2010
Mín Mormónsbók
september 2010


Æskufólk

Mín Mormónsbók

Í ágúst 2005, þegar Gordon B. Hinckley forseti (1910–2008) hvatti kirkjumeðlimi til að lesa Mormónsbók fyrir árslok, hét ég mér því að lesa alla bókina. Sögur Mormónsbókar voru mér kunnugar, en ég hafði aldrei lesið bókina allt til enda. Nú einsetti ég mér að standa við loforð mitt.

Mér hafði verið kennt að hagnýta mér ritningarnar og gera þær að hluta af sjálfri mér. Ég skrifaði því á spássíurnar þær megin hugmyndir sem ég taldi ritningarvers geyma. Ég strikaði einnig undir endurtekin orð og orðasambönd til áhersluauka.

Ég skráði nafn mitt við hlið nafna í ritningunum, til að auðvelda mér að minnst þess að þau orð Guðs sem töluð eru til annarra, geti einnig átt við um mig. Ég skráði til að mynda nafn mitt í 2. Nefí 2:28: „Og nú, [Hillary], óska ég, að [þú lítir] til hins mikla meðalgöngumanns og [hlýðir] hinum miklu boðorðum hans, [sért trú] orðum hans og [veljir] eilíft líf að vilja hans heilaga anda.“ Því meira sem ég gerði Mormónsbók að minni eigin, því skemmtilegra þótt mér að lesa hana.

Og þegar ég las hana daglega, urðu bænir mínar hjartnæmari og persónulegri. Mér gekk einnig betur að einbeita mér að námsbekkjum mínum og fylgja innblæstri andans við að liðsinna öðrum. Á síðasta kvöldi ársins lauk ég lestri Mormónsbókar.

Ég skildi þá hversu mikilvægt er að lesa alla Mormónsbók, ásamt öðrum ritningum, og mig langar að gera það oftsinnis á ævi minni.

Prenta