2011
Hið góða sem leiddi af hundsbiti
mars 2011


Æskufólk

Hið góða sem leiddi af hundsbiti

Sumarið 2009 var ég bitinn í andlitið af hundi vinkonu minnar. Til allrar ólukku rifnaði vörin og ég varð að láta sauma hana.

Eftir bitið varð ég afar hnuggin. Mótlætið fyllti mig neikvæðum hugsunum og mér fannst líf mitt allt ömurlegt. Ég fylltist sjálfsvorkun og vildi alls ekki fara út meðal almennings með vörina svona illa útlítandi. Í huga mínum voru áætlanir um píanó, blak, kirkju, sund og skóla ekki lengur á dagskrá vegna áverkans.

En alltaf þegar ég baðst fyrir, hlaut prestdæmisblessanir, ræddi við foreldra mína eða fékk heimsóknir fjölskyldu og vina, upplyftist ég í anda og fann gleði í sorginni. Það rann brátt upp fyrir mér að hugsaði fólk um áverkann fann það til samúðar.

Reynsla þessi styrkti persónuleika minn og mér lærðist að hafa minni áhyggjur af því sem öðrum fannst um mig. Ég var líka blessuð því áverkinn fékk mig til að skilja að mér bæri að hugsa minna um sjálfa mig og meira um aðra. Andi minn efldist til muna á þessum tíma.

Mér lærðist að mótlæti er hluti af áætlun himnesks föður fyrir okkur. Ef við leitum hins góða, en ekki hins slæma, getum við sigrast á mótlæti, orðið betri manneskjur og leyft að reynslan styrki vitnisburð okkar.