Nýja testamentið 2023
30. janúar–5. febrúar. Matteus 4; Lúkas 4–5: „Andi Drottins er yfir mér“


30. janúar–5. febrúar Matteus 4; Lúkas 4–5: ‚Andi Drottins er yfir mér,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2022)

30. janúar–5. febrúar Matteus 4; Lúkas 4–5,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023

Jesús standandi í óbyggðum

Út í óbyggðirnar, eftir Eva Koleva Timothy

30. janúar–5. febrúar

Matteus 4; Lúkas 4–5

„Andi Drottins er yfir mér“

Frelsarinn notaði ritningarnar bæði til að standast freistingar Satans og vitna um eigið guðlegt hlutverk (sjá Lúkas 4:1–21). Íhugið hvernig ritningarnar geta styrkt trú ykkar og staðfestu til að standast freistingar.

Skráið hughrif ykkar

Allt frá ungdómsárum virtist Jesú vera kunnugt að hann hafði sérstakt, heilagt hlutverk. Þegar Jesús hóf sína jarðnesku þjónustu, reyndi óvinurinn þó að sá efasemdum í huga frelsarans. „Ef þú ert sonur Guðs,“ sagði Satan (Lúkas 4:3, skáletrað hér). Frelsarinn hafði þó átt tjáskipti við föður sinn á himnum. Hann þekkti ritningarnar og vissi hver hann var. Hvað Jesús varðaði, þá var boð Satans – „þér mun ég gefa allt þetta veldi“ (Lúkas 4:6) – innantómt, því hann hafði undirbúið sig alla ævi til að fyllast „krafti andans“ (Lúkas 4:14). Þrátt fyrir freistingar, þrengingar og höfnun, þá efaðist Jesús Kristur aldrei um sitt útnefnda verk: „Mér ber og að [prédika] … Guðs ríki, … til þess var ég sendur“ (Lúkas 4:43).

táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Matteus 4:1–2

Tjáskipti við Guð búa mig undir að þjóna honum.

Jesús fór út í óbyggðirnar „til að vera með Guði“ og búa sig undir þjónustu sína (Þýðing Josephs Smith, Matteus 4:1Matteus 4:1, neðanmálstilvísun b]). Íhugið hvað þið gerið til að vera nálæg Guði. Hvernig býr það ykkur undir verkið sem hann vill að þið gerið?

Matteus 4:1–11; Lúkas 4:1–13

Jesús Kristur setti mér fordæmi með því að standast freistingar.

Stundum finnur fólk til sektarkenndar yfir að vera freistað til að syndga. Meira að segja frelsarans, sem lifði „án syndar“ (Hebreabréfið 4:15), var þó freistað. Jesús Kristur er kunnugur freistingunum sem við tökumst á við og veit hvernig að hjálpa okkur að sigrast á þeim (sjá Hebreabréfið 2:18; Alma 7:11–12).

Hvað lærið þið við lestur Matteus 4:1–11 og Lúkas 4:1–13, sem getur hjálpað ykkur að takast á við freistingar? Þið gætuð skipulagt hugsanir ykkar með því að nota töflu eins og þessa:

Jesús Kristur

Ég

Jesús Kristur

Hvað vildi Satan að Kristur gerði?

Ég

Hvað vill Satan að ég geri?

Jesús Kristur

Hvernig bjó Kristur sig undir að standast freistingar?

Ég

Hvernig get ég búið mig undir að standast freistingar?

Jesús Kristur

Ég

Hvaða aukinn skilning hljótið þið af Þýðingu Josephs Smith á Matteus 4? (sjá neðanmálstilvísanir víða í Matteus 4).

Sjá einnig 1. Korintubréf 10:13; Alma 13:28; HDP Móse 1:10–22; Leiðarvísi að ritningunum, „Freista, freisting,“ KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp.

Lúkas 4:16–32

Jesús Kristur er hinn fyrirheitni Messías.

Hvað mynduð þið segja, ef þið væruð beðin að tilgreina ástæður þess að Jesús Kristur var sendur til jarðar? Frelsarinn vitnaði í einn spádóma Jesaja um Messías til að vísa í ákveðna þætti eigin þjónustu (sjá Lúkas 4:18–19; Jesaja 61:1–2). Hvað lærðuð þið um hlutverk hans við lestur þessara versa?

Hvernig býður frelsarinn okkur að taka þátt í verki sínu?

Jesús standandi í samkunduhúsi

Þótt Gyðingar hefðu beðið þess í aldanna raðir að spádómur Jesaja uppfylltist, voru margir ekki sáttir við að Jesús væri Messías, er hann lýsti yfir: „Í dag hefur ræst þessi ritning í áheyrn yðar“ (Lúkas 4:21). Þegar þið lesið Lúkas 4:20–30 (sjá einnig Markús 6:1–6), reynið þá að setja ykkur í spor fólksins í Nasaret. Er eitthvað sem gæti staðið í vegi þess að þið tækjuð fyllilega á móti Kristi sem persónulegum frelsara ykkar?

Sjá einnig Mósía 3:5–12; „Jesus Declares He Is the Messiah [Jesús lýsir yfir að hann er Messías]“ (myndband), ChurchofJesusChrist.org.

3:24

Matteus 4:18–22; Lúkas 5:1–11

Ef ég treysti á Drottin, mun hann hjálpa mér að ná guðlegum möguleikum mínum.

Ezra Taft Benson forseti kenndi: „Karlar og konur sem helga Guði eigið líf, munu komast að því að hann getur gert miklu meira úr lífi þeirra en þau sjálf“ (Teachings of Presidents of the Church: Ezra Taft Benson [2014], 42). Gætið að því hvernig það gerðist hjá Símoni Pétri og félögum hans, fiskimönnunum. Jesús sá eitthvað mikilsverðara í þeim en þeir gátu sjálfir séð. Hann vildi láta þá „menn veiða“ (Matteus 4:19; sjá einnig Lúkas 5:10).

Þegar þið lesið Matteus 4:18–22 og Lúkas 5:1–11, íhugið þá að hverju Jesús Kristur er að hjálpa ykkur að verða. Hvernig hafið þið upplifað hann bjóða ykkur að fylgja sér? Hvernig getið þið sýnt Drottni að þið séuð fús til að yfirgefa allt og fylgja honum? (sjá Lúkas 5:11).

táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Matteus 4:1–2; Lúkas 4:1–2.Hvað lærum við af þessu versi um mátt föstu? Þið gætuð hjálpað fjölskyldu ykkar að læra um föstu með því nota „Fasta“ í Leiðarvísi að ritningunum (KirkjaJesúKrists.is, Ritningar/Námshjálp). Fjölskyldumeðlimir gætu sagt frá upplifunum sínum af föstu. Ef til vill gætuð þið ráðgert af kostgæfni að fasta saman í ákveðnum tilgangi.

Matteus 4:3–4; Lúkas 4:3–4.Þegar Satan freistaði Krists til að breyta steinum í brauð, véfengdi hann guðlegt auðkenni Krists með því að segja: „Ef þú ert sonur Guðs“ (Matteus 4:3, skáletrað hér). Af hverju reynir Satan að fá okkur til að efast um guðlegt auðkenni okkar – og frelsarans? Hvernig reynir hann að gera það? (Sjá einnig HDP Móse 1:10–23.)

Þýðing Josephs Smith, Matteus 4:11.Eftir að Jesús hafði verið reyndur líkamlega og andlega, beindist hugur hans að neyð Jóhannesar skírara, sem var í fangelsi: „Og nú vissi Jesús að Jóhannes var í fangelsi, og hann sendi engla, og sjá, þeir komu og veittu honum [Jóhannesi] þjónustu“ (Þýðing Josephs Smith, Matteus 4:11Matteus 4:11, neðanmálstilvísun a). Hvernig erum við blessuð þegar við fylgjum fordæmi Krists um að hugsa um aðra?

Lúkas 4:16–21.Þekkjum við einhvern sem er harmi sleginn eða hefur þörf fyrir „lausn“? (Lúkas 4:18). Hvernig getum við hjálpað öðrum að hljóta lækningu og lausn frelsarans? Þið gætuð líka rætt hvernig framkvæmd musterishelgiathafna veitir „bandingjum lausn“ (Lúkas 4:18).

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Fylg þú mér,“ Sálmar, nr. 55.

Bæta kennslu okkar

Lifið eftir fagnaðarerindi Jesú Krists. „Ef til vill er það mikilvægasta sem þið getið gert sem [foreldri eða kennari], … að lifa eftir fagnaðarerindinu af öllu ykkar hjarta. … Það er mikilvægasta leiðin til að verðskulda samfélag heilags anda. Þið þurfið ekki að vera fullkomin, reynið fremur af kostgæfni – og leitið fyrirgefningar fyrir tilstilli friðþægingar frelsarans, hvenær sem þið hrasið“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 13).

Jesús kallar postula til að verða mannaveiðarar

Kristur kallar postulana Jakob og Jóhannes, Edward Armitage (1817–96)/Sheffield Galleries og Museums Trust, UK/© Museums Sheffield/The Bridgeman Art Library International