Ungmennatónlist
Ég fæ megnað allt


1

Ég fæ megnað allt

1. Mitt í dagsins mæðu,

mitt í ólgu hér.

Ég minn frelsara finn,

svo nærri mér.

Mig leiðir áfram

um ókunn lönd,

Hann lífgar mína lund og vanmáttugu hönd

og ég sé getu mína,

Hann er hjá mér

og ég veit

[Chorus]

ég fæ megnað allt.

Þegar sekk í öldurót,

ég þá náð hans tek á mót

og hann bjargar mér.

Allt fæ megnað með

frelsara minn mér við hlið,

hátt þá flýg í himins frið,

allt þá get ég hér.

Allt fæ Kristi megnað með.

Allt fæ Kristi megnað með.

2. Ég skal veginn fara,

þó ei sé hann fær,

þegar finn til hungurs

og lygi‘ er nær.

Bænar bið til himins,

bælist stormavá

og með blessun lausnarans, veit ég þá

[Chorus]

ég fæ megnað allt.

Þegar sekk í öldurót,

ég þá náð hans tek á mót

og hann bjargar mér.

Allt fæ megnað með

frelsara minn mér við hlið,

hátt þá flýg í himins frið,

allt þá get ég hér.

Allt fæ Kristi megnað með.

Allt fæ Kristi megnað með.

3. Ef mig fangaklefi fjötrar hér, Hann frelsar mig.

Þegar gröfin geymir bein, Hann upp mun reisa mig.

Þegar ótti grípur anda, Hann þá eflir mig.

Ef trú er sterk,

[Chorus]

þá fæ ég megnað allt.

Þegar sekk í öldurót,

ég þá náð hans tek á mót

og hann bjargar mér.

Allt fæ megnað með

frelsara minn mér við hlið,

hátt þá flýg í himins frið,

allt þá get ég hér.

Allt fæ Kristi megnað með.

Allt fæ Kristi megnað með.

Allt fæ Kristi megnað með.

Lag og texti eftir Nik Day

Arranged by Mitch Davis and Nik Day

Produced by Mitch Davis

© 2022 Intellectual Reserve, Inc. All rights reserved.

Þennan söng má afrita til nota í kirkju eða heima en ekki í hagnaðarskyni. 

Þessi athugasemd skal fylgja hverju afriti.

Prenta