Kirkjusaga
Joseph Smith og fjölkvæni


„Joseph Smith og fjölkvæni,“ kirkjusöguefni

„Joseph Smith og fjölkvæni“

„Joseph Smith og fjölkvæni“

Síðari daga heilagir trúa því að einkvæni – hjónaband milli eins karls og einnar konu – sé gildandi lögmál Drottins um hjónaband.1 Á biblíutímum bauð Drottinn sumum meðal fólks síns að iðka fjölkvæni – hjónaband eins karls og fleiri en einnar konu.2 Sumir af meðlimum Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu fengu í upphafi kirkjunnar þetta boð frá spámanninum og hlýddu því.

Eftir að Joseph Smith fékk opinberun sem bauð honum að iðka fjölkvæni, giftist hann nokkrum konum og kynnti þessa iðkun fyrir nánum samstarfsaðilum. Þessi kenning var einn af mest áskorandi þáttum endurreisnarinnar – bæði fyrir Joseph persónulega og aðra kirkjumeðimi. Fjölkvæni reyndi á trú og ýtti undir ágreining og andspyrnu. Fáir Síðari daga heilagir buðu endurreisn iðkunar frá biblíutímum velkomna í upphafi, nokkuð sem var þeim algerlega framandi. Margir báru hins vegar vitni seinna meir um andlega reynslu sem hjálpaði þeim að sigrast á hiki þeirra og veitti þeim hugrekki til að meðtaka þessa iðkun.

Margt sem tengist iðkun fjölkvænis á fyrstu árunum er óþekkt, því að þátttakendur voru beðnir um að hafa hljótt um gjörðir sínar. Sögulegar heimildir um fjölkvæni eru því fáar; fáar heimildir fara í smáatriði og seinni tíma endurminningar eru óábyrgar. Saints [Heilagir] segir frá nokkrum mikilvægum frásögnum sem tengjast iðkun fjölkvænis Josephs Smith og annara Síðari daga heilagra á upphafsárunum. Fyrir frekari upplýsingar varðandi fjölkvæni á upphafsárunum, sjá þá “Plural Marriage in The Church of Jesus Christ of Latter-day Saints,“ Gospel Topics Essays, topics.churchofjesuschrist.org.

Tengt efni: Joseph Smith Jr., Emma Hale Smith, Fanny Alger, Nauvoo Expositor