„2.–8. janúar. Matteus 1; Lúkas 1: ‚Verði mér eftir orðum þínum,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2022)
„2.–8. janúar. Matteus 1; Lúkas 1,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023
2.–8. janúar
Matteus 1; Lúkas 1
„Verði mér eftir orðum þínum“
Íhugið og skráið andleg áhrif sem berast ykkur við lestur og ígrundun Matteus 1 og Lúkas 1. Hvaða kenningarlega sannleika finnið þið? Hvaða boðskapur kemur ykkur og fjölskyldu ykkar að mestu gagni? Hugmyndirnar í þessum lexíudrögum gætu hjálpað ykkur að hljóta aukinn skilning.
Skráið hughrif ykkar
Út frá sjónarhorni dauðlegra manna, var það ómögulegt. Jómfrú gat ekki verið barnshafandi – ekki heldur ófrjó kona sem var komin vel yfir barneignaraldur. Guð hafði þó áætlun um fæðingu sonar síns og fæðingu Jóhannesar skírara, svo bæði María og Elísabet urðu barnshafandi, þvert á öll rök manna. Það getur verið gagnlegt að hafa í huga undursamlegar upplifanir þeirra þegar við stöndum frammi fyrir einhverju sem virðist ómögulegt. Getum við sigrast á veikleikum okkar? Getum við haft áhrif á áhugalausan fjölskyldumeðlim? Gabríel hefði rétt eins getað talað til okkar, er hann áminnti Maríu: „Guði er enginn hlutur um megn“ (Lúkas 1:37). Svar Maríu getur líka verið okkar þegar Guð opinberar vilja sinn: „Verði mér eftir orðum þínum“ (Lúkas 1:38).
Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi
Hverjir voru Matteus og Lúkas?
Matteus var skattheimtumaður af gyðingaættum, sem Jesús kallaði sem einn postula sinna (sjá Matteus 10:3; sjá einnig Bible Dictionary, „Publicans [Skattheimtumaður]“). Matteus ritaði guðspjall sitt aðallega til Gyðinga síns tíma; því kaus hann að leggja áherslu á spádóma Gamla testamentisins um Messías, sem uppfylltust með lífi og þjónustu Jesú.
Lúkas var læknir af Þjóðunum (ekki Gyðingur) sem ferðaðist með Páli postula. Hann ritaði guðspjall sitt eftir dauða frelsarans aðallega til þeirra sem ekki voru af gyðingaættum. Hann bar vitni um Jesú Krist sem frelsara, bæði Þjóðanna og Gyðinga. Hann skráði atburði sjónarvotta í lífi frelsarans og ritaði fleiri frásagnir þar sem fleiri konur komu við sögu en í hinum guðspjöllunum.
Sjá Leiðarvísi að ritningunum, „Guðspjöllin,“ „Matteus,“ „Lúkas.“
Matteus 1:18–25; Lúkas 1:26–35
Jesús Kristur fæddist af dauðlegri móður og ódauðlegum föður.
Gætið að því hvernig Matteus og Lúkas lýsa kraftaverki fæðingar Jesú í Matteus 1:18–25 og Lúkas 1:26–35. Hvernig styrkja lýsingar þeirra trú ykkar á frelsarann? Af hverju er ykkur mikilvægt að vita að Jesús hafi bæði verið sonur Guðs og sonur Maríu?
Russell M. Nelson forseti útskýrði að friðþæging Jesú Krists „krefðist persónulegrar fórnar ódauðlegrar veru, sem ekki var háð dauðanum. Þó varð hann að deyja og rísa aftur upp í eigin líkama. Frelsarinn var sá eini sem fékk áorkað þessu. Frá móður sinni erfði hann þann eiginleika að deyja. Frá föður sínum hlaut hann mátt yfir dauða“ („Constancy amid Change,“ Ensign, nóv. 1993, 34).
Blessanir Guðs hljótast á hans tíma.
Ef ykkur finnst þið þurfa að bíða eftir blessun eða svo virðist sem Guð heyri ekki bænir ykkar, þá getur frásögnin um Elísabet og Sakaría minnt okkur á að hann hefur ekki gleymt ykkur. Öldungur Jeffrey R. Holland lofaði: „Meðan við því störfum og bíðum sameiginlega eftir svari við sumum bæna okkar, veiti ég ykkur postullegt fyrirheit um að þær eru heyrðar og þeim er svarað, þó ekki endilega á þeim tíma eða á þann hátt sem við vildum. En þeim er ávallt svarað á þeim tíma og á þann hátt sem alviturt og eilíflega miskunnsamt foreldri ætti að svara þeim“ („Vona á Drottin,“ aðalráðstefna, nóv. 2020). Hvernig voru Sakaría og Elísabet trúföst? (sjá Lúkas 1:5–25, 57–80). Hafið þið verið í þeim sporum að bíða eftir blessun? Hvers finnst ykkur Drottinn vænta af ykkur meðan þið bíðið?
Matteus 1:18–25; Lúkas 1:26–38
Hinir trúföstu lúta vilja Guðs fúslega.
Líkt og María, þá finnst okkur stundum áætlanir Guðs varðandi líf okkar nokkuð öðruvísi en við höfðum hugsað okkur. Hvað lærið þið af Maríu um að lúta vilja Guðs? Skráið orð engilsins og Maríu í töflurnar hér að neðan (sjá Lúkas 1:26–38), ásamt boðskap sem þið finnið í orðum þeirra:
Orð engilsins til Maríu |
Boðskapur fyrir mig |
---|---|
Orð engilsins til Maríu „Drottinn er með þér“ (vers 28). | Boðskapur fyrir mig Drottinn er meðvitaður um aðstæður mínar og áskoranir. |
Orð engilsins til Maríu
| Boðskapur fyrir mig
|
Orð engilsins til Maríu
| Boðskapur fyrir mig
|
Viðbrögð Maríu |
Boðskapur fyrir mig |
---|---|
Viðbrögð Maríu „Hvernig má þetta verða?“ (vers 34). | Boðskapur fyrir mig Það er í lagi að spyrja spurninga til að skilja betur vilja Guðs. |
Viðbrögð Maríu
| Boðskapur fyrir mig
|
Viðbrögð Maríu
| Boðskapur fyrir mig
|
Hvað lærið þið um að lúta vilja Guðs þegar þið lesið um réttlátt fordæmi Jósefs í Matteus 1:18–25? Hvaða aukinn skilning hljótið þið af upplifunum Sakaría og Elísabetar? (sjá Lúkas 1).
Sjá einnig Lúkas 22:42; Leiðarvísir að ritningunum, „Gabríel.“
María bar vitni um hlutverk Jesú Krists.
Orð Maríu í Lúkas 1:46–55 segja fyrir um nokkuð það sem við kemur hlutverki frelsarans. Hvað lærið þið um Jesú Krist af orðum Maríu? Þið gætuð gert samanburð á þessum versum og orðum Hönnu í 1. Samúelsbók 2:1–10 og Sæluboðum Jesú í Matteus 5:3–12. Hvað kennir andinn ykkur er þið ígrundið þessi vers?
Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar
-
Matteus 1:1–17.Þegar fjölskylda ykkar les ættartölu Jesú, gætuð þið rætt ykkar eigin ættarsögu og sagt einhverjar sögur um ættmenni ykkar. Hvernig blessar það fjölskyldu ykkar að vera kunnug eigin ættarsögu? Sjá FamilySearch.org/discovery fyrir fleiri verkefni tengd ættarsögu.
-
Matteus 1:20; Lúkas 1:11–13, 30.Af hverju gæti fólkið í þessum versum hafa verið óttaslegið? Hvað veldur okkur ótta? Hvernig býður Guð okkur að „óttast … eigi“?
-
Lúkas 1:37.Til að hjálpa fjölskyldu ykkar að þróa trú á að „Guði [sé] enginn hlutur um megn,“ gætuð þið kannað saman Lúkas 1 og fundið eitthvað sem Guð gerði sem gæti verið talið ómögulegt. Hvaða öðrum frásögnum getum við miðlað – úr ritningunum eða eigin lífi – þar sem Guð gerir að því er virðist ómögulega hluti? Að fara í gegnum Trúarmyndabók gæti vakið hugmyndir.
-
Lúkas 1:46–55.Hvaða „mikla hluti“ hefur frelsarinn gert fyrir okkur? Hvaða gæti það gert fyrir sál okkar að „[mikla] Drottin“?
Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.
Tillaga að söng: „Hann sendi soninn,“ Barnasöngbókin, 34.