2011
Hugdirfska til að standast storminn
janúar 2011


Æskufólk

Hugdirfska til að standast storminn

Á öðru kvöldi mínu í Stúlknfélagsbúðum stikunnar, skall á mikill stormur og bylur. Um 24 stúlkur úr deildinni minni sóttu búðirnar, ásamt tveimur leiðtogum, og við þurftum allar að koma okkur fyrir í einum af tveimur kofum okkur til verndar. Það hellirigndi og það varð stöðugt hvassara. Ég þurfti stöðugt að minna mig á verndarbænina sem stikuforsetinn hafði áður flutt. Við í deildinni okkar báðum bæn í kofanum og ég bað einnig sjálf bæn.

Margar stúlknanna voru óttaslegnar og ekki að ástæðulausu. Kofinn okkar var ekki sérlega sterkbyggður og var staðsettur rétt við fljót. Að um 20 mínútum liðnum var hvassviðrið orðið svo mikið að allir í stikunni urðu að hlaupa frá kofum deildanna til kofa ráðgjafanna, sem voru lengra í burtu frá fljótinu. Stikuforsetinn flutti aðra bæn og við sungum sálma, Barnafélagssöngva og útilegusöngva til að reyna að halda ró okkar. Já, við vorum óttaslegin, en skynjuðum jafnfram að allt færi vel. Hálftíma síðar var orðið öruggt fyrir okkur að fara aftur í kofana okkar.

Síðar komumst við að því hvernig stormurinn hafði hagað sér. Hann hafði klofnað í tvo hluta. Annar þeirra fór hægra megin við hlið okkar og hinn vinstra megin við okkur. Það sem við upplifðum var alls ekki það versta!

Ég veit að Guð bænheyrði okkur þarna um kvöldið og verndaði okkur gegn verstu hviðunum. Hvers vegna ætti fellibylur að klofna í tvennt nema Guð ætlaði honum það? Ég veit að í stormum lífsins getum við alltaf beðið til himnesks föður, sem bænheyrir okkur, verndar okkur og fyllir hugdirfsku, svo við komumst ósködduð frá óförunum.