með ættarsögu
Að hjálpa öðrum með eigin ættarsögu, er áhrifarík leið til að þjóna. Þegar þið tengið fólk ættmennum sínum með ættarsögum og heimildum, fyllið þið tómarúm í hjörtu þess, sem það stundum vissi ekki að væri fyrir hendi (sjá Malakí 4:5–6).
Öll börn Guðs þrá að þekkja eigin uppruna, hvort sem þau hafa verið kirkjumeðlimir alla ævi eða aldrei heyrt um hið endurreista fagnaðarerindi Jesú Krists.
Oft þarf ekki mikinn tíma til að hafa djúp og varanleg áhrif á einhvern, eins og eftirfarandi frásögn sýnir.
Finna ættmenni í 9000 metra hæð
Í flugi heim nýlega sat ég við hlið Steve, sem deildi með mér hluta af persónulegri sögu sinni. Hann hafði útskrifast úr grunnskóla, gengið í bandaríska herinn sem samskiptasérfræðingur, 18 ára gamall, og fór fljótlega að starfa í Hvíta húsinu, við samskiptaþjónustu hjá forseta Bandaríkjanna. Frá 18 til 26 ára þjónaði hann tveimur forsetum Bandaríkjanna. Sögur hans voru heillandi!
„Steve,“ sagði ég, „þú þarft að skrá þessar sögur fyrir afkomendur þína! Þeir þurfa að heyra þessar sögur beint frá þér.“ Hann var sammála því.
Andinn hvatti mig þá til að spyrja hvað hann vissi um ættmenni sín. Steve vissi heilmikið um móðurætt sína, til að mynda sögu um að ættmenni hans hefðu eitt sinn snætt kvöldverð með Abraham Lincoln, meðan hann var í herferð um landið í forsetakosningum Bandaríkjanna 1860.
Hann vissi þó afar lítið um föðurætt sína. Hann vildi óðfús vita meira. Ég tók upp símann og opnaði smáforrit FamilySearch. „Steve, við getum fundið ættmenni þín núna!“
Ég tengdist þráðlausa neti flugvélarinnar. Ég lét símann hvíla á stólborðinu fyrir framan mig, svo við gætum báðir fylgst með. Við leituðum að ættartrénu. Innan fárra mínútna horfðum við báðir á hjónabandsvottorð langafa og langömmu hans.
„Þetta eru þau!“ sagði hann. „Ég man núna eftirnafn hennar!“
Andi eftirvæntingar hvolfdist yfir okkur báða. Við unnum að því næstu 45 mínúturnar að búa til sniðmát fyrir hans lítt þekktu ættmenni. Hann bað mig að lofa sér að við héldum áfram að leita saman í Koloradó. Við skiptumst á tengiliðaupplýsingum í þann mund sem vélin lenti.
Hér vorum við, á flugi í 9000 metra hæð, með tæki af lófastærð, leitandi að karli og konu sem giftust fyrir 100 árum og höfðu verið týnd honum og fjölskyldu hans. Ótrúlegt! Við fundum þau samt. Fjölskyldur voru tengdar. Sögur voru rifjaðar upp. Þakklæti vaknaði fyrir tækin og tæknina. Þetta var ekkert minna en kraftaverk.
Jonathan Petty, Koloradó, Bandaríkjunum
Umlukin nýjum skyldmennum
Maria hafði verið lítt virk í yfir 20 ár. Fyrir nokkrum mánuðum vörðum við tveimur klukkustundum með henni á heimili okkar og leituðum ættmenna hennar í manntölum og öðrum heimildum. Allt í einu brast hún í grát og sagði: „Ég hef lært meira um ættmenni mín á tveimur klukkustundum en ég hef gert alla ævi!“
Þegar dró að lokum tíma okkar saman, sýndum við henni aðgerðina Skyldmenni umhverfis mig, í smáforriti FamilySearch. Við komumst að því að ég og eiginmaður minn vorum bæði fjarskyld Mariu. Hún brast aftur í grát og sagðist hafa talið sig án skyldmenna. Henni datt ekki í hug að hún ætti skyldmenni á svæðinu. Nokkrum vikum síðar átti Maria viðtal við biskup okkar. Hún býr sig nú undir musterið og hefur hitt mörg „ný“ skyldmenni í deildinni okkar!
Carol Riner Everett, Norður-Karolínu, Bandaríkjunum
Forskrift að hirðisþjónustu
Ég og Ashley, systir sem ég er hirðisþjónn fyrir, eigum báðar matreiðslubækur frá ömmum okkar. Hennar er frá langömmu hennar og mína tók ég saman þegar ég erfði uppskriftarbók ömmu Greenwood eftir andlát hennar.
Ég og Ashley völdum báðar uppskrift úr matreiðslubókum okkar og komum saman kvöld eitt eftir vinnu, til að láta reyna á þær. Hún valdi uppskrift að eftirrétti svo við gerðum hann fyrst og settum í ofninn. Ég valdi snakk-ídýfu sem var ómissandi í öllum veislum Greenwood-fjölskyldunnar. Alice, dóttir Ashley, smakkaði matinn. Ashley færði sumum systranna sem hún þjónar eftirréttinn, því hún vildi ekki að börn hennar borðuðu hann allan.
Það sem ég naut mest á uppskriftarkvöldinu okkar, voru samræður okkar um málefni hirðisþjónustunnar á meðan við elduðum og bökuðum – bæði um erfiðleika mína og hennar. Við ræddum þó líka um ömmur okkar og mömmur, sem var okkur báðum ljúfsárt.
Jenifer Greenwood, Utah, Bandaríkjunum
Sérstakar aðferðir til hjálpar
Ættarsaga getur lokið upp dyrum hirðisþjónustu, þegar ekkert annað virðist duga. Hér eru nokkrar ábendingar sem þið gætuð reynt:
-
Hjálpið þeim að taka upp og hlaða upp hljóðupptökum af ættmennasögum, einkum ef myndir fylgja með.
-
Búið til ættmennakort eða annað prentanlegt ættarsöguskjal sem þið getið gefið sem gjöf.
-
Kennið leiðir til að varðveita eigin sögu, með því að halda dagbók á þann hátt sem þau hefðu gaman af. Hljóðdagbók? Ljósmyndadagbók? Myndbandsskrár? Valkostirnir eru margir fyrir þá sem ekki vilja hið hefðbundna dagbókarform.
-
Farið saman í musterið til að gera helgiathafnir fyrir ættmenni. Bjóðist til að gera helgiathafnir fyrir nöfn ættmenna þeirra, ef þau eru fleiri en þau ráða við.
-
Komið saman til að viðhalda ættarhefðum.
-
Farið saman í ættarsögunám.
© 2020 Intellectual Reserve, Inc. All rights reserved. Printed in USA. Samþykkt á ensku: 6/19. Þýðing samþykkt: 6/19. Þýðing á Ministering Principles, February 2020. Icelandic. 16995 190