Safn
Segja skilið við hversdagsleikann til að finna „huga Krists“


Boðskapur svæðisleiðtoga

Segja skilið við hversdagsleikann til að finna „huga Krists“

Þrátt fyrir daga kraftaverka og sérsniðna kennslu verður Jesús var við að lærisveinar hans þræta. Ekki löngu áður, tóku Pétur, Jakob og Jóhannes boði Jesú um að verða honum samferða upp á hátt fjall, þar sem þeir sjá saman Móse og Elía, meðan Jesús ummyndast frammi fyrir þeim. Jesús og þessir útvöldu lærisveinar fara ofan af fjallinu í ringulreið og uppgötva að aðrir lærisveinar hafa ekki getað orðið við beiðni kvíðafulls föður um að lækna son hans sem er við dauðans dyr. Eftir að hafa fullvissað þennan föður, læknar Jesús unga drenginn og fullvissar síðan lærisveina sína í einrúmi um að þeir gætu gert slíkt hið sama, ef þeir helguðu sig fyllilega „bæn og föstu“1.

Eftir allt þetta, eftir að hafa ferðast saman um Galíleu og komið til Kapernaum, spyr Jesús lærisveina sína: „Hvað voruð þið að ræða á leiðinni?“2 Sviftir úr smásálarlegu orðaskaki til að horfast í augu við hinn undraverða mannson, geta orðlausir lærisveinarnir vart fengið sig til að hvísla þrætuefnið sitt við vegkantinn, sem var:: „Hver væri [þeirra] mestur“3.

Þó þessir lærisveinar væru með Jesú, mistekst þeim að tileinka sér hugsanir hans eða endurspegla gjörðir hans. Án þess að ávíta, sest Jesús af rósemd, kallar hina Tólf til sín og útskýrir: „Hver sem vill vera fremstur sé síðastur allra og þjónn allra“4. Á vegarslóðinni virtist merking þess að vera „mestur“ hafa verið skýr, eða hið minnsta nægilega skýr til að draga trúfasta lærisveina sem fylgdu Jesú í sama þrætuefnið og bræður Jósefs og Laman og Lemúel, og marga aðra í ritningunni og í daglegu lífi, um réttinn til að ríkja5. En þegar Jesús varpar ljósi sínu á þrætuefnið þeirra verður það öðruvísi. Það sem virtist mikilvægt skiptir ekki lengur máli og það sem hafði verið ósýnilegt er skyndilega sveipað ljósi.

Páll talar til Korintubúa og segir: „Trú ykkar [skal] ekki byggð á … vísdómi manna né höfðingja þessarar aldar sem eiga að líða undir lok … heldur á krafti Guðs“6. Sem fylgjendur hins endurreista fagnaðarerindis Jesú Krists, skiljum við að „heimurinn“ er ekki sjálft vandamálið. Síðari daga heilagir tileinka sér „allan sannleika sem Guð miðlar börnum sínum, hvort sem hann er lærður á vísindalegri rannsóknarstofu eða fengið með beinni opinberun frá honum“7. Eins og segir í 13. trúaratriðinu og í áminningu Páls: „Við bæði trúum og vonum „allt.“

Samskipti Jesú við lærisveina sína sýna þó að við verðum að losa okkur við náttúrlega rökhugsun til að gera honum kleift að kenna okkur nýjar tilveruleiðir, nýja menningu. Páll útskýrir: „Jarðbundinn maður hafnar því sem andi Guðs boðar, honum er það heimska. Hann getur ekki skilið það af því að andinn veitir skilninginn. … Því að hver hefur þekkt huga Drottins að hann geti frætt hann? En við höfum huga Krists“8.

Við hverja kynslóð höfum við lifandi spámenn til að leiðbeina og kenna okkur hvernig við getum tæmt huga okkar afhversdagsleikanum og „haft huga Krists.“ Lifandi spámaður okkar í dag, Russell M. Nelson forseti, gerir nákvæmlega þetta. Þau sem hlusta á hann og fara að ráðum hans, munu komast að því að þau losna undan takmarkandi viðhorfi og þróa huga Krists þegar þau eru friðflytjendur9, viðhalda andlegum skriðþunga10, helga Drottni tíma11, fara í musterið12, láta Guð ríkja í lífi sínu13, hlýða á hann14, iðrast15, leita og taka á móti opinberun16 og „hugsa himneskt“ (sem í raun þýðir að vera andlega sinnaður)17. Við finnum fyrir einhverju nýju í sjálfum okkur og í huga okkar þegar við tökum þátt í starfi sáluhjálpar og upphafningar, með því að þekkja og elska Jesú Krist, sinna þörfum annarra, bjóða öllum að meðtaka fagnaðarerindi Jesú Krists og vinna að því verki að sameina öll börn Guðs í eilífðinni.

Heimildir

  1. Markús 9:2–29.

  2. Markús 9:33.

  3. Markús 9:34.

  4. Markús 9:35.

  5. Sjá t.d. Genesis. 37, 2. Nefí. 5:3.

  6. 1. Korintubréf 2:5–6.

  7. Russell M. Nelson forseti, „Hvað er sannleikur?,“ aðalráðstefna, október 2022.

  8. 1. Korintubréf 2:14, 16.

  9. Russell M. Nelson forseti, „Þörf er á friðflytjendum,“ aðalráðstefna, apríl 2023.

  10. Russell M. Nelson forseti, „Máttur andlegs skriðþunga,“ aðalráðstefna, apríl 2022.

  11. Russell M. Nelson forseti, „Helga Drottni tíma,“ aðalráðstefna, október 2021.

  12. Russell M. Nelson forseti, „Musterið og ykkar andlega undirstaða,“ aðalráðstefna, október 2021.

  13. Russell M. Nelson forseti, „Lát Guð ríkja,“ aðalráðstefna, október 2020.

  14. Russell M. Nelson forseti, „Hlýð þú á hann,“ aðalráðstefna, apríl 2020.

  15. Russell M. Nelson forseti, „Við getum gert betur og verið betri,“ aðalráðstefna, apríl 2019.

  16. Russell M. Nelson forseti, „Opinberun fyrir kirkjuna, opinberun fyrir eigið líf,“ aðalráðstefna, apríl 2018.

  17. Russell M. Nelson forseti, „Hugsið himneskt!“ aðalráðstefna, október 2023.

Prenta