Tónlist
Formáli


Formáli

Kæru drengir og telpur:

Þetta eru söngvar sem sérstaklega eru ætlaðir ykkur. Þið getið sungið þá næstum hvenær sem er og hvar sem er. Þið getið sungið suma þeirra til að sýna þakklæti ykkar til föður ykkar á himnum og suma aðeins ánægjunnar vegna.

Þegar þið syngið kann ykkur að líða vel innra með ykkur. Heilagur andi yljar ykkur og hjálpar ykkur að skilja að orð og boðskapur söngvanna er sannur. Þið getið þannig lært um fagnaðarerindið og vitnisburður ykkur mun vaxa um leið. Söngurinn auðveldar ykkur að muna það sem þið hafið lært. Lagið sjálft auðveldar ykkur að muna orðin og þið fáið betri tilfinningu fyrir söngnum. Myndirnar sýna ykkur einnig hvað söngurinn kennir. Þegar þið hafið lært söngvana verða þeir ætíð með ykkur (líkt og góðir vinir) og hjálpa ykkur að velja rétt og vera hamingjusöm.

Tónlist er tungumál sem allir geta skilið. Börn um allan heim syngja þessa sömu söngva. Tónlistin getur einnig tengt saman liðna tíð og ókomna. Síðar meir kunnið þið að syngja þessa söngva með ykkar eigin börnum.

Í þessari bók eru söngvar um næstum hvern þátt fagnaðarerindisins. Söngvarnir útskýra trú okkar um lífið á himnum; bæn, þakklæti og lotningu; köllun frelsarans; reglur fagnaðarerindisins; mikilvægi heimilis, fjölskyldu og arfleifðar; fegurð náttúrunnar og árstíðanna; og þörfina fyrir skemmtun og hreyfingu.

Einhvern tíma verðið þið leiðtogar í kirkjunni og í heiminum. Það sem þið lærið af þessum söngvum hjálpar ykkur að vera trúföst og þjóna í réttlæti. Þær góðu tilfinningar sem söngvarnir vekja færa ykkur gleði og hugrekki og minna ykkur á að þið eruð börn Guðs.