Safn
Hvers vegna sáttmálar


Boðskapur svæðisleiðtoga

Hvers vegna sáttmálar

Í fortilverunni sá faðir okkar á himnum okkur fyrir áætlun, fyrir tilstuðlan friðþægingar Jesú Krists, þar sem við gætum snúið aftur í návist hans. Vegurinn sem leiðir okkur heim er oft nefndur sáttmálsvegurinn, því hann skýrir skilmála og ákvæði endurkomu okkar. Sáttmáli er helgur samningur milli Guðs og einstaklings eða hóps fólks. Guð setur ákveðin skilyrði og lofar að blessa okkur, ef við hlítum þeim skilyrðum1. Nelson forseti kenndi: „Skuldbinding ykkar um að fylgja frelsaranum, með því að gera sáttmála við hann og halda síðan þá sáttmála, mun ljúka upp dyrum sérhverrar andlegrar blessunar og forréttinda, fyrir karla, konur og börn hvarvetna“2.

Drottinn opinberaði Joseph Smith: „Það óafturkallanlega lögmál gildir á himni, ákvarðað áður en grundvöllur þessa heims var lagður, sem öll blessun er bundin við ‒ Að þegar við öðlumst einhverja blessun frá Guði, þá er það fyrir hlýðni við það lögmál, sem sú blessun er bundin“3. Öldungur D. Todd Christofferson minnir okkur á: „Sáttmálarnir sem Guð býður börnum sínum, gera meira en að leiðbeina okkur. Þeir binda okkur honum og bundin honum, getum við sigrast á öllum hlutum“4. Drottinn lofar okkur að hann sé bundinn, þegar við gerum það sem hann segir, „en þegar þér gjörið ekki það sem ég segi, hafið þér engin loforð“5.

Guð hefur gert sáttmála við fólk sitt í tímans rás. Við vitum að Drottinn gerði sáttmála við Adam og Evu, spámenn eftir þau og marga aðra. Á okkar tíma tölum við oft um sáttmálana sem Guð gerði við Abraham, Abrahamssáttmálann. Guð lofaði að blessa Abraham og niðja hans, „með blessunum fagnaðarerindisins, sem eru blessanir sáluhjálpar, já, eilífs lífs“6.

Sem erfingjar Abrahamssáttmálans, berum við þá ábyrgð að útbreiða fagnaðarerindið til allra manna á jörðu, að bjóða öðrum að koma til Krists og að bindast honum. Að bjóða öðrum til Krists, er boð um að ganga inn á sáttmálsveginn, að opna dyrnar í gegnum „sáttmála skírnar að hverri blessun,“ og að endingu að taka á móti æðstu gjöf allra gjafa Guðs, gjöf eilífs lífs7.

Þær blessanir sem Guð lofaði Abraham og niðjum hans varðandi samansöfnun síðari daga eru að uppfyllast á okkar tíma. Nelson forseti sagði: „Samansöfnunin er það mikilvægasta sem fer fram á jörðunni í dag. Ekkert annað er samanburðarhæft í umfangi, ekkert annað er samanburðarhæft í mikilvægi, ekkert annað er samanburðarhæft í mikilleik. Hvenær sem þið gerið eitthvað sem hjálpar einhverjum – hvoru megin hulunnar – að taka skref áfram í átt að því að gera sáttmála við Guð og meðtaka hinar nauðsynlegu skírnar og musteris helgiathafnir, eruð þið að hjálpa til við samansöfnun Ísraels. Það er svo einfalt“8.

Í hverri viku gefst okkur tækifæri til að hugleiða þá sáttmála sem við höfum gert við Guð. Þegar við meðtökum sakramentið verðuglega, endurskuldbindum við okkur og leggjum okkur fram við að hafa Jesú Krist ávallt í huga og taka á okkur nafn hans. Þegar við höldum boðorð hans, munum við ætíð hafa anda hans með okkur9. Það er í gegnum sáttmálssamband okkar við Guð sem við lærum að þekkja hann og búa okkur undir að snúa aftur heim til að taka á móti æðstu gjöf allra gjafa Guðs. „En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist“10.

Heimildir

  1. Gospel Library, Topical Guide.

  2. Russell M. Nelson, „As We Go Forward Together,“ Ensign eða Liahona apr. 2018, 7.

  3. Kenning og sáttmálar 130:20–21.

  4. D. Todd Christofferson, „Hvers vegna sáttmálsvegurinn,“ aðalráðstefna apríl 2021.

  5. Kenning og sáttmálar 82:10.

  6. HDP Abraham 2:9–11.

  7. Kenning og sáttmálar 14:7.

  8. Russell M. Nelson, „Hope of Israel,“ Worldwide Youth Devotional, 3. júní 2018.

  9. Kenning og sáttmálar 20:77, 79.

  10. Jóhannes 17:3.

Prenta