Nýja testamentið 2023
Hafið helgitónlist með í trúarnámi ykkar


„Hafið helgitónlist með í trúarnámi ykkar,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2022)

„Hafið helgitónlist með í trúarnámi ykkar,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023

Hafið helgitónlist með í trúarnámi ykkar

Að syngja Barnafélagssöngva og sálma getur blessað fjölskyldu ykkar á margan hátt. Þessar hugmyndir geta hjálpað ykkur að nota helgitónlist, er þið reynið að læra fagnaðarerindið og lifa eftir því.

  • Lærið kenningarlegar reglur. Leitið sannleika sem kenndur er í þeim lögum sem þið syngið eða hlustið á. Það getur leitt til trúarlegrar umræðu um þann sannleika yfir daginn. Syngið eða hlustið á Barnafélagssöngva eða sálma sem kenna um Jesú Krist og fagnaðarerindi hans. Gætið að því hvernig heilagur andi vitnar um frelsarann og kenningar hans.

  • Skiljið áhrifamátt tónlistar. Að syngja og hlusta á Barnafélagssöngva eða sálma getur verið blessun þegar þörf er á. Að syngja lag, getur t.d. róað barn á háttatíma, vakið gleði er fjölskylda ykkar starfar saman, uppörvað veikan nágranna eða huggað einhvern kvíðafullan.

  • Miðlið reynslu. Miðlið eigin reynslu og fjölskyldunnar, sem tengist boðskap lagsins. Þið getið líka sagt sögu úr ritningunum.

  • Fáið fjölskyldu ykkar til þátttöku. Fjölskylda ykkar mun læra meira af því að syngja, ef allir taka virkan þátt. Til að fá fjölskyldumeðlimi til þátttöku, gætuð þið boðið eldra barni að hjálpa til við að kenna yngri systkinum söng eða beðið börn að kenna fjölskyldunni söng sem þau lærðu í Barnafélaginu. Þið gætuð líka látið fjölskyldumeðlimi skiptast á við að stjórna söng.

  • Verið skapandi. Notið hinar ýmsu leiðir til að læra helgitónlist sem fjölskylda. Þið gætuð t.d. notað látbragð sem fylgir orðum og orðtökum í söng. Þið gætuð líka þess í stað skipts á um að leika hluta af söng meðan aðrir fjölskyldumeðlimir reyna að giska á hvert lagið er. Fjölskylda ykkar gæti haft gaman af því að syngja lög á mismunandi hraða eða hljóðstyrk. Smáforritin Gospel Library og Gospel for Kids eru með hljóð- og myndupptökur sem geta hjálpað ykkur að læra lögin. Þið gætuð líka búið til lagalista með helgitónlist til að hlusta á.

Ef þið viljið fleiri hugmyndir, sjá þá hlutana „Using Music to Teach Doctrine [Nota tónlist til að kenna kenningu]“ og „Helping Children Learn and Remember Primary Songs and Hymns [Hjálpa börnum að læra söngva og sálma utanbókar],“ í „Instructions for Singing Time and the Children’s Sacrament Music Presentation [Leiðbeiningar fyrir söngstund og tónlistarflutning barna á sakramentissamkomu]“ í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.