2018
Ákveða að iðrast
January 2018


Æskufólk

Ákveða að iðrast

Monson forseti sagði: „Ábyrgð okkar er að hefja okkur upp fyrir meðalmennsku til afreksverka. Viðfangsefni okkar er að verða eins góð og við getum.“ Margir ákveða í janúar að setja sér markmið og bæta eigið líf: Að brosa oftar, borða hollar eða læra eitthvað nýtt. Þótt slík markmið geti hjálpað ykkur að breytast til hins betra, þá er iðrun besta leiðin til breytingar.

Þótt erfitt geti reynst að iðrast, þá er iðrun gjöf! Er við reiðum okkur á Jesú Krist með því að iðrast synda okkar, þá munum við geta vaxið og tekið framförum. Monson forseti sagði: „Frelsari okkar, Jesús Kristur, er ómissandi í áætlun [sáluhjálpar]. Án friðþægingarfórnar hans, væri allt glatað.“ Með því að iðrast, getið þið hreinsast af syndum ykkar og þroskast í þá átt að líkjast honum meira.

Leiðið hugann að einhverju sem heldur ykkur frá því að verða líkari frelsaranum. Er það málfar ykkar? Hvernig þið komið fram við vini ykkar eða fjölskyldu? Biðjið til himnesks föður og tjáið honum þrá ykkar til að breytast, eftir að þið hafið ígrundað á hvaða sviði þið getið bætt ykkur. Hafið í huga að fyrir kraft friðþægingar sinnar, þá getur Jesús Kristur hjálpað ykkur að sigrast á veikleika ykkar. Líkt og Monson forseti kenndi: „Sú gjöf iðrunar, sem frelsarinn gaf okkur, gerir okkur kleift að leiðrétta stefnu okkar.“

Prenta