„Heilagur andi getur hjálpað okkur,“ Líahóna, júní 2023.
Mánaðarlegur boðskapur: Líahóna, júní 2023
Heilagur andi getur hjálpað okkur
Heilagur andi er þriðji aðili Guðdómsins. Ritningarnar vísa líka til hans sem andans, heilags anda eða huggarans. Þegar við lærum að hlusta á rödd hans, mun hann vitna fyrir okkur um Jesú Krist og hjálpa okkur að læra sannleika fagnaðarerindisins.
Aðili Guðdómsins
Himneskur faðir, Jesús Kristur og heilagur andi skipa Guðdóminn. Þeir elska okkur og starfa í einingu að því að gera sáluhjálparáætluninina að veruleika. Þótt himneskur faðir og Jesús Kristur hafi líkama af holdi og beinum, þá á það ekki við um heilagan anda. Hann er andi.
Vitnar um föðurinn og soninn
Heilagur andi „vitnar um föðurinn og soninn“ (2. Nefí 31:18). Í því felst að við getum hlotið vitnisburð um himneskan föður og Jesú Krist með heilögum anda.
Vitnar um sannleika
Heilagur andi vitnar um allan sannleika. Hann mun hjálpa okkur að vita að fagnaðarerindið – þar á meðal sáluhjálparáætlunin, boðorð Guðs, endurreisnin og friðþæging Jesú Krists – er sannleikur. Hann mun styrkja vitnisburð okkar þegar við höldum áfram að biðja, halda boðorðin og læra fagnaðarerindið.
Leiðbeinir og verndar okkur
Heilagur andi getur leiðbeint okkur við ákvarðanatökur og verndað okkur frá líkamlegri og andlegri hættu. Hann mun hjálpa okkur að finna svör við spurningum, ef við biðjum og reynum að gera það sem er rétt. Hann mun alltaf leiða okkur „til góðra verka“ (Kenning og sáttmálar 11:12).
Huggar okkur
Stundum er vísað til heilags anda sem „hjálparans“ (Jóhannes 14:26). Hann getur fyllt okkur „von og fullkominni elsku“ (Moróní 8:26) þegar við erum áhyggjufull, döpur eða hrædd. Þegar hann hjálpar okkur að skynja kærleika Guðs getum við sigrast á vanmætti og styrkst af raunum okkar.
Gjöf heilags anda
Eftir að við erum skírð, hljótum við gjöf heilags anda með helgiathöfn sem kallast staðfesting. Þegar við höfum fengið þessa gjöf getum við átt stöðugt samfélag við heilagan anda, svo lengi sem við lifum réttlátlega.
Hvernig við heyrum í heilögum anda
Heilagur andi á samskipti við fólk á mismunandi vegu. Það getur verið með friðsælli, hughreystandi tilfinningu eða skilningi á því hvað skuli segja eða gera. Þegar við biðjum um leiðsögn og hlustum eftir hughrifum, getum við lært hvernig hann talar til okkar.
© 2023 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn. Printed in USA. Samþykkt á ensku: 6/19. Þýðing samþykkt: 6/19. Þýðing á Monthly Liahona Message, April 2023. Language. 19026 000