2017
Friðþæging Krists er lýsandi fyrir elsku Guðs
febrúar 2017


Boðskapur heimsóknarkennara, febrúar 2017

Friðþæging Krists er lýsandi fyrir elsku Guðs

Kynnið ykkur efnið sem hér er, í bænaranda og leitið innblásturs til að vita hverju best er að miðla.

Ljósmynd
Merki Líknarfélagsins

Trú, fjölskylda, líkn

Að skilja afhverju himneskur faðir gaf sinn eingetna son, til þess að við mættum verða ódauðleg og mögulega öðlast eilíft líf, auðveldar okkur að upplifa hina óendanlegu og óskiljanlegu elsku hans til okkar. Frelsari okkar elskar okkur líka.

„Hver mun gjöra oss viðskila við kærleika Krists? …

Því að ég er þess fullviss, að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar,

hæð né dýpt, né nokkuð annað skapað muni geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorum“ (Róm 8:35, 38–39).

Öldungur D. Todd Christofferson, í Tólfpostulasveitinni, sagði þetta um friðþægingu Jesú Krists: „Þjáningar frelsarans í Getsemanegarðinum og helstríðið á krossinum endurleysir okkur frá synd með því að uppfylla kröfur sem réttlætið hefur á hendur okkur. Hann býður fram miskunn og fyrirgefur þeim sem iðrast. Friðþæging Jesú Krists fullnægir einnig þeirri skuld sem réttlætið skuldar okkur með því að græða og bæta fyrir hverja þá þjáningu sem við óverðskuldað verðum fyrir. ‚Því að sjá, hann ber þjáningar allra manna, já, þjáningar hverrar lifandi veru, bæði karla, kvenna og barna, sem tilheyra fjölskyldu Adams‘ (2 Ne 9:21; sjá einnig Alma 7:11–12).“1

Kristur hefur „rist [okkur] á lófa [sína]“ (Jes 49:16). Linda K. Burton, aðalforseti Líknarfélagsins, sagði: „Þetta háleita kærleiksverk ætti að knýja sérhverja okkar til að krjúpa í auðmjúkri bæn og þakka himneskum föður fyrir að elska okkur svo heitt að hann hafi sent sinn fullkomna eingetna son til að þjást fyrir syndir okkar, sorgir okkar og hvaðeina sem virðist ósanngjarnt í okkar eigin lífi.“2

Fleiri ritningargreinar og upplýsingar

Jóh 3:16; 2 Ne 2:6–7, 9; reliefsociety.lds.org

Heimildir

  1. D. Todd Christofferson, „Redemption,“ Liahona, maí 2013, 110.

  2. Linda K. Burton, „Is Faith in the Atonement of Jesus Christ Written in Our Hearts?“ Liahona, nóv. 2012, 114.

Til hugleiðingar

Hvernig getum við sýnt þakklæti og elsku til Guðs og Jesú Krists fyrir friðþægingarfórn frelsara okkar?

Prenta