„19.–25. ágúst: ‚Varðveittir af undraverðum krafti hans.‘ Alma 53–63,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Mormónsbók 2024 (2023)
„19.–25. ágúst. Alma 53–63,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2024 (2023)
19.–25. ágúst: „Varðveittir af undraverðum krafti hans“
Alma 53–63
Þegar hinn „[litli] her“ Helamans (Alma 56:33) með ungum mönnum er borinn saman við hersveitir Lamaníta, hefði hann ekki átt að eiga möguleika. Fyrir utan að vera fáliðaðir, voru hermenn Helamans „allir mjög ungir“ og höfðu „aldrei áður barist“ (Alma 56:46–47). Á vissan hátt voru aðstæður þeirra nokkuð líkar okkar er okkur finnst stundum við vera fáliðuð og eiga við ofurefli að etja í síðari daga baráttu við Satan og myrkraöflin í heiminum.
Herlið Helamans hafði hins vegar nokkuð fram yfir Lamaníta sem hafði ekkert með liðsfjölda eða hertækni að gera. Þeir völdu Helaman, spámann, sem leiðtoga sinn (sjá Alma 53:19); „mæður þeirra höfðu kennt þeim, að ef þeir efuðust ekki, mundi Guð varðveita þá“ (Alma 56:47); og þeir höfðu „[mikla trú] á það, sem þeim hafði verið kennt.“ Þar af leiðandi voru þeir varðveittir af „undraverðum krafti Guðs“ (Alma 57:26). Þegar við því tökumst á við báráttu lífsins getum við hert upp hugann. Herdeild Helamans kennir okkur að „til [er] réttvís Guð og að undursamlegur kraftur hans [mun] varðveita hvern þann, sem [efast] ekki“ (Alma 57:26).
Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju
Alma 53:10–22; 56:43–49, 55–56; 57:20–27; 58:39–40
Það hjálpar mér að sigrast á ótta að trúa á Guð.
Ef það væri ekki fyrir trú hinna ungu hermanna Helamans, hefðu þeir haft góða ástæðu til að óttast. En vegna trúar sinnar höfðu þeir enn meiri ástæðu til að vera hugrakkir. Þegar þið lesið um þá í Alma 53–58, gætið þá að því sem hjálpar ykkur að sigrast á ótta ykkar í trú á Krist. Íhugið að leggja áherslu á eftirtalin vers: Alma 53:10–22; 56:43–49, 55–56; 57:20–27; og 58:39–40. Þessi tafla gæti verið gagnleg við að skrá það sem þið finnið.
Það sem einkenndi hina ungu hermenn Helamans: | |
Mögulegar ástæður fyrir því að trú þeirra á Krist var svo sterk: | |
Það sem þeir gerðu til að iðka trú á Krist: | |
Hvernig Guð blessaði þá: |
Við þörfnumst líka krafts Jesú Krists til að sigrast á andlegri baráttu okkar. Hvernig getið þið fengið aðgang að þessum krafti hans? Leitið svara í boðskap Russells M. Nelson forseta, „Að færa kraft Jesú Krists inn í líf okkar“ (aðalráðstefna, apríl 2017). Þið gætuð borið leiðsögn hans saman við það sem hermenn Helamans gerðu.
Eftir að hafa kynnt ykkur þessa hluti, skuluð þið hugsa um ykkar eigin andlegu baráttu. Skrifið það sem ykkur er blásið í brjóst til að iðka trú á Jesú Krist.
Sjá einnig Neil L. Andersen, „Wounded,“ aðalráðstefna, október 2018; „Sannir í trúnni,“ Sálmar, nr. 109; „Drawing upon the Power of God in Our Lives“ (myndband), Gospel Library; Gospel Topics, „Faith in Jesus Christ,“ Gospel Library.
Fylgjendur Jesú Krists móðgast ekki auðveldlega.
Helaman og Pahóran höfðu gildar ástæður fyrir því að móðgast. Helaman hlaut ekki styrk fyrir herlið sitt og Pahóran var ranglega sakaður af Moróní um að senda ekki þennan styrk (sjá Alma 58:4–9, 31–32; 60). Hvað vekur áhuga ykkar varðandi viðbrögð þeirra í Alma 58:1–12, 31–37 og Alma 61? Af hverju haldið þið að þeir hafi brugðist þannig við?
Öldungur David A. Bednar benti á að Pahóran væri fyrirmynd að lítillæti og kenndi að „flest tilkomumestu og mikilvægustu dæmi hógværðar [mætti] sjá í lífi sjálfs frelsarans“ („Hógvær og af hjarta lítillátur,“ aðalráðstefna, apríl 2018). Hugleiðið hvernig frelsarinn sýndi lítillæti. Sjá til að mynda Matteus 27:11–26; Lúkas 22:41–42; Jóhannes 13:4–17. Hvernig getið þið fylgt fordæmi hans?
Mér ber skylda til að lyfta þeim sem umhverfis eru.
Moróní skrifaði að Guð myndi gera Pahóran ábyrgan, ef hann vanrækti vísvitandi þarfir hersveita Nefítanna. Hvað lærið þið af Alma 60:7–14 um að annast þá sem eru nauðstaddir? Hvað getið þið gert til að vera meðvitaðri um þarfir annarra og að uppfylla þær?
Ef ég sýni auðmýkt geta þrengingar lífsins snúið hjarta mínu til Drottins.
Setjið hráa kartöflu og ósoðið egg í sjóðandi vatn til að hjálpa ykkur að skilja að við getum kosið að vera hvort heldur „forhert“ eða „auðmjúk“ í þrengingum okkar. Á meðan eggið og kartaflan sjóða, lesið þá Alma 62:39–51 og gætið að því hvernig fólkið brást við þjónustu Helamans eftir langt stríð þeirra við Lamanítana. Þið gætuð síðan borið þetta saman við það hvernig þeir höfðu brugðist við prédikun hans 13 árum áður (sjá Alma 45:20–24). Hvernig höfðu sömu þrengingar mismunandi áhrif á Nefítana? Þegar eggið og kartaflan eru fullsoðin, skulið þið brjóta eggið og skera kartöfluna. Hvernig hafði sjóðandi vatnið mismunandi áhrif á þetta tvennt? Hvað lærið þið um það hvernig við getum valið að bregðast við þrengingum? Hvernig getið þið snúið til Guðs í þrengingum ykkar?
Hugmyndir fyrir kennslu barna
Ég get sýnt Guði trúfesti eins og hinir ungu hermenn Helamans gerðu.
-
Þið getið notað mörg úrræði til að miðla sögunni um hermenn Helamans, þar með talið myndirnar í þessum lexíudrögum og „kafla 34: Helaman og ungu stríðsmennirnir 2.000“ (Sögur úr Mormónsbók, 93–94). Verkefnasíða þessarar viku getur hjálpað börnum ykkar að íhuga hvernig þau geti verið eins og herdeild Helamans. Íhugað að miðla einhverjum af eiginleikum hinna ungu hermanna í Alma 53:20–21 til að koma þeim af stað. Þið gætuð líka sungið saman „Við boðum heiminum sannleikann,“ (Barnasöngbókin, 92).
Ég get sýnt trúfesti gagnvart því sem foreldrar mínir hafa kennt í réttlæti.
-
Hinir ungu hermenn Helamans höfðu trú mæðra sinna að leiðarljósi er þeir tókust á við mikla áskorun. Þið gætuð ef til vill lesið Alma 56:46–48 með börnum ykkar og beðið þau að hlusta eftir því sem mæður þessara ungu manna kenndu þeim um trú. Þið gætuð spurt þau að því hvað þau hafi lært af foreldrum sínum – eða öðrum trúföstum einstaklingum – um frelsarann. Af hverju er mikilvægt að hlýða „af nákvæmni“? (Alma 57:21).
-
Hvernig getið þið – eins og mæður ungu hermannanna – verið viss um að börn ykkar viti af trú ykkar á Guð? Ein leið er að segja frá því hvernig trú ykkar hefur áhrif á líf ykkar. Dæmi: Hvernig hefur hann „frelsað“ ykkur er þið „efuðust ekki“?
Ég get haldið sáttmála mína við himneskan föður.
-
Börn ykkar gætu ef til vill rætt um tilvik þar sem einhver gaf þeim loforð og stóð við það. Hvernig leið þeim þegar loforðið var efnt? Þið gætuð lesið Alma 53:10–18 og boðið börnum ykkar að gæta að því hvernig Helaman, Ammónítar og synir fólksins í Ammoníu gáfu og efndu loforð sín. Þið gætuð sagt frá því hvernig himneskur faðir blessar ykkur þegar þið haldið sáttmála ykkar.
Ég get valið að reiðast ekki.
Íhugið að bjóða börnum ykkar að hugsa um það þegar þau voru sökuð um að gera eitthvað sem þau gerðu ekki. Segið þeim frá því hvernig það gerðist fyrir Pahóran (sjá Alma 60–61; sjá einnig „kafla 35: Moróní yfirforingi og Pahóran,“ Sögur úr Mormónsbók, 95–97). Skiptist á við að lesa í Alma 61:3–14 til að komast að því hvernig Pahóran brást við. Hvað gerði Pahóran þegar Moróní ásakaði hann? (sjá Alma 61:2–3, 8–9). Hvað lærið þið um fyrirgefningu af fordæmi frelsarans? (sjá Lúkas 23:34).