2023
Efni fyrir ungmenni og börn
Febrúar 2023


„Efni fyrir ungmenni og börn,“ Líahóna, feb. 2023

Mánaðarlegur boðskapur Líahóna, febrúar 2023

Efni fyrir ungmenni og börn

Ljósmynd
foreldrar lesa ritningar með syni

Foreldrar bera grunnábyrgð á því að kenna börnum sínum um Jesú Krist og fagnaðarerindi hans. Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er með samtök, starfsemi og fleiri úrræði til að hjálpa foreldrum í starfi þeirra. Foreldrar geta hjálpað öllum börnum og ungmennum að koma til Krists, í samvinnu við kirkjuleiðtoga og vini.

Ljósmynd
Barnafélagsbörn

Ljósmynd: Ben Johnson

Barnafélagið

Barnafélagið er skipulagt starf kirkjunnar fyrir börn á aldrinum 18 mánaða til 11 ára. Í Barnafélaginu læra börnin um Jesú Krist og fagnaðarerindi hans með kennslu, tónlist og verkefnum. Barnafélagið getur hjálpað börnum að skynja elsku Guðs til þeirra.

Aronsprestdæmissveitir og námsbekkir Stúlknafélagsins

Í janúarmánuði þess árs sem barnið verður 12 ára gamalt, fer það úr Barnafélaginu yfir í annað hvort Aronsprestdæmissveitir (fyrir drengi) eða námsbekki Stúlknafélagsins (fyrir stúlkur). Í sveitum þeirra og bekkjum, halda ungmennin áfram að styrkja vitnisburði sína og þjóna öðrum.

Ljósmynd
hendur teikna mynd

Áætlun barna og unglinga

Á ungdómsárum sínum, þroskaðist Jesús „að visku og vexti og náð hjá Guði og mönnum“ (Lúkas 2:52). Áætlun barna og unglinga er til að hjálpa ungum meðlimum kirkjunnar að fylgja fordæmi Krists. Þau læra og þroskast á öllum sviðum lífsins – andlega, félagslega, líkamlega og vitsmunalega.

Kirkjutímaritin

Barnavinur er tímarit kirkjunnar fyrir börn. Til styrktar ungmennum er tímarit fyrir ungmenni. Í þessum tímaritum má finna sögur, kennslu og verkefni sem eru sérstaklega skrifuð fyrir börn og ungmenni.

Ljósmynd
forsíða leiðarvísis á spænsku

Til styrkar ungmennum – Leiðarvísir

Til styrktar ungmennum: Leiðarvísir til ákvarðanatöku kennir ungmennum um sannindi fagnaðarerindisins. Þessi leiðarvísir kennir þeim hvernig taka skal ákvarðanir sem munu hjálpa þeim að fylgja Jesú Kristi. Í honum eru líka svör við spurningum sem ungmenni kunna að hafa varðandi það hvernig lifa á eftir fagnaðarerindinu.

Trúarsafn

Gospel Library [Trúarsafn] hefur að geyma mikið rafrænt efni svo sem myndbönd, tónlist, sögur úr ritningunum og verkefni. Þar má einnig finna efni fyrir foreldra og leiðtoga til að kenna reglur fagnaðarerindisins. Þetta efni má finna í Gospel Library á ChurchofJesusChrist.org og í Gospel Library appinu.

FSY ráðstefnur

Frá og með þessu ári, er ungmennum sem verða 14 ára á árinu, boðið að taka þátt í FSY ráðstefnum (Til styrktar ungmennum). Þessir viðburðir bjóða upp á verkefni og kennslustundir sem hjálpa við að styrkja trú á Jesú Krist og stuðla að andlegum, félagslegum, líkamlegum og vitsmunalegum þroska ungmenna.

Prenta