2022
Sáttmálar tengja okkur Guði
Febrúar 2022


„Sáttmálar tengja okkur Guði,“ Líahóna, febrúar 2022

Mánaðarlegur boðskapur Líahóna, febrúar 2022

Sáttmálar tengja okkur Guði

Það veitir blessanir að gera og halda sáttmála.

Sáttmáli er loforð á milli himnesks föður og barna hans. Hann setur ákvæði sáttmálanna sem við gerum við hann. Þegar við gerum það sem hann býður, getum við hlotið miklar blessanir. Við hljótum ekki bara blessanir á jörðu – þegar við gerum og höldum sáttmála, munum við dag einn dvelja aftur hjá Guði og fjölskyldu okkar á himnum.

Ljósmynd
skírn

Sáttmálar og helgiathafnir

Við gerum sáttmála með ákveðnum helgiathöfnum. Við þurfum að taka á móti þessum helgiathöfnum og hlýða þessum sáttmálum til að geta dvalið aftur hjá Guði. Helgiathafnirnar eru framkvæmdar með prestdæmisvaldi. Þessar helgiathafnir eru skírn og staðfesting, vígsla til Melkísedeksprestdæmisins (fyrir karlmenn) og helgiathafnirnar sem við tökum á móti í musterinu. Kirkjumeðlimir endurnýja loforðin sem þeir gáfu Guði með sakramentinu (sjá Kenning og sáttmálar 20:77, 79).

Ljósmynd
sakramentið

Sáttmálar hjálpa okkur að lifa réttlátlega

Í skírninni lofum við að fylgja Jesú Kristi, hafa hann ávallt í huga og halda boðorð hans (sjá Kenning og sáttmálar 20:37). Guð lofar að heilagur andi verði ætíð með okkur.

Þegar karlmenn taka á móti prestdæminu, lofa þeir að lifa verðugir prestdæmiskrafts Guðs. Guð lofar að blessa þá. (Sjá Kenning og sáttmálar 84:33–40.)

Ljósmynd
Recife-musterið í Brasilíu

Teikning af Recife-musterinu í Brasilíu eftir James Porter

Sáttmálar sem við gerum í musterinu

Þegar kirkjumeðlimir taka á móti musterisgjöf sinni í musterinu, lofa þeir að lifa réttlátlega og fórna í þágu fagnaðarerindisins. Þeim er lofaður kraftur frá Guði (sjá Kenning og sáttmálar 38:32; 109:22).

Með musterisinnsiglun eru eiginmaður og eiginkona gift um eilífð og þau lofa að vera hvort öðru og Guði trúföst. Guð lofar að þau geti komið aftur til hans og dvalið saman sem fjölskyldur um eilífð. (Sjá Kenning og sáttmálar 132:19–20.)

Ljósmynd
trúboðar

Við erum sáttmálslýður

Þeir sem ganga í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu verða sáttmálslýður Guðs. Þeir erfa líka blessanir og ábyrgðarskyldur sáttmála Abrahams (sjá Galatabréfið 3:27–29). Að heyra til sáttmálslýðs Guðs, merkir að við hjálpum hvert öðru er við finnum aukna nálægð við Krist. Það merkir líka að við vinnum að því að efla kirkju Guðs á jörðu. Þegar við höldum sáttmála okkar, getum við fundið kraft og styrk frá Guði.

Prenta