2018
Gjöf iðrunar
January 2018


Boðskapur Æðsta forsætisráðsins, janúar 2018

Gjöf iðrunar

„Ábyrgð okkar er að hefja okkur upp fyrir meðalmennsku til afreksverka, læra af mistökum til að ná árangri,“ sagði Thomas S. Monson forseti. „Viðfangsefni okkar er að verða eins góð og við getum. Ein stórkostlegasta gjöf Guðs til okkar er gleðin yfir því að reyna aftur, því engin mistök þurfa að vera endanleg.“1

Oft tengjum við upphaf nýs ára við ásetning og markmið. Við einetjum okkur að taka framförum, að breytast, að reyna aftur. Kannski er mikilvægasta leiðin til að reyna aftur sú að taka á móti því sem Monson forseti hefur sagt vera „gjöf iðrunar.“2

Í eftirfarandi útdrætti kenninga Monsons forseta frá því að hann varð forseti kirkjunnar, hvetur hann okkur til að „hagnýta okkur friðþægingarblóð Krists, svo við getum hlotið fyrirgefningu synda okkar og hreinsun hjartans.“3

Undur fyrirgefningar

„Öll höfum við tekið rangar ákvarðanir. Ef þið hafið ekki þegar leiðrétt slíkar ákvarðanir, þá fullvissa ég ykkur um að það er leið til að gera það. Sú leið nefnist iðrun. Ég sárbæni ykkur um að leiðrétta mistök ykkar. Frelsari okkar dó til að veita okkur þá blessuðu gjöf. Þótt vegurinn sé ekki auðfarinn, þá er loforðið raunverulegt: ,Þó að syndir yðar séu sem skarlat, skulu þær verða hvítar sem mjöll‘ [Jes 1:18]. ,Ég, Drottinn, minnist þeirra ekki lengur‘ [K&S 58:42]. Stofnið ekki eilífu lífi ykkar í hættu. Ef þið hafið syndgað, þá því fyrr sem þið hefjið leiðina til baka, munið þið finna hinn ljúfa frið og þá gleði, sem hlýst fyrir undur fyrirgefningar.“4

Komast aftur á veginn

„Þótt mikilvægt sé að við veljum viturlega, þá mun það gerast að við veljum heimskulega. Sú gjöf iðrunar, sem frelsarinn gaf okkur, gerir okkur kleift að leiðrétta stefnu okkar, og komast aftur á veginn sem leiðir okkur að hinni himnesku dýrð sem við sækjumst eftir.“5

Leiðin til baka

„Ef einhver hefur hrasað á ferð sinni, heiti ég ykkur því að það er leið til baka. Sú leið nefnist iðrun. Þótt sá vegur sé erfiður, þá er eilíf sáluhjálp ykkar í húfi. Hvað annað getur verið verðugra viðfangsefni? Ég sárbæni ykkur, hér og nú, um að taka iðrunarskrefin til fulls. Því fyrr sem þið gerið það, því fyrr getið þið upplifað friðinn, kyrrðina og fullvissuna sem Jesaja bendir á [sjá Jes 1:18].“6.

Fólk getur breyst

„Við verðum að muna að fólk getur tekið breytingum. Það getur látið af slæmum ósiðum. Það getur iðrast brota sinna. Karlmenn geta haft prestdæmið verðugir. Fólk getur þjónað Drottni af kostgæfni.“7

Verða hrein að nýju

„Hafi eitthvað farið afvega í lífi ykkar, þá er til útgönguleið fyrir ykkur. Látið af öllu ranglæti. Ræðið við biskup ykkar. Hver sem vandinn er, þá er hægt að leysa hann með einlægri iðrun. Þið getið orðið hrein að nýju.“8

Hið mikilvæga hlutverk frelsarans

„Kjarni áætlunarinnar [um sáluhjálp] er frelsari okkar, Jesús Kristur. Án friðþægingar hans, væri allt glatað. Það nægir þó ekki að trúa bara á hann og hlutverk hans. Við þurfum að vinna og læra, leita og biðja, iðrast og þroskast. Við þurfum að þekkja lögmál Guðs og lifa eftir þeim. Við þurfum að taka á móti endurleysandi helgiathöfnum hans. Aðeins á þann hátt munum við öðlast sanna eilífa hamingju.“9

Heimildir

  1. „The Will Within,“ Ensign, maí 1987, 68.

  2. „Choices,“ Liahona, maí 2016, 86.

  3. Mósía 4:2.

  4. „The Three Rs of Choice,“ Liahona, nóv. 2010, 69.

  5. „Choices,“ 86.

  6. „Keep the Commandments,“ Liahona, nóv. 2015, 85.

  7. „See Others as They May Become,” Líahóna, nóv. 2012, 68.

  8. „Priesthood Power,“ Liahona, maí 2011, 67.

  9. „The Perfect Path to Happiness,“ Liahona, nóv. 2016, 80–81.

Prenta