„Hvernig hjálpa skal þeim sem er í hættuástandi,“ Hvernig koma á til hjálpar (2018).
„Hvernig hjálpa skal þeim sem er í hættuástandi,“ Hvernig koma á til hjálpar.
Hvernig hjálpa skal þeim sem er í hættuástandi
Takið ætíð alvarlega viðvörunarmerkjum um sjálfsvíg og öllum hótunum um sjálfsvíg, jafnvel þótt þið teljið að viðkomandi einstaklingur íhugi ekki alvarlega að svipta sig lífi eða kalli einungis á athygli. Fylgið þessum þremur skrefum til að veita hjálp – spyrja, sýna umhyggju, segja frá.
Skref 1: Spyrja. Spyrjið einstaklinginn hreint út hvort hann eða hún hyggist taka eigið líf. Þið gætuð spurt: „Ertu að hugsa um að taka eigið líf?“ Ef þau segjast vera að hugsa um sjálfsvíg, spyrjið þá hvort þau hafi ráðgert eitthvað. Þið gætuð spurt: „Hefurðu í huga að skaða þig?“ Ef þau hafa einhverja áætlun, hjálpið þeim þá þegar í stað að komast á sjúkrahús eða heilsugæslu eða hringið í neyðaraðstoð eða hjálparlínu á ykkar svæði. (Sjá „Neyðarhjálparlínur“ fyrir hlekki að hjálparlínum um allan heim.) Ef þau hafa enga áætlun, farið þá í skref 2.
Skref 2: Sýna umhyggju. Sýnið umhyggju með því að hlusta á mál þeirra. Gefið þeim tíma til að útskýra eigin tilfinningar. Virðið tilfinningar þeirra með því að segja eitthvað álíka: „Mér þykir leitt að þér skuli líða svona illa“ eða „ég vissi ekki að þú ættir svona erfitt.“ Þið gætuð boðist til að hjálpa þeim að gera forvarnaráætlun gegn sjálfsvígi (sjá „How to Create a Suicide-Prevention Safety Plan,“ Doug Thomas, Ensign, sept. 2016, 63). Öryggisáætlun getur hjálpað fólki að skilja eigin styrkleika, jákvæð sambönd og heilbrigða hæfileika til að ráða fram úr eigin aðstæðum. Hún getur líka minnkað möguleika þeirra á því að nálgast sem skaðar, svo sem vopn eða lyf. Ef þau biðja ykkur um að segja engum frá líðan þeirra, útskýrið þá að þið munuð virða einkalíf þeirra að svo miklu leyti sem mögulegt er, en þau þurfi meiri hjálp en þið getið veitt. Lofið aldrei að halda hugsunum þeirra um sjálfsvíg leyndum.
Skref 3: Segja frá. Hvetjið viðkomandi einstakling til að segja einhverjum frá, sem getur veitt betri hjálp. Miðlið tengiliðaupplýsingum um gagnlega aðstoð á ykkar svæði. Aðstoð gætu verið sjúkrahús, bráðamóttökur eða gjaldfrjálsar neyðarhjálparlínur. Ef þau vilja ekki leita sér hjálpar, þá þurfið þið að upplýsa einhvern fyrir þeirra hönd. Þið gætuð sagt eitthvað á þessa leið: „Mér þykir vænt um þig og vil gæta öryggis þíns. Ég ætla að segja manneskju frá þessu, sem getur boðið þér nauðsynlega hjálp.“ Virðið einkalíf þeirra með því að segja aðeins einhverjum frá sem þið teljið geta hjálpað, t.d. nánum fjölskyldumeðlim, biskup viðkomandi, námsráðgjafa, lækni eða öðrum heilbrigðisstarfsmanni. Ef þið eruð í vafa um hverjum skal segja frá, ræðið þá við biskup ykkar eða hringið í gjaldfrjálsa neyðarhjálparlínu á svæði ykkar. Gætið að því að þess er ekki vænst að veitið viðkomandi hjálp á eigin spýtur.
Athugasemd: Ef þið stjórnið umræðum, hugleiðið þá að biðja þátttakendur um að æfa þessi skref. Biðjið þá um að ímynda sér hvernig þeir myndu bregðast við ef einhver kæmi til þeirra og segði þeim frá eigin sjálfsvígshugleiðingum.
Fleiri heimildir
-
Velferðarhjálparlína (fyrir stikuforseta, biskupa og greinarforseta).
-
„Taking Time to Talk and Listen,“ Rosemary M. Wixom, Ensign, apríl 2012, 10–13.
-
„I’m Worried about Someone,“ suicide.ChurchofJesusChrist.org
-
„Suicide,“ Counseling Resources, ChurchofJesusChrist.org.