2022
Elska öll börn Guðs
Október 2022


Boðskapur svæðisleiðtoga

Elska öll börn Guðs

Það kann að virðast erfitt stundum, líka í ýmsum heimsaðstæðum, að elska öll börn Guðs. Við upplifum nýtt fólk og nýja menningu koma inn í samfélög okkar. Flestir koma í leit að betri og öruggari aðstæðum. Slík hreyfing meðal fólks hefur átt sér stað í gegnum mannkynssöguna.

Erum við betri í því að taka á móti fólki sem kemur frá öðrum aðstæðum en fólkið var á undan okkur? Erum við betri í dag í því að elska öll börn Guðs, burtséð frá því hver þau eru og hvað gerir þau ólík okkur í lífinu?

„Því að þetta er sá boðskapur, sem þér hafið heyrt frá upphafi: Vér eigum að elska hver annan. Okkur er boðið að „elska hvert annað,“ og þeim sem það tekst er gefið fyrirheitin blessun: „Sá sem heldur boðorð Guðs er stöðugur í Guði. … Að hann er stöðugur í oss þekkjum vér af andanum, sem hann hefur gefið oss.“

Þegar við elskum öll börn Guðs, hvaðan sem þau koma, hvaða veikleika eða styrkleika sem þau búa yfir, af hvaða þjóðerni, trú, litarhætti og kyni sem þau eru, þá höfum við fyrirheit um að andi Drottins muni dvelja í okkur. Sem er gjöf sem hjálpar okkur að verða kristilegri og hjálpar okkur að gera gott við fólk í kringum okkur, á sama hátt og hann hefði gert. Að keppa að þessu, mun ekki aðeins hjálpa þeim sem við lærum að elska, heldur mun það einnig blessa okkur með hamingjusamara og innihaldsríkara lífi. Eftir að við höfum gert allt sem við getum og reynt að elska alla sem við getum, og sérhvern sem við getum, mun hann stíga inn og hjálpa okkur að áorka því sem upp á vantar, jafnvel upp að því marki að elska þá sem gætu verið óvinir okkar.

Við vitum af ritningunum að fullkomin elska rekur allan ótta á braut. Þessi sama ritningartilvísun kennir að ef við elskum aðra á sama hátt og frelsarinn gerði, þá „[fyllumst við] kærleika, sem er ævarandi elska…,“ og „öll börn [eru] eins fyrir [honum]“ og hann elskar okkur öll með „fullkominni ást.“

Það sem við gætum upplifað hvað varðar muninn á okkur sjálfum og öðrum börnum Guðs, er ástand sem við stöndum einungis frammi fyrir í jarðnesku lífi okkar. Út frá eilífu sjónarhorni, verða hlutirnir öðruvísi. „Maðurinn … var skapaður af himneskum foreldrum,“ og við erum öll eins og þau elska okkur jafn mikið, í fortíð, nútíð og framtíð.

Fyrir friðþægingu Jesú Krists getum við orðið eins og himneskur faðir okkar. Hann elskar okkur öll eins og hann væntir að við elskum hvert annað.

„Þegar Jesús var á jörðu hjálpaði hann stöðugt þeim sem voru ekki meðteknir, litið var fram hjá eða sættu illri meðferð. Við, sem fylgjendur hans, verðum við að gera það sama! Við höfum trú á frelsi, gæsku og sanngirni fyrir öll börn Guðs.

Við erum öll bræður og systur, hvert okkar er barn kærleiksríks föður á himnum. Sonur hans, Drottinn Jesús Kristur, býður öllum að koma til sín – „[svörtum, hvítum, ánauðugum, frjálsum, karli og konu]“ (2. Nefí 26:33). Sérhver sonur og dóttir Guðs verðskuldar virðingu, hver sem húðlitur þeirra eða trú er. Við skulum sýna öllum börnum Guðs elsku.“

„Guð elskar öll sín börn; hann þekkir þau með nafni.
Um allan heiminn er elska hans sú sama.
Hann blessar börn sín með ljúfum og góðum gjöfum.
Fegurð náttúrunnar sýnir að honum stendur ekki á sama.

Guð elskar öll börn sín; miklar blessanir þeim sendir.
Við tilheyrum fjölskyldu hans og við getum verið vinir.
Góðvild hans og umhyggja hefur hjálpað mér að sjá
hvernig ég get elskað aðra eins og hann hefur elskað mig.“