Kom, fylg mér 2024
Notkun Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju


„Notkun Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju,Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Mormónsbók 2024 (2023)

„Notkun Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2024

fjölskylda lærir ritningarnar

Notkun Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju

Fyrir hverja er þessi kennslubók?

Þessi námsbók er fyrir alla sem vilja læra í Mormónsbók – persónulega, sem fjölskylda og í námsbekkjum kirkjunnar. Ef þið hafið ekki áður lært ritningarnar reglubundið, getur þessi námsbók hjálpað ykkur að byrja á því. Ef þið hafið þegar tileinkað ykkur góðar námsvenjur í ritningunum, gæti þessi námsbók hjálpað ykkur að hljóta innihaldsríkari upplifanir.

Einstaklingar og fjölskyldur á heimilinu

Heimilið er besti staðurinn til að læra fagnaðarerindið. Kennarar ykkar í kirkjunni geta stutt ykkur og aðrir deildarmeðlimir geta hvatt ykkur. En til að komast af andlega, þurfið þið og fjölskylda ykkar að endurnæra ykkur daglega á „hinu góða orði Guðs“ (Moróní 6:4; sjá einnig Russell M. Nelson, „Upphafsorð,“ aðalráðstefna, október 2018).

Notið kennslubókina á hvern þann hátt sem hún gagnast ykkur. Í lexíudrögunum er áhersla lögð á nokkur eilíf sannindi sem eru í Mormónsbók og hugmyndir og verkefni lögð til, sem hjálpa ykkur læra ritningarnar persónulega, með fjölskyldu ykkar eða með vinum. Í námi ykkar skuluð þið fylgja leiðsögn andans til að finna eilífan sannleika sem er ykkur þýðingarmikill. Leitið að boðskap Guðs fyrir ykkur og fylgið hughrifunum sem þið hljótið.

Kennarar og nemendur í kirkjunni

Ef þið kennið námsbekk Barnafélags, sunnudagaskóla ungmenna eða fullorðinna, í Aronsprestdæmissveit eða Stúlknafélagi, eruð þið hvött til að nota lexíudrögin í þessari námsbók þegar þið búið ykkur undir kennslu. Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju er námsefnið fyrir námsbekk ykkar í sunnudagaskólanum. Námshugmyndirnar í þessari námsbók eru gerðar til að læra á heimilinu og í kirkju. Þegar þið búið ykkur undir kennslu, byrjið þá á því að leita eigin upplifana í ritningunum. Mikilvægasti undirbúningurinn á sér stað er þið kannið ritningarnar og leitið innblásturs heilags anda. Gætið að eilífum sannleika sem getur hjálpað ykkur að verða líkari himneskum föður og Jesú Kristi. Kom, fylg mér getur hjálpað ykkur að bera kennsl á sum þessara sanninda og skilja samhengi ritninganna.

Hafið í huga að trúarnám, eins og það gerist best, er heimamiðað og kirkjustutt. Með öðrum orðum, meginábyrgð ykkar er að styðja fólkið sem þið kennið í viðleitni þess til að læra fagnaðarerindið á heimilinu og lifa eftir því. Veitið þeim tækifæri til að miðla eigin upplifunum, hugsunum og spurningum um ritningarhluta. Bjóðið þeim að miðla þeim ritningarversum sem þau fundu. Það er mikilvægara en að ná að fara yfir ákveðið efnismagn.

Barnafélagið

Undirbúningur ykkar fyrir kennslu í Barnafélaginu hefst þegar þið lærið Mormónsbók persónulega og með fjölskyldu ykkar. Þegar þið gerið það, verið þá opin fyrir andlegum áhrifum og skilningi frá heilögum anda varðandi börnin í Barnafélagsbekk ykkar. Verið bænheit og andinn getur veitt ykkur innblásnar hugmyndir til að hjálpa þeim að læra fagnaðarerindi Jesú Krists.

Þegar þið búið ykkur undir kennslu, gætuð þið hlotið aukinn innblástur með því að kynna ykkur lexíudrögin í þessari námsbók. Í hverjum lexíudrögum í Kom, fylg mér – fyrir heimili og kirkju eru hlutar sem bera yfirskriftina „Hugmyndir fyrir kennslu barna.“ Íhugið þessar hugmyndir sem tillögur til að vekja ykkur innblástur. Þið þekkið börnin í Barnafélagsbekk ykkar – og þið munuð kynnast þeim enn betur þegar þið eigið samskipti við þau í bekknum. Guð þekkir þau líka og hann mun veita ykkur innblástur um hvernig best er að kenna þeim og blessa þau.

Mögulega hafa börnin í bekknum ykkar þegar gert eitthvað af verkefnunum í Kom, fylg mér með fjölskyldum sínum. Það er allt í lagi. Endurtekning er af hinu góða. Íhugaðu að bjóða börnunum að miðla hverju öðru því sem þau lærðu heima – þó þið ættuð líka að ráðgera leiðir til þátttöku fyrir börn, jafnvel þótt þau séu ekki að læra heima. Börn læra sannleika fagnaðarerindisins á skilvirkari hátt þegar þessi sannleikur er kenndur ítrekað með margvíslegum verkefnum. Ef þið komist að því að námsverkefni sé árangursríkt fyrir börnin, skulið þið íhuga að endurtaka það, einkum ef þið eruð að kenna yngri börnum. Þið gætuð líka rifjað upp verkefni úr fyrri kennslustund.

Í þeim mánuðum sem hafa fimm sunnudaga, eru Barnafélagskennarar hvattir til skipta út hinum fyrirhuguðu lexíudrögum í Kom, fylg mér fyrir eitt eða fleiri námsverkefnanna í „Viðauki B: Fyrir Barnafélagið – Búið börn undir ævilanga veru á sáttmálsvegi Guðs.“

Sunnudagaskólabekkir ungmenna og fullorðinna

Ein meginástæða þess að við komum saman í sunnudagaskólabekkjum er til að styðja og hvetja hvert annað þegar við reynum að fylgja Jesú Kristi. Einföld leið til þess er að spyrja spurninga eins og: „Hvað hefur heilagur andi kennt ykkur í þessari viku þegar þið lærðuð Mormónsbók með hjálp Kom, fylg mér?“ Svör við þessari spurningu gætu leitt til innihaldsríkrar umræðu sem stuðlar að trú á Jesú Krist og fagnaðarerindi hans.

Þið gætuð síðan hvatt til umræðna sem byggjast á námstillögunum í Kom, fylg mér. Námshugmynd gæti til að mynda verið að leita í Alma 36 og skrá öll þau orð sem kenna um hlutverk frelsarans varðandi iðrun. Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að miðla og ræða um orðin sem þeir fundu. Þið gætuð líka þess í stað varið tíma saman sem bekkur við að búa til slíkan orðalista.

Aronsprestdæmissveitir og námsbekkir Stúlknafélagsins

Þegar Aronsprestdæmissveitir og Stúlknafélagsbekkir koma saman á sunnudögum, er tilgangur þeirra nokkuð frábrugðinn sunnudagaskólabekkjum. Auk þess að hjálpa hver öðrum að læra fagnaðarerindi Jesú Krists, hittast þessir hópar líka til að ræða saman um framkvæmd starf sáluhjálpar og upphafningar (sjá Almenn handbók: Þjónusta í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, 1.2). Þeir gera þetta undir handleiðslu bekkjar- og sveitarforsætisráða.

Af þessum sökum, ætti hver sveitar- eða bekkjarfundur að byrja á því að meðlimur sveitarinnar eða bekkjarforsætisráðsins leiðir til að mynda umræður um viðleitni til að lifa eftir fagnaðarerindinu, þjóna fólki í neyð, miðla fagnaðarerindinu eða taka þátt í musteris- og ættarsögustarfi.

Eftir að hafa ráðgast þannig saman, leiðir leiðbeinandi bekkinn eða sveitina í því að læra fagnaðarerindið saman. Úthluta má fullorðnum leiðtogum eða meðlimum bekkjarins eða sveitarinnar að kenna. Bekkjar- eða sveitarforsætisráðið, í samráði við fullorðna leiðtoga, sér um þessa verkefnaúthlutun.

Þeir sem falið er að kenna ættu að undirbúa sig með því að nota námstillögurnar í vikulegum lexíudrögum í Kom, fylg mér. Í hverjum lexíudrögum gefur þetta tákn trúarskólatákn til kynna verkefni sem er tilvalið fyrir ungmenni. Þó mætti nota allar tillögurnar í lexíudrögunum sem námsverkefni fyrir ungmenni.

Fyrir sýnishorn af dagskrá fyrir sveitar- og bekkjarfundi, sjá þá viðauka D.