Börn og unglingar
Hugmyndir til vaxtar á öllum sviðum lífs


„Hugmyndir til vaxtar á öllum sviðum lífs,“ Eigin framþróun: Leiðarvísir barna (2019)

„Hugmyndir til vaxtar á öllum sviðum lífs,“ Eigin framþróun: Leiðarvísir barna

Hugmyndir til vaxtar á öllum sviðum lífs

Á eftirfarandi síðum eru hugmyndir um hvernig þið getið fylgt frelsaranum og vaxið á öllum sviðum lífs ykkar. Þið þurfið ekki að nota þær – bestu hugmyndirnar gætu verið ykkar sjálfra! Biðjist fyrir varðandi það sem þið getið unnið að einmitt núna.

Þið getið fundið fleiri hugmyndir á ChildrenandYouth.ChurchofJesusChrist.org.

Ljósmynd
andlegt, félagslegt, líkamlegt, vitsmunalegt

Hugmyndir að andlegum vexti

Hverjar eru hugmyndir ykkar?

Ljósmynd
ungmenni á bæn

Lesið Mormónsbók á hverjum degi

Ljósmynd
ungmenni les ritningarnar

Komið á þeirri venju að lesa dag hvern, jafnvel þótt það séu aðeins nokkur vers.

Búið ykkur undir að fara í musterið

Ljósmynd
ungmenni við musteri

Lærið og tileinkið ykkur „Trúarreglur mínar“ (bls. 63) og bjóðið öðrum að gera það líka.

Lærið Trúaratriðin

Ljósmynd
ungmenni að telja

Lærið Trúaratriðin utanbókar (bls. 62) og merkingu þeirra.

Bætið bænir ykkar

Ljósmynd
ungmenni les

Hugsið um eitthvað sem þið eruð þakklát fyrir áður en þið biðjist fyrir og það sem þurfið liðsinni við.

Þakkið himneskum föður fyrir blessanir ykkar

Ljósmynd
gátlisti

Skráið eitthvað þrennt sem þið eruð þakklát fyrir. Reynið að skrifa eitthvað þrennt nýtt á hverjum degi.

Haldið hvíldardaginn heilagan

Ljósmynd
fjölskylda fyrir utan kirkju

Ákveðið hvað þið getið byrjað að gera eða hætt að gera til að gera hvíldardaginn að sérstökum degi.

Þjónið einhverjum

Ljósmynd
ungmenni við þrif

Leitið leiða til að hjálpa einhverjum í fjölskyldu ykkar, í skóla eða í kirkju.

Vinnið að ættarsögu

Ljósmynd
afi og amma

Skrifið bréf til afa og ömmu, frænku eða frænda. Biðjið þau að segja ykkur sögu frá ungdómsárum sínum.

Miðlið fagnaðarerindinu

Ljósmynd
fólk á tali

Ræðið við vin um fagnaðarerindið. Bjóðið vini í kirkju eða á viðburð.

Kennið fagnaðarerindið

Ljósmynd
fjölskylda les

Kennið fjölskyldu ykkar eftirlætis ritningarsöguna ykkar. Leikið hana eða teiknið myndir til að hjálpa við kennsluna.

Syngið Barnafélagssöng

Ljósmynd
ungmenni leikur á gítar

Syngið með fjölskyldumeðlim. Gætið að því hvernig ykkur líður er þið hlustið á góða tónlist.

Hugmyndir að félagslegum vexti

Hverjar eru hugmyndir ykkar?

Ljósmynd
ungmenni á bæn

Lærið um fjölskylduna

Ljósmynd
fjölskylda á gangi saman

Lesið „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins,“ og ræðið við foreldra ykkar um það sem þið lærðuð.

Sýnið fjölskyldu ykkar elsku

Ljósmynd
fjölskylda við borð

Gerið eitthvað fallegt fyrir fólk í fjölskyldu ykkar.

Hafið aðra með

Ljósmynd
ungmenni á gangi

Finnið leið til að verja tíma með eða þjóna einhverjum sem gæti verið afskiptur eða þurft á vináttu ykkar að halda.

Lærið um menningu annarra

Ljósmynd
ungmenni með lamadýri

Lesið um menningu annarra, ræðið við fólk frá öðrum löndum eða farið á menningarfögnuð í nágrenninu.

Þjónið nágrönnum ykkar

Ljósmynd
ungmenni brýtur saman föt

Gerið eitthvað í samfélagi ykkar með foreldrum ykkar eða leiðtogum til að hjálpa fólki í neyð.

Lærið að biðjast afsökunar og fyrirgefa

Ljósmynd
slasað ungmenni

Leikið aðstæður þar sem einhver þarf að biðjast afsökunar eða fyrirgefa. Æfið hvernig miðla á tilfinningum ykkar og bregðast við.

Lærið um samfélagið ykkar

Ljósmynd
ungmenni fyrir utan dómshús

Farið á lögreglustöð, slökkviliðsstöð eða í aðra samfélagsþjónustu. Lærið hvað þar er gert og þakkið fólkinu fyrir þjónustu þess.

Eignist nýjan vin

Ljósmynd
ungmenni í rólu

Kynnist einhverjum nýjum og bjóðið þeim einstaklingi að leika við ykkur.

Talið vinsamleg orð

Ljósmynd
broskarl

Æfið ykkur í því að nota einungis orð sem gerir fólk glatt en ekki dapurt. Ræðið hvað þið getið sagt ef einhver segir óvinsamleg orð við ykkur.

Hafið stjórn á skapinu

Ljósmynd
ungmenni á báðum áttum

Æfið rósemd þegar þið eruð reið. Andið t.d. djúpt, teljið upp á tíu eða ímyndið ykkur að þið séuð á eftirlætis stað.

Bjóðið aðra velkomna

Ljósmynd
ungmenni á tali

Kynnið ykkur sjálf fyrir einhverjum nýjum í skóla, hverfinu eða deildinni eða greininni. Hjálpið þeim einstaklingi að hitta aðra.

Hugmyndir að líkamlegum vexti

Hverjar eru hugmyndir ykkar?

Ljósmynd
ungmenni á bæn

Lærið að elda

Ljósmynd
ungmenni eldar

Hjálpið til við að búa til holla máltíð eða snarl Deilið henni með fjölskyldu eða vinum.

Styrkið líkama ykkar

Ljósmynd
ungmenni gerir æfingar

Gerið eitthvað reglubundið til að hreyfa líkama ykkar, eins og íþróttir, dans, æfingar eða útileiki.

Berið virðingu fyrir líkama ykkar

Ljósmynd
ungmenni burstar tennur og hár

Haldið líkama ykkar hreinum alla daga. Farið reglulega í bað. Burstið tennur og hirðið hárið dag hvern.

Hugsið vel um heimili ykkar

Ljósmynd
ungmenni við endurvinnslu

Gerið eitthvað til að fegra heimili ykkar svo gott sé að dvelja þar, svo sem að þrífa, skreyta eða fegra garðinn.

Hugsið vel um eigur ykkar

Ljósmynd
ungmenni skipuleggja eigur sínar

Biðjið foreldra ykkar að kenna ykkur hvernig gera á við eða hirða um það sem þið notið.

Lærið nýja listkunnáttu

Ljósmynd
ungmenni að mála

Teiknið, málið eða skissið mynd og gefið hana einhverjum sem þið elskið.

Lærið nýja tónlistarkunnáttu

Ljósmynd
ungmenni leikur á gítar

Lærið að syngja söng, leika á hljóðfæri eða stjórna tónlist. Bjóðist til að miðla af kunnáttu ykkar á kvöldstund fjölskyldunnar eða á öðrum viðburði.

Hlýðið Vísdómsorðinu

Ljósmynd
ungmenni að hugsa um snarl

Lesið Kenningu og sáttmála 89 til að kynna ykkur loforð himnesks föður ef þið haldið Vísdómsorðið. Ákveðið hvernig þið getið lifað betur eftir því.

Njótið útiverustunda

Ljósmynd
fjölskylda í gönguferð

Farið í gönguferð með fjölskyldu eða vinum, til að kanna heiminn umhverfis.

Miðlið hæfileikum ykkar

Ljósmynd
fólk að blása í trompet

Miðlið einhverjum einmana einum hæfileika ykkar.

Búa ykkur undir neyðartilvik

Ljósmynd
fólk að horfa á kort

Gerið áætlun með foreldrum ykkar eða leiðtogum um hvað gera skal í neyðartilvikum.

Hugmyndir að vitsmunalegum vexti

Hverjar eru hugmyndir ykkar?

Ljósmynd
ungmenni á bæn

Lærið um tíund

Ljósmynd
ungmenni greiðir tíund

Lærið ástæðu þess að mikilvægt er að greiða tíund. Gefið Drottni tíu prósent af tekjum ykkar.

Bætið lestrarhæfni ykkar

Ljósmynd
móðir og dóttir lesa

Lesið bók um nýtt efni eða lesið bók sem er lengri en þið yfirleitt lesið.

Lærið hvernig tryggja á öryggi á netinu

Ljósmynd
fjölskylda að nota tölvu

Skráið reglur fjölskyldunnar um notkun netsins eða smáforrita.

Lærið eitthvað nýtt

Ljósmynd
ungmenni les

Veljið eitthvað sem þið hafið áhuga á og lærið allt sem þið getið um það.

Sækið eða horfið á menningarviðburði

Ljósmynd
fólk í safni

Farið í safn eða á menningarviðburð á svæði ykkar. Ræðið við vini og fjölskyldu um eitthvað nýtt sem þið hafið lært.

Lærið um hin ýmsu atvinnustörf

Ljósmynd
fók að gera við bíl

Farið á vinnustað einhvers sem þið þekkið til að læra hvað þar er gert.

Lærið um fólk sem þið hrífst af

Ljósmynd
fólk á tali

Þetta gæti verið einhver sem þið þekkið eða úr sögunni eða ritningunum. Ákveðið að verða líkari þeim.

Lærið að taka góðar ákvarðanir

Ljósmynd
kort, afleiðing og áhrif

Allt val hefur afleiðingar, sem er eitthvað sem gerist af því sem þið gerið. Skráið eittnhverja valkosti og afleiðingar þeirra.

Bætið minni ykkar

Ljósmynd
hugsandi manneskja

Lærið eftirlætis ritningarvers, ljóð eða söng utanbókar.

Lærið nýtt tungumál

Ljósmynd
ungmenni notar snjallsíma

Lærið að segja halló og önnur helstu orð á öðru tungumáli. Æfið ykkur með einhverjum sem talar það tungumál, ef mögulegt er.

Skrifið sögu

Ljósmynd
ungmenni við skriftir

Skrifið sögu um líf ykkar eða um fjölskyldumeðlim.

Prenta