Nýja testamentið 2023
2.–8. október. Efesusbréfið: „Þeir eiga að fullkomna hin heilögu“


„2.–8. október. Efesusbréfið: ‚Þeir eiga að fullkomna hin heilögu,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2023 (2022)

„2.–8. október. Efesusbréfið,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023

fjölskylda skoðar ljósmyndir

2.–8. október

Efesusbréfið

„Þeir eiga að fullkomna hina heilögu“

Sjáið þið eitthvað samband á milli boðskapar aðalráðstefnu og bréfs Páls til Efesusmanna?

Skráið hughrif ykkar

Þegar fagnaðarerindið tók að breiðast út í Efesus, urðu „miklar æsingar“ (Postulasagan 19:23) meðal Efesusmanna. Handverksmenn, sem bjuggu til helgimuni fyrir heiðna gyðju, sáu kristindóminn sem ógn við sig og „þeir [urðu] afar reiðir … og öll borgin komst í uppnám“ (sjá Postulasagan 19:27–29). Ímyndið ykkur hvernig var að vera nýr í trúnni við slíkar aðstæður. Margir Efesusmenn tóku á móti og lifðu eftir fagnaðarerindinu mitt í þessum „ólátum“ (Postulasagan 19:40) og Páll fullvissaði þá um að „[Kristur væri friður okkar]“ (Efesusbréfið 2:13–14). Þessi orð, ásamt boði hans um að „[láta] hvers konar beiskju, ofsa, reiði, hávaða og lastmæli vera fjarlægt [okkur]“ (Efesusbréfið 4:31), virðast jafn viðeigandi og hughreystandi nú og þau voru þá. Hvað Efesusmenn varðaði, sem einnig á við um okkur, þá hlýst styrkurinn til að takast á við mótlæti „í Drottni og krafti máttar hans“ (sjá Efesusbréfið 6:10–13).

táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Efesusbréfið 1:4–11, 17–19

Guð útvaldi eða forvígði mig til að uppfylla ákveðna ábyrgð á jörðu.

Páll greindi frá því að hinir heilögu væru „fyrir fram [ákveðnir]“ af Guði og að „áður en grunnur heimsins var lagður [hefði hann útvalið okkur]“ til að verða fólk hans. Eins og Henry B. Eyring forseti hefur bent á, þá merkir þetta ekki „að Guð hefði ákveðið fyrir fram hvert barna sinna hann hygðist frelsa og gert fagnaðarerindið mögulegt og að þau sem aldrei heyrðu fagnaðarerindið væru einfaldlega ekki ‚útvalin.‘ … Áætlun Guðs er miklu kærleiksríkari og réttvísari en það. Himneskur faðir þráir heitt að safna saman og blessa alla sína fjölskyldu“ („Safna saman fjölskyldu Guðs,“ aðalráðstefna, apríl 2017). Öll börn Guðs geta tekið á móti fagnaðarerindinu og helgiathöfnum þess, vegna þess verks sem unnið er fyrir hina dánu í heilögum musterum.

Þótt ekki sé ákveðið fyrir fram að einhver frelsist eða frelsist ekki, þá kennir nútíma opinberun að sum börn Guðs hafi verið útvalin, eða „forvígð,“ í fortilverunni, til að uppfylla ákveðna ábyrgð varðandi tilgang Guðs á jörðu. Þegar þið lesið Efesusbréfið 1 og Leiðarvísi að ritningunum, „Forvígsla“ (KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp), íhugið þá hvernig þessi sannleikur á við um ykkur.

Efesusbréfið 1:10

Guð mun „safna öllu … undir eitt höfuð í Kristi.“

Af hverju haldið þið að okkar tími sér kallaður „í fyllingu tímanna“? Hver gæti verið merking þess að „safna öllu … undir eitt höfuð í Kristi“? Þegar þið íhugið þessi orðtök, lesið þá eftirfarandi ritningarvers: Efesusbréfið 4:13; 2. Nefí 30:7–8; Kenning og sáttmálar 110:11–16; 112:30–32; 128:18–21. Þið gætuð fundið innblástur til að skrá eigin útskýringar á þessum orðtökum.

Sjá einnig David A. Bednar, „Safnað undir eitt höfuð í Kristi,“ aðalráðstefna, október 2018.

Efesusbréfið 2:19–22; 3:1–7; 4:11–16

Kirkjan er grundvölluð á postulum og spámönnum og Jesús Kristur er hyrningarsteinninn.

Af hverju höfum við spámenn og postula, samkvæmt Efesusbréfinu 2:19–22; 3:1–7; 4:11–16? Hugsið um boðskapinn frá spámönnum og postulum sem þið hafið heyrt á aðalráðstefnu. Hvernig uppfylla kenningar þeirra þann tilgang sem Páll tilgreindi? Hvernig hafa þessar kenningar t.d. hjálpað ykkur að láta ekki „berast fram og aftur af hverjum kenningarvindi“?

Hvernig er Jesús Kristur eins og hornsteinn fyrir kirkjuna? Hvernig er hann eins og hornsteinn fyrir líf ykkar?

Sjá einnig Postulasagan 4:10–12.

hornsteinn byggingar

Jesús Kristur er hornsteinn kirkjunnar.

Efesusbréfið 5:216:4

Að fylgja fordæmi frelsarans getur styrkt fjölskyldusambönd mín.

Þegar þið lesið Efesusbréfið 5:216:4, íhugið þá hvernig leiðsögnin í þessum versum gæti styrkt fjölskyldusambönd ykkar.

Mikilvægt er að vita að orð Páls í Efesusbréfinu 5:22–24 eru rituð í samhengi við samfélagssiði hans tíma. Spámenn og postular okkar tíma kenna að karlar séu konum ekki æðri og að hjón eigi að vera „jafningjar“ (sjá „Family: Yfirlýsing til heimsins,“ KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp/Grunngögn). Þótt svo sé, getið þið samt fundið viðeigandi leiðsögn í Efesusbréfinu 5:25–33. Hvernig sýnir Kristur t.d. hinum heilögu elsku sína? Hvað gefur þetta í skyn um það hvernig hjónum beri að breyta gagnvart hvort öðru sem jafningjar? Hvaða boðskapur finnst ykkur eiga við um ykkur í þessum versum?

Efesusbréfið 6:10–18

Alvæpni Guðs mun hjálpa mér að verjast hinu illa.

Þegar þið lesið Efesusbréfið 6:10–18, íhugið þá ástæðu þess að Páll kallaði hvern hluta alvæpnisins eins og hann gerði. Gegn hverju verndar „alvæpni Guðs“ ykkur? Hvað getið þið gert til að íklæðast betur hverjum hluta alvæpnisins daglega?

Sjá einnig 2. Nefí 1:23; Kenning og sáttmálar 27:15–18.

táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Efesusbréfið 1:10.Öldungur David A. Bednar notaði dæmi um reipi til að kenna um þessi vers (sjá „Safnað undir eitt höfuð í Kristi“). Íhugið að sýna fjölskyldumeðlimum reipi og láta þá halda á því og skoða það meðan þið miðlið hluta af boðskap öldungs Bednars. Hvernig er Guð að safna öllu saman undir eitt höfuð í Kristi? Hvernig erum við blessuð af þessari samansöfnun?

Efesusbréfið 2:4–10; 3:14–21.Biðjið fjölskyldumeðlimi að segja frá upplifun þar sem þau hafa fundið fyrir þeirri elsku og miskunn Guðs og Jesú Krists sem lýst er í þessum versum.

Efesusbréfið 2:12–19.Fjölskylda ykkar gæti haft gaman að því að byggja veggi úr púðum eða öðrum hlutum sem þið hafið á heimili ykkar og síðan slegið þá niður. Páll greinir frá „vegg“ á milli Þjóðanna og Gyðinganna, en hvers konar veggir aðskilja menn á okkar tíma? Hvernig hefur Jesús Kristur „rifið niður“ þessa veggi? Hvernig „sættir hann [okkur] við Guð“? (vers 16).

Efesusbréfið 6:10–18.Fjölskylda ykkar gæti búið til sitt eigið „alvæpni Guðs“ með því að nota hluti á heimilinu? Myndbandið „The Armour of God [Alvæpni Guðs]“ (ChurchofJesusChrist.org) getur hjálpað fjölskyldu ykkar að sjá fyrir sér þetta alvæpni og einfaldar útskýringar má finni í „The Whole Armor of God“ (Friend, júní 2016, 24–25). Hvernig verndar hver hluti alvæpnisins okkur andlega? Hvað getum við gert til að hjálpa hvert öðru að „klæðast alvæpni Guðs“ (Efesusbréfið 6:11) dag hvern?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Nú Ísraels lausnari,“ Sálmar, nr. 26.

Bæta persónulegt nám

Látið andann leiða ykkur í náminu. Verið næm fyrir andanum er hann leiðir ykkur að því efni sem þið þurfið að læra dag hvern, jafnvel þótt það sé annað efni en þið upphaflega ráðgerðuð að læra.

maður á tíma Nýja testamentisins í alvæpni

Að íklæðast alvæpni Guðs getur verndað okkur andlega.