Kirkjusaga
Jane Elizabeth Manning James


„Jane Elizabeth Manning James,“ Kirkjusöguefni

„Jane Elizabeth Manning James“

Jane Elizabeth Manning James

Jane Elizabeth Manning James (u.þ.b. 1822-1908) var ein af hið minnsta fimm börnum sem fæddist frjálsum bandarísk-afrískum hjónum í Connecticut á tíma þegar flest svart fólk í Bandaríkjunum voru þrælar.1 Þegar hún var ung og einhleyp, gekk hún í New Canaan safnaðarkirkjuna árið 1841, en 18 mánuðum seinna, veturinn 1842 –43, voru hún og nokkrir meðlimir fjölskyldu hennar skírð inn í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Jane og aðrir í fjölskyldu hennar þráðu fljótlega að sameinast öðrum heilögum í Nauvoo, svo þau ferðuðust frá Connecticut til New York og áætluðu að ferðast bæði með gufuskipum og síkjabátum. Þeim var hinsvegar neitað um far með skipunum vegna kynþáttar þeirra, svo þau urðu að ganga restina af leiðinni, 800 mílur. Í Peoria, Illinois, yfirheyrðu yfirvöld Manning-fjölskylduna sem mögulega þræla á flótta og kröfðust þess að þau framvísuðu skjölum til að sanna frelsisstöðu þeirra. Kynþáttafordómar var hindrun sem Jane átti eftir að takast á við það sem eftir lifði ævi hennar.

andlitsljósmynd af Jane Manning James

Andlitsmynd af Jane Manning James

Með góðfúslegu leyfi Sögu og skjalasafns kirkjunnar.

Þegar þau voru komin til Nauvoo þróaðist fljótlega vinátta á milli Jane og Joseph og Emmu Smith. Hún bjó með þeim og vann við heimilishald þeirra. Eitt sinn bauð Emma Jane að verða ættleidd sem barn inn í Smith-fjöldskylduna í gegnum prestdæmisinnsiglun.2 Jane afþakkaði það, því hún misskildi þessa ókunnugu nýju framkvæmd, en hún trúði fastlega á spámannslegt hlutverk Josephs. „Ég þekkti spámanninn Joseph,“ bar hún seinna vitni. „Hann var sá heiðvirðasti maður sem ég nokkru sinni sá á jörðu. … Ég var sannfærð um að hann væri spámaður, því ég vissi það.“3

Í gegnum samræður við Joseph og móður hans, Lucy Mack Smith, lærði Jane meira um Mormónsbók og þýðingu hennar og öðlaðist skilning á og virðingu fyrir musterishelgiathöfnum.

Jane giftist Isaak James, fjálsum svörtum trúskiptingi frá New Jersey. Þau, ásamt syni Jane, Sylvester, yfirgáfu Nauvoo 1846 og stefndu vestur með hinum heilögu. Í júní sama ár, fæddist sonur Jane og Isaaks, Silas. Næsta árið ferðaðist fjölskyldan yfir slétturnar og kom í Salt Lake dalinn haustið 1847. Isaak og Jane áttu sex börn til viðbótar en einungis tvö þeirra lifðu Jane. Eins og var með aðra frumkvöðla í Salt Lake dalnum, þá unnu Jane og Isaak hörðum höndum til að sjá fyrir fjölskyldu sinni. Isaak vann sem verkamaður og einstaka sinnum sem vagnstjóri fyrir Brigham Young og Jane óf vefnað, saumaði föt og þvoði þvotta eins og hún hafði gert í Nauvoo.

Erfiðleikar í hjónabandinu urðu til þess að Jane og Isaak skildu árið 1870. Jane var síðar í stuttu, tveggja ára hjónabandi með fyrrverandi þræl, Frank Perkins, en snéri sér fljótlega aftur að lífinu sem einstætt foreldri og amma. Fjárhagsleg þörf og dauði þriggja barna varð til þess að Jane fór aftur út á vinnumarkaðinn. Hún bjó til sápur og seldi þær og tveir sona hennar réðu sig í verkamannavinnu. Árið 1890, eftir tuttugu ára fjarveru, snéri Isaak aftur til Salt Lake City, endurnýjaði meðlimaaðild sína í kirkjunni og kom á vinsamlegu sambandi við Jane. Þegar hann dó síðan ári seinna, var jarðaförin haldin á heimili hennar.

Í gegnum mótlæti lífs síns var Jane áfram staðföst í trú sinni á kenningar fagnaðarerindisins og mat það mikils að vera meðlimur kirkjunnar. Hún gaf fé til bygginar musterisins og starfaði innan Líknarfélagsins og Young Ladies´ Retrenchment Society [Fágunarfélags ungra kvenna].4 Jane upplifði gjafir andans ríkulega, þar á meðal sýnir, drauma, trúarlækningu og tungutal. „Trú mín á fagnaðarerindi Jesú Krists,“ skrifaði hún seinna í lífi sínu, „er jafn sterk í dag, nei, jafnvel sterkari en daginn sem ég skírðist.“5

Milli áranna 1884 og 1904 hafði Jane öðru hvoru samband við leiðtoga kirkjunnar – John Taylor, Wilford Woodruff, Zina D. H. Young og Joseph F. Smith – og leitaði leyfis til að fá musterisgjöf sína og verða innsigluð.6 Á þessum tíma var svörtum Síðari daga heilögum, körlum og konum, ekki leyft að taka þátt í flestum helgiathöfnum musterisins. Árið 1888 veitti stikuforsetinn Angus M. Cannon, Jane heimild til að framkvæma skírnir fyrir látna forfeður sína.7 Kirkjuleiðtogar leyfðu henni loks að innsiglast með staðgengli í fjölskyldu Josephs Smith sem þjón, árið 1894, sem er einstakur atburður. Þó að hún hafi ekki hlotið eigin musterisgjöf eða fjölskylduinnsiglun í sínu lífi, þá voru þessar athafnir framkvæmdar fyrir hennar hönd árið 1979.8

Hún dó 16. apríl, 1908, þá 95 ára gömul, ávallt trúfastur Síðari daga heilagur. Í Deseret News stóð: „Fáir einstaklingar voru þekktari fyrir trú sína og trúfesti en Jane Manning James og þó hún hafi ávalt verið lítillát þá átti hún vini og kunningja í hundraðatali.“9

Heimildir

  1. Móðir Jane hafði verið þræll en var frelsuð af þrepasettum afnámslögum Connecticut. Jane fæddist frjáls, en þrælahald var löglegt í ríkinu þar til eftir að Jane yfirgaf ríkið. Fyrir almennar upplýsingar um líf Jane, sjá Henry J. Wolfinger, „A Test of Faith: Jane Elizabeth Manning James and the Origins of the Utah Black Community,“ í Clark Knowlton, ed., Social Accommodation in Utah (Salt Lake City: University of Utah, 1975), 126–75 og Quincy D. Newell, „The Autobiography and Interview of Jane Elizabeth Manning James,“ Journal of Africana Religions, bindi. 1, nr. 2 (2013), 251–91.

  2. Zina D. H. Young bréf til Joseph F. Smith, 15. jan., 1894, Church History Library, Salt Lake City.

  3. „‘Aunt‘ Jane James,“ í “Joseph Smith, the Prophet,” Young Woman’s Journal, bindi. 16, nr. 12 (des. 1905), 551, 553.

  4. Eighth Ward Relief Society Minutes and Records, 1867–1969, Eighth Ward, Liberty Stake, 20. ág., 1874; 20. okt., 1874; 21. des., 1874; 20. jan., 1875; 2. mar., 1875; 20. maí, 1875; 20. nóv., 1875, vol. 1, Church History Library, Salt Lake City [Jane skrifaði sig Perkins í stuttan tíma]; “Ladies Semi-monthly Meeting,” Woman’s Exponent, bindi. 22, nr. 9 (1. des., 1893), 66. Jane gaf fé til byggingar musteranna í St. George, Logan og Manti og lagði fé fram til trúboðsstarfs Lamanítanna (indána). Sjá Linda King Newell og Valeen Tippetts Avery, „Jane Manning James,“ Ensign, ágúst. 1979, 29.

  5. Jane Elizabeth Manning James autobiography, í kringum 1902, sögð Elizabeth J. D. Roundy, Church History Library, Salt Lake City, 22.

  6. Jane E. James bréf til John Taylor, 27. des., 1884; Jane E. James bréf til Joseph F. Smith, 7. feb., 1890; Jane E. James bréf til Joseph F. Smith, 31. ág., 1903.

  7. Angus M. Cannon bréf til Jane E. James, 16. júní, 1888; sjá einnig Tonya Reiter, „Black Saviors on Mount Zion: Proxy Baptisms and Latter-day Saints of African Descent,“ Journal of Mormon History, bindi. 43, nr. 4 (okt. 2017), 100–123.

  8. Sjálfsævisaga Jane Elizabeth Manning James, sirka 1902. Jane las sjálfsævisögu sína upp í Salt Lake City einhverntíma á árunum á milli 1902 – 1908; Ronald G. Coleman og Darius A. Gray, „Two Perspectives: The Religious Hopes of ‘Worthy’ African American Latter-day Saints before the 1978 Revelation,“ í Newell G. Bringhurst and Darron T. Smith, eds., Black and Mormon (Urbana: University of Illinois Press, 2004), 54. Sjá einnig Quincy D. Newell, „The Autobiography and Interview of Jane Manning James,“ Journal of Africana Religions, bindi. 1, nr. 2 (2013), 256, 275 (note 34).

  9. „Death of Jane Manning James,“ Deseret News, 16. apríl, 1908.