„Hugmyndir fyrir notkun smáforritsins Gospel Library,“ Hugmyndir fyrir ritningarnám (2021)
„Hugmyndir fyrir notkun smáforritsins Gospel Library,“ Hugmyndir fyrir ritningarnám
Hugmyndir fyrir notkun smáforritsins Gospel Library
Hlusta
Ein af bestu leiðunum til að læra ritningarnar er að hlusta á upptökur. Þið getið gert þetta á heimilum ykkar eða næstum því hvar sem er. Þið getið einnig hlustað á mismunandi hraða og á ólíkum tungumálum.
Nám eftir efni
Þið getið fundið ritningarvers um valið efni með því að nota leitaraðgerðina og síðan skoðað tengdar leitarniðurstöður. Þið getið einnig notað smáforritið Gospel Library sem býður upp á lykilritningarvers fyrir ákveðið efni.
Skipulagt eftir efni
Þið getið skipulagt efnið eftir efnisatriðum með því að nota „Merki“ og „Glósubækur.“ Þessi efnisatriði geta verið gagnleg þegar þið undirbúið ræðu eða lexíu.
Áherslumerkja
Þið getið áherslumerkt eða merkt við í ritningunum með því að velja ritningarvers og velja síðan stíl. Stíllinn getur verið sambland mismunandi lita og undirstrikun eða áherslumerking.
Búa til hlekki
Þið getið búið til hlekki á milli ritningaversa, aðalráðstefnuboðskapar eða annars efnis. Þetta getur hjálpað við að muna eftir efni og tengjast fljótt efni sem hið hafið hlekkjað.
Leita upp skilgreiningar
Þið gertð leitað að skilgreiningu orðs í ritningunum með því að velja það og smella síðan á hnappinn „Define [Skilgreiningar].“
Notkun bókamerkja og skjámynda
Þið getið farið fljótt tilbaka til að velja efni með því að nota bókamerki til að komast auðveldlega á ákveðna staði og skjámyndir. Notkun bókamerkja gerir ykkur mögulegt að hafa hina ýmsu kafla og annað efni opið á sama tíma.
Setja upp áætlun
Þið getið gert námsáætlun sem hjálpar ykkur að fylgjast með framvindu ykkar í ritningaranáminu. Þið getið einnig sett upp áminningar til að auðvelda ykkur að ná námsmarkmiðum ykkar. Áætlun getur hjálpað ykkur að fylgja námsáætlun Kom, fylg mér eða persónulegum lestri Mormónsbókar.