum byggt aftur með Drottins hjálp.‘ …

Af hverju getum við brosað í erfiðleikum okkar þegar við höfum gert og haldið sáttmála okkar við Guð, breytt mótlæti í sigur … ?

Krafturinn kemur frá Guði. Okkur veitist aðgangur að þeim krafti fyrir sáttmála okkar við hann.“4

Heimildir

  1. Linda K. Burton, „The Power, Joy, and Love of Covenant Keeping,“ Liahona, nóv. 2013, 111.

  2. Neil L. Andersen, „Power in the Priesthood,“ Liahona, nóv. 2013, 92.

  3. M. Russell Ballard, „Men and Women in the Work of the Lord,“ Liahona, apríl 2014, 48–49.

  4. Sjá D. Todd Christofferson, „The Power of Covenants,“ Liahona, maí 2009, 19, 20–21.

Til hugleiðingar

Hvernig efla og styrkja helgiathafnir og sáttmálar musterisins okkur?

Prenta