Boðskapur heimsóknarkennara, ágúst 2010
Auka trú og persónulegt réttlæti
Lærið efnið og ræðið það við systurnar sem þið heimsækið, eins og við á. Nýtið spurningarnar ykkur til hjálpar við að styrkja systurnar og gera Líknarfélagið að virkum þætti í lífi ykkar.
Úr ritningunum
Ábyrgð okkar að vera verðugar þess að þjóna í musterinu
„Sáttmálarnir sem við gerum, og tilheyrandi helgiathafnir sem við tökum á móti í musterinu, verða skilríki okkar til inngöngu í návist Guðs. Sáttmálar þessir lyfta okkur langt umfram eigin getu og víkka sjónarsviðið. Við gerum sáttmála til að sýna hollustu okkar við að byggja upp ríkið. Við verðum sáttmálslýður þegar við erum sett undir sáttmála Guðs. Allar fyrirheitnar blessanir verða okkar fyrir staðfestu okkar við þessa sáttmála. …
Hvað geta konur í kirkjunni gert til að hljóta blessanir musterisins?
Með spámanni sínum býður Drottinn þeim sem ekki hafa hlotið blessanir musterisins að gera hvaðeina nauðsynlegt til að hljóta þær. Hann býður þeim sem þegar hafa hlotið þessar blessanir að fara eins oft í musterið og mögulegt er, til að njóta að nýju upplifun þess og auka sýn og skilning á hinni eilífu áætlun.
Við skulum vera verðugar musterismeðmæla. Við skulum fara í musterið til að innsigla fjölskyldur okkar eilíflega. Við skulum fara í musterið eins oft og aðstæður okkar leyfa. Við skulum veita skyldfólki okkar tækifæri til að taka á móti helgiathöfnum upphafningar. Við skulum njóta hins andlega styrks og opinberana sem við hljótum er við förum reglubundið í musterið. Við skulum vera trúfastar og gera og halda musterissáttmála til að hljóta fyllingu blessana friðþægingarinnar.“1
Silvia H. Allred, fyrsti ráðgjafi í aðalforsætisráði Líknarfélagsins.
Úr sögu okkar
Gordon B. Hinckley forseti (1910–2008) kenndi að Líknarfélagið hefði orðið til vegna þess að systurnar þráðu að tilbiðja í musterum:
„Meðan á byggingu Kirtland musterisins stóð voru konurnar beðnar að brjóta leirtauið sitt í smátt, svo setja mætti brotin út í pússningarefnið sem nota átti á veggi musterisins, til endurspeglunar ljósi sólar og tungls og fegrunar byggingarinnar.
Á þessum tíma, þegar lítið var um peninga en mikið um trú, gáfu verkamennirnir af styrk sínum og eigum til að byggja hús Drottins. Konurnar færðu þeim besta matinn sem þær gátu matreitt. Edward W. Tullidge sagði frá því að Joseph Smith hefði tekið eftir því þegar systurnar saumuðu fortjald musterisins og sagt: ,Jæja systur, þið eruð alltaf til staðar. Systurnar eru alltaf fyrstar til að láta til sín taka í öllum góðum verkum. María var fyrst að upprisunni og nú eru systurnar fyrstar til að vinna að innanhúss verkefnum musterisins.‘ …
Og svo var það aftur í Nauvoo, að nokkrar konur komu saman til að sauma skyrtur á verkamennina þegar verið var að byggja musterið. Það var við þessar aðstæður sem 20 þeirra komu saman fimmtudaginn 17. mars, 1842, í herbergi á efri hæð verslunar spámannsins.“2 Þannig byrjaði Líknarfélagið.
Hvað getum við gert?
-
Hvaða stuðning get ég veitt systrunum við að búa sig undir og sækja musterið heim?
-
Hvernig get ég endurspeglað arfleifð systra fyrri tíma sem fórnuðu til að hljóta blessanir musterisins?
-
Hvernig get ég gert tilkall til blessana musterisins?
© 2010 by Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn. Prentað í Þýskalandi. Samþykkt á ensku: 6/09. Þýðing samþykkt: 6/09. Þýðing á Visiting Teaching Message, August 2010. Icelandic. 09368 190