2017
Bæn um frið
febrúar 2017


Æskufólk

Bæn um frið

Höfundur býr í Arisóna, Bandaríkjunum

Foreldrar mínur þurftu oft að fara á fundi eftir kirkju og á meðan var mér falið að gæta að þremur yngri bræðrum mínum og hjálpa þeim að búa til hádegismat – og þeir voru oft svangir og óþolinmóðir. Mér tókst oftast fljótt að leysa smávægilegar riskingar, ef svo bar við. Stundum reyndist þó erfitt að stilla til friðar þegar deilur hófust, því ég varð sjálf örg.

Dag einn áttu bræður mínir einkar erfitt með að lynda saman. Mér fannst viðletni mín til að stilla til friðar aðeins gera illt verra, því ég var æst. Ég hætti því að tala og tilreiddi bara hádegisverð fyrir sjálfa mig. Loks sagði ég: „Ég ætla að biðjast fyrir. Getum við fengið hljóð í augnablik?“ Þegar þeir róuðust, bað ég um blessun yfir matinn. Áður en ég lauk bæninni, bætti ég við: „Viltu hjálpa okkur að vera friðelskandi.“

Í fyrstu virtust þeir ekki ljá þessu eyra og tóku að deila aftur. Ég varð gröm, en vissi að ég þurfti að sýna alla þá ástúð og rósemd sem ég gat, því ég hafði rétt áður beðist fyrir um frið. Eftir augnablik fann ég mikla rósemd koma yfir mig. Ég borðaði án þess að segja orð og bræður mínir hættu loks að rífast. Mér varð ljóst að friðurinn sem ég fann var einföld bænheyrsla. Ég hafði beðið þess að verða friðarstillir og himneskur faðir hafði hjálpað mér að halda ró minni, þegar afar freistandi var að hrópa. Ég veit að hann getur sannlega veitt okkur frið.

Prenta